Allt kapp lagt á að Perlan verði opnuð sem fyrst Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2018 19:32 Framkvæmdastjóri Perlu norðursins vonar að bruninn í Perlunni í gær tefji opnun mikillar sýningar um náttúru Íslands aðeins um örfáa daga. Unnið var að hreinsun í dag og voru allar vörur Rammagerðarinnar í húsinu meðal annars fjarlægðar úr hillum vegna reykjarlyktar. Allur tiltækur mannafli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallaður að Perlunni í gær þegar eldur kom upp í einum tanki hennar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum. Um tvöhundruð manns var gert að yfirgefa bygginguna og tók það slökkvilið um átta klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hér á annarri hæð Perlunnar má sjá hvar eldurinn læsti sig í klæðningu í einum tanki hússins. En slökkviliðinu reyndist erfitt að komast að rótum eldsins inni í klæðningunni. Húsið var vaktað af slökkviliði til um klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu náttúrunnar segir að þegar slökkvistarfi var lokið hafi þegar verið byrjað að dæla miklu magni af vatni út úr Perlunni. En betur fór en á horfðist í brunanum meðal annars í sal undir brunastaðnum sem hýsir jarðfræðihluta sýningarinnar; Undur íslenskrar náttúru.Þetta er lán í óláni í raun og veru?„Það er bara ævintýri að þetta hafi endað svona. Miðað við hvað var mikið vatn hér fyrir ofan og hvað mikið vatn kom í rýmið. Það er ótrúlegt að skjávarparnir séu nánast í lagi. Eina sem þarf að laga er gólfið og einn veggur,“ segir Gunnar. Hann þakkar slökkviliði og lögreglu sem með faglegum vinnubrögðum hafi tryggt að ekki fór verr. En reykurinn olli meðal annars tjóni á vörum Rammagerðarinnar á efri hæð Perlunnar og var starfsfólk verslunarinnar í óða önn að fjarlægja allar vörur þaðan í dag. Þegar ég talaði við þig hér fyrir utan í gær þegar slökkvilið var að störfum varstu nú svolítið kvíðinn ekki rétt? „Ég var ofsalega stressaður í gær. Ég held að það hafi ekki munað rosalega miklu í gær. Það voru mjög taugastrekkjandi mínútur að horfa á húsið eins og það var. Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar. Og það er ekki að undra því Gunnar og félagar hans hafa fjárfest fyrir um tvo milljarða í metnaðarfulltri sýningu á náttúru íslands í Perlunni sem meiningin var að opna formlega á fimmtudag í næstu viku. Gunnar vonar að opnunin tefjist ekki um meira en nokkra daga og hægt verði að opna sýninguna í lok næstu viku. „Okkar markmið er að opna Perluna eins skjótt og hægt er. Við viljum hafa Perluna hundrað prósent. Við viljum ekki að gestir komi inn og finni lykt. Þannig að við erum að reyna eins og við getum. Í húsinu eru að vinna sextíu til sjötíu manns í dag við að tappa út lyktinni og taka ruslið út. Þannig að vonandi tekst okkur að opna á föstudaginn í næstu viku, kannski á laugardaginn. Bara eins fljótt og verða má,“ segir Gunnar Gunnarsson. Tengdar fréttir Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Framkvæmdastjóri Perlu norðursins vonar að bruninn í Perlunni í gær tefji opnun mikillar sýningar um náttúru Íslands aðeins um örfáa daga. Unnið var að hreinsun í dag og voru allar vörur Rammagerðarinnar í húsinu meðal annars fjarlægðar úr hillum vegna reykjarlyktar. Allur tiltækur mannafli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallaður að Perlunni í gær þegar eldur kom upp í einum tanki hennar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum. Um tvöhundruð manns var gert að yfirgefa bygginguna og tók það slökkvilið um átta klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hér á annarri hæð Perlunnar má sjá hvar eldurinn læsti sig í klæðningu í einum tanki hússins. En slökkviliðinu reyndist erfitt að komast að rótum eldsins inni í klæðningunni. Húsið var vaktað af slökkviliði til um klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu náttúrunnar segir að þegar slökkvistarfi var lokið hafi þegar verið byrjað að dæla miklu magni af vatni út úr Perlunni. En betur fór en á horfðist í brunanum meðal annars í sal undir brunastaðnum sem hýsir jarðfræðihluta sýningarinnar; Undur íslenskrar náttúru.Þetta er lán í óláni í raun og veru?„Það er bara ævintýri að þetta hafi endað svona. Miðað við hvað var mikið vatn hér fyrir ofan og hvað mikið vatn kom í rýmið. Það er ótrúlegt að skjávarparnir séu nánast í lagi. Eina sem þarf að laga er gólfið og einn veggur,“ segir Gunnar. Hann þakkar slökkviliði og lögreglu sem með faglegum vinnubrögðum hafi tryggt að ekki fór verr. En reykurinn olli meðal annars tjóni á vörum Rammagerðarinnar á efri hæð Perlunnar og var starfsfólk verslunarinnar í óða önn að fjarlægja allar vörur þaðan í dag. Þegar ég talaði við þig hér fyrir utan í gær þegar slökkvilið var að störfum varstu nú svolítið kvíðinn ekki rétt? „Ég var ofsalega stressaður í gær. Ég held að það hafi ekki munað rosalega miklu í gær. Það voru mjög taugastrekkjandi mínútur að horfa á húsið eins og það var. Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar. Og það er ekki að undra því Gunnar og félagar hans hafa fjárfest fyrir um tvo milljarða í metnaðarfulltri sýningu á náttúru íslands í Perlunni sem meiningin var að opna formlega á fimmtudag í næstu viku. Gunnar vonar að opnunin tefjist ekki um meira en nokkra daga og hægt verði að opna sýninguna í lok næstu viku. „Okkar markmið er að opna Perluna eins skjótt og hægt er. Við viljum hafa Perluna hundrað prósent. Við viljum ekki að gestir komi inn og finni lykt. Þannig að við erum að reyna eins og við getum. Í húsinu eru að vinna sextíu til sjötíu manns í dag við að tappa út lyktinni og taka ruslið út. Þannig að vonandi tekst okkur að opna á föstudaginn í næstu viku, kannski á laugardaginn. Bara eins fljótt og verða má,“ segir Gunnar Gunnarsson.
Tengdar fréttir Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02
Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46
Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00