Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 09:33 Alex Jones þarf að kveðja Twitter í bili. Hann hefur meðal annars staðhæft að bandarísk stjórnvöld hafi staðið að baki hryðjuverkunum 11. september árið 2001. Vísir/samsett Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa bannað Alex Jones, alræmdum samsæriskenningasmiði, að deila efni á miðlinum í viku. Þeir greindu þó ekki frá því hvað það var sem Jones gerði til að vera bannaður. Twitter hafði verið gagnrýnt harðlega fyrir að fylgja ekki fordæmi annarra tæknifyrirtækja og gera Jones útlægan. Jones rekur vefsíðuna Infowars þar sem hann hefur deilt vanstilltum samsæriskenningum undanfarin ár. Þar hefur hann til að mynda logið að aðdáendum sínum að fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafi verið sett á svið með leikurum. Samsæriskenningar Jones hafa meðal annars orðið til þess að foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook hafa mátt þola níð á netinu og í persónu. Það varð meðal annars til þess að stór tæknifyrirtæki eins og Facebook, Google og Apple ákváðu að loka reikningum Jones og Infowars. Jake Dorsey, forstjóri Twitter, vildi hins vegar ekki fylgja í fótspor fyrirtækjanna. Sagði hann að Jones hefði ekki brotið gegn skilmálum Twitter. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Twitter hafi ekki staðfest hvers vegna Jones hafi verið bannaður nú. New York Times hafi hins vegar greint frá því að Jones hafi deilt myndbandi þar sem hann hvatti aðdáendur sína til þess að gera „orrusturifflana“ sína tilbúna. Samfélagsmiðlar Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa bannað Alex Jones, alræmdum samsæriskenningasmiði, að deila efni á miðlinum í viku. Þeir greindu þó ekki frá því hvað það var sem Jones gerði til að vera bannaður. Twitter hafði verið gagnrýnt harðlega fyrir að fylgja ekki fordæmi annarra tæknifyrirtækja og gera Jones útlægan. Jones rekur vefsíðuna Infowars þar sem hann hefur deilt vanstilltum samsæriskenningum undanfarin ár. Þar hefur hann til að mynda logið að aðdáendum sínum að fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafi verið sett á svið með leikurum. Samsæriskenningar Jones hafa meðal annars orðið til þess að foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook hafa mátt þola níð á netinu og í persónu. Það varð meðal annars til þess að stór tæknifyrirtæki eins og Facebook, Google og Apple ákváðu að loka reikningum Jones og Infowars. Jake Dorsey, forstjóri Twitter, vildi hins vegar ekki fylgja í fótspor fyrirtækjanna. Sagði hann að Jones hefði ekki brotið gegn skilmálum Twitter. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Twitter hafi ekki staðfest hvers vegna Jones hafi verið bannaður nú. New York Times hafi hins vegar greint frá því að Jones hafi deilt myndbandi þar sem hann hvatti aðdáendur sína til þess að gera „orrusturifflana“ sína tilbúna.
Samfélagsmiðlar Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14