Krefjast þess að Zuma láti af forsetaembætti Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Flokksfélagar Jakobs Zuma vilja losna við hann. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. VÍSIR/EPA Suður-Afríka Afríska þjóðarráðið hefur formlega krafist þess að Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segi af sér. Þetta staðfestir háttsettur flokksmaður í samtali við fréttastofu BBC. Ákvörðunin um að krefjast afsagnar var tekin í kjölfar maraþonfundar í forystu flokksins. Zuma er 75 ára gamall. Hann hefur samþykkt að víkja úr embætti á næstu þremur til sex mánuðum. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá árinu 2009. Undanfarið hefur hann sætt ásökunum um spillingu í embætti. Í desember síðastliðnum tók Cyril Ramaphosa við sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Allt frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á Zuma að láta af embætti forseta. Ace Magazchule, framkvæmdastjóri þjóðarráðsins, sagði fréttamönnum að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að afsögn Zuma ætti að verða sem fyrst. „Það er augljóst að við viljum að Ramaphosa taki við sem forseti Suður-Afríku,“ bætti hann við.Sjá einnig: Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Ramaphosa er sagður hafa yfirgefið fund flokksins og haldið á fund Zuma á heimili hans. Þar er hann sagður hafa tilkynnt Zuma að hann yrði settur af ef hann myndi ekki láta sjálfur af embætti. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. Til að mynda komst hæstiréttur Suður-Afríku að þeirri niðurstöðu árið 2016 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar hann lét fyrirfarast að endurgreiða opinbert fé sem notað var til þess að gera endurbætur á einkaheimili hans. Í fyrra komst áfrýjunardómstóll einnig að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í máli gegn honum vegna ásakana í átján liðum um spillingu, svik og peningaþvætti í tengslum við vopnaviðskipti árið 1999. Upp á síðkastið hafa síðan heyrst ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl milli Zuma og hinnar vellauðugu indverskættuðu Gupta-fjölskyldu. Fjölskyldan er sögð hafa haft óeðlileg áhrif á ríkisstjórn Zuma, en bæði forsetinn og fjölskyldan neita slíkum ásökunum. Stjórnmálaskýrendur segja að það yrði ákaflega erfitt fyrir Zuma að neita kröfu frá forystu flokksins um að segja af sér. Honum beri hins vegar ekki lagaleg skylda til þess að gera það. Tæknilega séð gæti hann haldið áfram að gegna störfum forseta þótt hann hefði ekki lengur stuðning flokks síns. Á hinn bóginn er vantrauststillaga á Zuma í farvatninu. Hún hefur verið tímasett 22. febrúar, en gæti komið fram fyrr. Zuma hefur áður staðið af sér slíkar atkvæðagreiðslur, en reiknað er með að hann myndi ekki standast slíka núna. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04 Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Suður-Afríka Afríska þjóðarráðið hefur formlega krafist þess að Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segi af sér. Þetta staðfestir háttsettur flokksmaður í samtali við fréttastofu BBC. Ákvörðunin um að krefjast afsagnar var tekin í kjölfar maraþonfundar í forystu flokksins. Zuma er 75 ára gamall. Hann hefur samþykkt að víkja úr embætti á næstu þremur til sex mánuðum. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá árinu 2009. Undanfarið hefur hann sætt ásökunum um spillingu í embætti. Í desember síðastliðnum tók Cyril Ramaphosa við sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Allt frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á Zuma að láta af embætti forseta. Ace Magazchule, framkvæmdastjóri þjóðarráðsins, sagði fréttamönnum að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að afsögn Zuma ætti að verða sem fyrst. „Það er augljóst að við viljum að Ramaphosa taki við sem forseti Suður-Afríku,“ bætti hann við.Sjá einnig: Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Ramaphosa er sagður hafa yfirgefið fund flokksins og haldið á fund Zuma á heimili hans. Þar er hann sagður hafa tilkynnt Zuma að hann yrði settur af ef hann myndi ekki láta sjálfur af embætti. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. Til að mynda komst hæstiréttur Suður-Afríku að þeirri niðurstöðu árið 2016 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar hann lét fyrirfarast að endurgreiða opinbert fé sem notað var til þess að gera endurbætur á einkaheimili hans. Í fyrra komst áfrýjunardómstóll einnig að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í máli gegn honum vegna ásakana í átján liðum um spillingu, svik og peningaþvætti í tengslum við vopnaviðskipti árið 1999. Upp á síðkastið hafa síðan heyrst ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl milli Zuma og hinnar vellauðugu indverskættuðu Gupta-fjölskyldu. Fjölskyldan er sögð hafa haft óeðlileg áhrif á ríkisstjórn Zuma, en bæði forsetinn og fjölskyldan neita slíkum ásökunum. Stjórnmálaskýrendur segja að það yrði ákaflega erfitt fyrir Zuma að neita kröfu frá forystu flokksins um að segja af sér. Honum beri hins vegar ekki lagaleg skylda til þess að gera það. Tæknilega séð gæti hann haldið áfram að gegna störfum forseta þótt hann hefði ekki lengur stuðning flokks síns. Á hinn bóginn er vantrauststillaga á Zuma í farvatninu. Hún hefur verið tímasett 22. febrúar, en gæti komið fram fyrr. Zuma hefur áður staðið af sér slíkar atkvæðagreiðslur, en reiknað er með að hann myndi ekki standast slíka núna.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04 Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35
Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04
Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53