Valencia líkaði færsla þar sem kallað var eftir því að Mourinho verði rekinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. október 2018 08:45 José Mourinho gæti nú gert læti úr þessu. vísir/getty José Mourinho á ekki sjö dagana sæla á Old Trafford þessar vikurnar en liðið er án sigurs í fjórum leikjum í röð, ekki að spila skemmtilegan fótbolta og gerði síðast markalaust jafntefli við Valencia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Frammistaðan upp á síðkastið hefur verið svo slæm og framkoma Mourinho sömuleiðis á blaðamannafundum að Paul Scholes, goðsögn í lifanda lífi á Old Trafford, kallaði eftir höfði Mourinho í beinni útsendingu í gærkvöldi. Mourinho er lentur upp á kant við nokkra leikmenn eins og Paul Pogba sem hann tók í gegn fyrir framan heimsbyggðina á æfingasvæði félagsins í síðustu viku eftir tap gegn Derby í deildabikarnum en hann var þá ekki ánægður með færslu Pogba á Instagram.Færslan sem Valencia líkaði við.mynd/instagramPortúgalinn verður ekkert síður ósáttur með það sem Antonio Valencia, fyrirliði liðsins, gerði í gærkvöldi þegar að hann líkaði við færslu á Instagram þar sem kallað er eftir því að Mourinho verði rekinn. Fjallað hefur verið um í breskum miðlum að Mourinho og Valencia talast varla við og eitthvað virðist til í þeim sögusögnum miðað við það sem Ekvadorinn gerði í gærkvöldi. Stór aðdáendasíða Valencia á Instagram sem bar heitir antoniovalencia2525 birti þrjár myndir af fyrirliðanum í gærkvöldi eftir jafnteflið gegn Valencia og skrifaði: „Úrslitin koma mér ekki einu sinni á óvart. Ég hef alltaf hlakkað til leikja United en að horfa á þetta lið undir stjórn Mourinho er eins og að upplifa refsingu. Eitthvað verður að breytast. Það er kominn tími til að Mourinho fari.“ Antonio Valencia skellti sjálfur í „like“ á færsluna sem á vafalítið ekki eftir að skemmta Mourinho en eftir að allir heimsins fjölmiðlar fóru að fjalla um málið var aðdáendasíðunni eytt. Ekki vildu menn skemma fyrir sínum manni.Uppfært: Antonio Valencia var ekki lengi að biðjast afsökunar en hann setti inn færslu á Twitter-síðu sína nú í morgunsárið þar sem að hann útskýrir hvað gerðist í gærkvöldi. Hann segist ekki hafa lesið textann heldur bara sjálfkrafa gert „like.“ Þá lýsir hann yfir fullum stuðningi við José Mourinho. „Í gær líkaði ég við færslu á Instagram án þess að lesa textann sem fylgdi myndinni. Þetta eru ekki mínar skoðanir og biðst ég afsökunar. Ég styð knattspyrnustjórann minn heilshugar og liðsfélaga mína. Við erum allir að reyna allt sem við getum til þess að ná betri úrslitum,“ segir Antonio Valencia.Yesterday, I liked a post on Instagram without reading the text that accompanied the picture. These are not my views and I apologise for this. I am fully supportive of the manager and my teammates. We are all giving our everything to improve the results. pic.twitter.com/bMEsrAwMkh — Antonio Valencia (@anto_v25) October 3, 2018 Enski boltinn Tengdar fréttir Scholes vill að Mourinho verði rekinn: „Hann er félaginu til skammar“ Fyrrverandi leikmaður Manchester United vill losna við José Mourinho og það strax. 3. október 2018 07:30 Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United Juan Mata er einn af síðustu bloggurunum en hann vill ekki skrifa á meðan að svona illa gengur. 2. október 2018 19:30 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
José Mourinho á ekki sjö dagana sæla á Old Trafford þessar vikurnar en liðið er án sigurs í fjórum leikjum í röð, ekki að spila skemmtilegan fótbolta og gerði síðast markalaust jafntefli við Valencia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Frammistaðan upp á síðkastið hefur verið svo slæm og framkoma Mourinho sömuleiðis á blaðamannafundum að Paul Scholes, goðsögn í lifanda lífi á Old Trafford, kallaði eftir höfði Mourinho í beinni útsendingu í gærkvöldi. Mourinho er lentur upp á kant við nokkra leikmenn eins og Paul Pogba sem hann tók í gegn fyrir framan heimsbyggðina á æfingasvæði félagsins í síðustu viku eftir tap gegn Derby í deildabikarnum en hann var þá ekki ánægður með færslu Pogba á Instagram.Færslan sem Valencia líkaði við.mynd/instagramPortúgalinn verður ekkert síður ósáttur með það sem Antonio Valencia, fyrirliði liðsins, gerði í gærkvöldi þegar að hann líkaði við færslu á Instagram þar sem kallað er eftir því að Mourinho verði rekinn. Fjallað hefur verið um í breskum miðlum að Mourinho og Valencia talast varla við og eitthvað virðist til í þeim sögusögnum miðað við það sem Ekvadorinn gerði í gærkvöldi. Stór aðdáendasíða Valencia á Instagram sem bar heitir antoniovalencia2525 birti þrjár myndir af fyrirliðanum í gærkvöldi eftir jafnteflið gegn Valencia og skrifaði: „Úrslitin koma mér ekki einu sinni á óvart. Ég hef alltaf hlakkað til leikja United en að horfa á þetta lið undir stjórn Mourinho er eins og að upplifa refsingu. Eitthvað verður að breytast. Það er kominn tími til að Mourinho fari.“ Antonio Valencia skellti sjálfur í „like“ á færsluna sem á vafalítið ekki eftir að skemmta Mourinho en eftir að allir heimsins fjölmiðlar fóru að fjalla um málið var aðdáendasíðunni eytt. Ekki vildu menn skemma fyrir sínum manni.Uppfært: Antonio Valencia var ekki lengi að biðjast afsökunar en hann setti inn færslu á Twitter-síðu sína nú í morgunsárið þar sem að hann útskýrir hvað gerðist í gærkvöldi. Hann segist ekki hafa lesið textann heldur bara sjálfkrafa gert „like.“ Þá lýsir hann yfir fullum stuðningi við José Mourinho. „Í gær líkaði ég við færslu á Instagram án þess að lesa textann sem fylgdi myndinni. Þetta eru ekki mínar skoðanir og biðst ég afsökunar. Ég styð knattspyrnustjórann minn heilshugar og liðsfélaga mína. Við erum allir að reyna allt sem við getum til þess að ná betri úrslitum,“ segir Antonio Valencia.Yesterday, I liked a post on Instagram without reading the text that accompanied the picture. These are not my views and I apologise for this. I am fully supportive of the manager and my teammates. We are all giving our everything to improve the results. pic.twitter.com/bMEsrAwMkh — Antonio Valencia (@anto_v25) October 3, 2018
Enski boltinn Tengdar fréttir Scholes vill að Mourinho verði rekinn: „Hann er félaginu til skammar“ Fyrrverandi leikmaður Manchester United vill losna við José Mourinho og það strax. 3. október 2018 07:30 Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United Juan Mata er einn af síðustu bloggurunum en hann vill ekki skrifa á meðan að svona illa gengur. 2. október 2018 19:30 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Scholes vill að Mourinho verði rekinn: „Hann er félaginu til skammar“ Fyrrverandi leikmaður Manchester United vill losna við José Mourinho og það strax. 3. október 2018 07:30
Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United Juan Mata er einn af síðustu bloggurunum en hann vill ekki skrifa á meðan að svona illa gengur. 2. október 2018 19:30