Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 13:18 Trump með þjóðaröryggisráðgjafa sínum John Bolton sem hefur meðal annars talað fyrir stríði við Íran. Vísir/AFP Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti endurveki refsiaðgerðir gegn Íran í dag og stefni þannig kjarnorkusamningi heimsveldanna við Asíuríkið í hættu, þvert á bónir annarra þjóðarleiðtoga. Trump greindi frá því í gær að hann hygðist tilkynna um ákvörðun sína um framtíð samningsins síðdegis í dag að íslenskum tíma. Hann hefur ítrekað gagnrýnt samninginn og kallað hann „geðveikan“. Með samkomulaginu sem gert var árið 2015 samþykktu Íranar að takmarka kjarnorkuáætlun sína til að fullvissa alþjóðsamfélagið að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Á móti samþykktu heimsveldin að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran. Ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum en írönsk stjórnvöld hafa hótað því að setja kjarnorkuáætlun sína aftur af stað ef Trump ákveður að hunsa skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart honum, að því er segir í frétt Washington Post. Evrópskir leiðtogar, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hafa reynt að tala Trump ofan af því að rifta samningnum. Ekki er búist við því að Trump slái samninginn algerlega út af borðinu í dag heldur muni hann endurvekja refsiaðgerðir sem voru settar til hliðar með samningnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í morgun að ef Bandaríkin hætta að virða samninginn muni land hans standa frammi fyrir vandamálum í tvo til þrjá mánuði en yfirstíga þau. Írani muni halda áfram að vinna með heiminum. Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti endurveki refsiaðgerðir gegn Íran í dag og stefni þannig kjarnorkusamningi heimsveldanna við Asíuríkið í hættu, þvert á bónir annarra þjóðarleiðtoga. Trump greindi frá því í gær að hann hygðist tilkynna um ákvörðun sína um framtíð samningsins síðdegis í dag að íslenskum tíma. Hann hefur ítrekað gagnrýnt samninginn og kallað hann „geðveikan“. Með samkomulaginu sem gert var árið 2015 samþykktu Íranar að takmarka kjarnorkuáætlun sína til að fullvissa alþjóðsamfélagið að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Á móti samþykktu heimsveldin að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran. Ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum en írönsk stjórnvöld hafa hótað því að setja kjarnorkuáætlun sína aftur af stað ef Trump ákveður að hunsa skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart honum, að því er segir í frétt Washington Post. Evrópskir leiðtogar, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hafa reynt að tala Trump ofan af því að rifta samningnum. Ekki er búist við því að Trump slái samninginn algerlega út af borðinu í dag heldur muni hann endurvekja refsiaðgerðir sem voru settar til hliðar með samningnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í morgun að ef Bandaríkin hætta að virða samninginn muni land hans standa frammi fyrir vandamálum í tvo til þrjá mánuði en yfirstíga þau. Írani muni halda áfram að vinna með heiminum.
Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53
Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04