Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 18:02 Jared Kushner stendur hér fyrir aftan tengaföður sinn. AP/Pablo Martinez Monsivais Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur greitt sáralitla skatta til ríkisins á undanförnum árum. Þrátt fyrir að auður Kushner hafi fimmfaldast. Samkvæmt New York Times hefur Kushner beitt almennri bókhaldsbrellu til að láta líta út fyrir að fyrirtæki sitt hafi tapað gífurlegum upphæðum.Ekki er þó um lögbrot að ræða. NYT notar árið 2015 sem dæmi. Þá hagnaðist Kushner um 1,7 milljónir dala í laun og vegna fjárfestinga. Hins vegar tapaði hann 8,3 milljónum á skattaskýrslum og þá aðallega vegna afskrifta á fasteignum Kusnher og fyrirtækis hans. Skattalög Bandaríkjanna gera ráð fyrir að virði fasteigna lækki á milli ára en það er þó alls ekki raunin. Oft á tíðum hækkar verðmæti fasteigna í rauninni en sveigjanleiki laganna leiðir til þess að eigendur fasteigna geta í raun ákvæðið hve mikla skatta þeir greiða, samkvæmt NYT. Þá hefur ríkisstjórn Trump kallað eftir breytingar á skattalögum sem myndu gera fasteignafélögum enn auðveldara að sleppa við að greiða skatta. Þessar fregnir um Kushner koma á hælana á fréttum að tengdafaðir hans hefði framið fjársvik til að meðal annars komast hjá því að greiða erfðaskatt af eigum föður síns.Sjá einnig: Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds TrumpLögmaður Kushner sagði skjólstæðing sinn hafa greitt alla þá skatta sem honum væri skylt að greiða. Að öðru leyti myndi hann ekki tjá sig um gögn sem sýndu ekki heildarmyndina, eins og talsmaður hans orðaði það, og væru illa fengin. Gögnin sem um ræðir voru hluti af yfirferð yfir fjármál Kushner af fjármálastofnun sem var að íhuga að lána honum fé. NYT fékk þrettán endurskoðendur og lögmenn til að fara yfir gögnin og var voru þeir sammála um að hann hefði litla sem enga skatta greitt á fimm af síðustu átta árum. Á hinum þremur hefðu skattgreiðslur Kushner verið einhverjar en ekki háar. Miðað við gögnin hefur Kushner Companies, fyrirtæki Kushner skilað töluverðum hagnaði á undanförnum árum og hafa Jared Kushner og faðir hans Charles tekið milljónir út úr fyrirtækinu. Hins vegar hefur fyrirtækið skilað tapi í mörg ár í augum skattyfirvalda Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur greitt sáralitla skatta til ríkisins á undanförnum árum. Þrátt fyrir að auður Kushner hafi fimmfaldast. Samkvæmt New York Times hefur Kushner beitt almennri bókhaldsbrellu til að láta líta út fyrir að fyrirtæki sitt hafi tapað gífurlegum upphæðum.Ekki er þó um lögbrot að ræða. NYT notar árið 2015 sem dæmi. Þá hagnaðist Kushner um 1,7 milljónir dala í laun og vegna fjárfestinga. Hins vegar tapaði hann 8,3 milljónum á skattaskýrslum og þá aðallega vegna afskrifta á fasteignum Kusnher og fyrirtækis hans. Skattalög Bandaríkjanna gera ráð fyrir að virði fasteigna lækki á milli ára en það er þó alls ekki raunin. Oft á tíðum hækkar verðmæti fasteigna í rauninni en sveigjanleiki laganna leiðir til þess að eigendur fasteigna geta í raun ákvæðið hve mikla skatta þeir greiða, samkvæmt NYT. Þá hefur ríkisstjórn Trump kallað eftir breytingar á skattalögum sem myndu gera fasteignafélögum enn auðveldara að sleppa við að greiða skatta. Þessar fregnir um Kushner koma á hælana á fréttum að tengdafaðir hans hefði framið fjársvik til að meðal annars komast hjá því að greiða erfðaskatt af eigum föður síns.Sjá einnig: Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds TrumpLögmaður Kushner sagði skjólstæðing sinn hafa greitt alla þá skatta sem honum væri skylt að greiða. Að öðru leyti myndi hann ekki tjá sig um gögn sem sýndu ekki heildarmyndina, eins og talsmaður hans orðaði það, og væru illa fengin. Gögnin sem um ræðir voru hluti af yfirferð yfir fjármál Kushner af fjármálastofnun sem var að íhuga að lána honum fé. NYT fékk þrettán endurskoðendur og lögmenn til að fara yfir gögnin og var voru þeir sammála um að hann hefði litla sem enga skatta greitt á fimm af síðustu átta árum. Á hinum þremur hefðu skattgreiðslur Kushner verið einhverjar en ekki háar. Miðað við gögnin hefur Kushner Companies, fyrirtæki Kushner skilað töluverðum hagnaði á undanförnum árum og hafa Jared Kushner og faðir hans Charles tekið milljónir út úr fyrirtækinu. Hins vegar hefur fyrirtækið skilað tapi í mörg ár í augum skattyfirvalda Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00