Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuð Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 08:45 Mótmælendur krefjast þess að Asia Bibi verði hengd. Vísir/EPA Pakistanskir íslamistar hafa hótað því að afleiðingarnar verði „hræðilegar“ ef kristinni konu sem dæmd var til dauða fyrir guðlast verður sýnd miskunn. Áfrýjun konunnar á dómnum verður tekin fyrir í hæstarétti landsins í dag. Asia Bibi er fjögurra barna móðir sem var dæmd til dauða fyrir að hafa talað illa um íslam eftir ströngum guðlastslögum Pakistan árið 2010. Áfrýjun hennar til hæstaréttar er hennar síðasta. Mál Bibi hefur vakið mikla athygli bæði innan og utan Pakistan. Tveir stjórnmálamenn sem reyndu að aðstoða hana voru myrtir, þar á meðal Salman Taseer, ríkisstjóri Punjab. Tehreek-e-Labaik Pakistan-flokkurinn, flokkur harðlínuíslamista, hefur gert guðlast að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn hefur meðal annars lofsamað lífvörð Taseer sem myrti hann. Í yfirlýsingu hefur flokkurinn í hótunum um hvað gerist af hæstiréttur sýnir Bibi einhverja „tilslökun eða mildi“. „Ef það verður einhver tilraun til að færa hana í hendur erlends ríkis verða afleiðingarnar hræðilegar,“ segir í yfirlýsingu flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar. Guðlast er mikið hitamál í Pakistan, svo mikið að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru sakaðir um það að verja sig. Tugir manna sem sakaðir hafa verið um guðlast hafa verið drepnir án dóms eða laga af æstum múg. Bibi hefur alltaf neitað ásökununum um guðlast. Hún var sökuð um að hafa lastað íslam þegar nágrannar hennar mótmæltu því að hún drykki úr glasi þeirra vegna þess að hún væri ekki múslimi. Lögmenn Bibi segja að hún hafi átt í ágreiningi við nágranna og að þeir hafi orðið margsaga um atvik mála. Pakistan Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Pakistanskir íslamistar hafa hótað því að afleiðingarnar verði „hræðilegar“ ef kristinni konu sem dæmd var til dauða fyrir guðlast verður sýnd miskunn. Áfrýjun konunnar á dómnum verður tekin fyrir í hæstarétti landsins í dag. Asia Bibi er fjögurra barna móðir sem var dæmd til dauða fyrir að hafa talað illa um íslam eftir ströngum guðlastslögum Pakistan árið 2010. Áfrýjun hennar til hæstaréttar er hennar síðasta. Mál Bibi hefur vakið mikla athygli bæði innan og utan Pakistan. Tveir stjórnmálamenn sem reyndu að aðstoða hana voru myrtir, þar á meðal Salman Taseer, ríkisstjóri Punjab. Tehreek-e-Labaik Pakistan-flokkurinn, flokkur harðlínuíslamista, hefur gert guðlast að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn hefur meðal annars lofsamað lífvörð Taseer sem myrti hann. Í yfirlýsingu hefur flokkurinn í hótunum um hvað gerist af hæstiréttur sýnir Bibi einhverja „tilslökun eða mildi“. „Ef það verður einhver tilraun til að færa hana í hendur erlends ríkis verða afleiðingarnar hræðilegar,“ segir í yfirlýsingu flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar. Guðlast er mikið hitamál í Pakistan, svo mikið að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru sakaðir um það að verja sig. Tugir manna sem sakaðir hafa verið um guðlast hafa verið drepnir án dóms eða laga af æstum múg. Bibi hefur alltaf neitað ásökununum um guðlast. Hún var sökuð um að hafa lastað íslam þegar nágrannar hennar mótmæltu því að hún drykki úr glasi þeirra vegna þess að hún væri ekki múslimi. Lögmenn Bibi segja að hún hafi átt í ágreiningi við nágranna og að þeir hafi orðið margsaga um atvik mála.
Pakistan Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira