Erlent

Eftirlifendur ferjuslyss fundust í Kyrrahafi

Kjartan Kjartansson skrifar
Áhöfn nýsjálenskrar björgunarflugvélar kom auga á björgunarbátinn.
Áhöfn nýsjálenskrar björgunarflugvélar kom auga á björgunarbátinn. Vísir/AFP

Sjö manns sem voru um borð í ferju sem hvarf við Kiribati-eyjaklasann fundust á björgunarbáti í Kyrrahafi. Fimmtíu manns voru um borð í ferjunni sem hvarf fyrir viku. Skip hefur verið sent til móts við fólkið.Varnarlið Nýja-Sjálands fann fólkið úr lofti. Neyðargögn og talstöð var látin svífa niður til fólksins og fiskiskip sem var í tæplega hundrað kílómetra fjarlægð var látið vita af því, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Ekki er vitað um afdrif annarra sem voru um borð í ferjunni en hún var búin tveimur björgunarbátum. Ferjan lagði upp frá  Nonouti-eyju 18. janúar og var á leið til Betio-eyju. Ferðin átti að taka tvo daga. Ekkert hefur hins vegar spurst til ferjunnar.Leit að fleiri eftirlifendum verður haldið áfram. Nýja-Sjáland og Fídjíeyjar hafa aðstoðað við leitina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.