Allt kapp lagt á að Perlan verði opnuð sem fyrst Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2018 19:32 Framkvæmdastjóri Perlu norðursins vonar að bruninn í Perlunni í gær tefji opnun mikillar sýningar um náttúru Íslands aðeins um örfáa daga. Unnið var að hreinsun í dag og voru allar vörur Rammagerðarinnar í húsinu meðal annars fjarlægðar úr hillum vegna reykjarlyktar. Allur tiltækur mannafli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallaður að Perlunni í gær þegar eldur kom upp í einum tanki hennar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum. Um tvöhundruð manns var gert að yfirgefa bygginguna og tók það slökkvilið um átta klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hér á annarri hæð Perlunnar má sjá hvar eldurinn læsti sig í klæðningu í einum tanki hússins. En slökkviliðinu reyndist erfitt að komast að rótum eldsins inni í klæðningunni. Húsið var vaktað af slökkviliði til um klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu náttúrunnar segir að þegar slökkvistarfi var lokið hafi þegar verið byrjað að dæla miklu magni af vatni út úr Perlunni. En betur fór en á horfðist í brunanum meðal annars í sal undir brunastaðnum sem hýsir jarðfræðihluta sýningarinnar; Undur íslenskrar náttúru.Þetta er lán í óláni í raun og veru?„Það er bara ævintýri að þetta hafi endað svona. Miðað við hvað var mikið vatn hér fyrir ofan og hvað mikið vatn kom í rýmið. Það er ótrúlegt að skjávarparnir séu nánast í lagi. Eina sem þarf að laga er gólfið og einn veggur,“ segir Gunnar. Hann þakkar slökkviliði og lögreglu sem með faglegum vinnubrögðum hafi tryggt að ekki fór verr. En reykurinn olli meðal annars tjóni á vörum Rammagerðarinnar á efri hæð Perlunnar og var starfsfólk verslunarinnar í óða önn að fjarlægja allar vörur þaðan í dag. Þegar ég talaði við þig hér fyrir utan í gær þegar slökkvilið var að störfum varstu nú svolítið kvíðinn ekki rétt? „Ég var ofsalega stressaður í gær. Ég held að það hafi ekki munað rosalega miklu í gær. Það voru mjög taugastrekkjandi mínútur að horfa á húsið eins og það var. Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar. Og það er ekki að undra því Gunnar og félagar hans hafa fjárfest fyrir um tvo milljarða í metnaðarfulltri sýningu á náttúru íslands í Perlunni sem meiningin var að opna formlega á fimmtudag í næstu viku. Gunnar vonar að opnunin tefjist ekki um meira en nokkra daga og hægt verði að opna sýninguna í lok næstu viku. „Okkar markmið er að opna Perluna eins skjótt og hægt er. Við viljum hafa Perluna hundrað prósent. Við viljum ekki að gestir komi inn og finni lykt. Þannig að við erum að reyna eins og við getum. Í húsinu eru að vinna sextíu til sjötíu manns í dag við að tappa út lyktinni og taka ruslið út. Þannig að vonandi tekst okkur að opna á föstudaginn í næstu viku, kannski á laugardaginn. Bara eins fljótt og verða má,“ segir Gunnar Gunnarsson. Tengdar fréttir Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Perlu norðursins vonar að bruninn í Perlunni í gær tefji opnun mikillar sýningar um náttúru Íslands aðeins um örfáa daga. Unnið var að hreinsun í dag og voru allar vörur Rammagerðarinnar í húsinu meðal annars fjarlægðar úr hillum vegna reykjarlyktar. Allur tiltækur mannafli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallaður að Perlunni í gær þegar eldur kom upp í einum tanki hennar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum. Um tvöhundruð manns var gert að yfirgefa bygginguna og tók það slökkvilið um átta klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hér á annarri hæð Perlunnar má sjá hvar eldurinn læsti sig í klæðningu í einum tanki hússins. En slökkviliðinu reyndist erfitt að komast að rótum eldsins inni í klæðningunni. Húsið var vaktað af slökkviliði til um klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu náttúrunnar segir að þegar slökkvistarfi var lokið hafi þegar verið byrjað að dæla miklu magni af vatni út úr Perlunni. En betur fór en á horfðist í brunanum meðal annars í sal undir brunastaðnum sem hýsir jarðfræðihluta sýningarinnar; Undur íslenskrar náttúru.Þetta er lán í óláni í raun og veru?„Það er bara ævintýri að þetta hafi endað svona. Miðað við hvað var mikið vatn hér fyrir ofan og hvað mikið vatn kom í rýmið. Það er ótrúlegt að skjávarparnir séu nánast í lagi. Eina sem þarf að laga er gólfið og einn veggur,“ segir Gunnar. Hann þakkar slökkviliði og lögreglu sem með faglegum vinnubrögðum hafi tryggt að ekki fór verr. En reykurinn olli meðal annars tjóni á vörum Rammagerðarinnar á efri hæð Perlunnar og var starfsfólk verslunarinnar í óða önn að fjarlægja allar vörur þaðan í dag. Þegar ég talaði við þig hér fyrir utan í gær þegar slökkvilið var að störfum varstu nú svolítið kvíðinn ekki rétt? „Ég var ofsalega stressaður í gær. Ég held að það hafi ekki munað rosalega miklu í gær. Það voru mjög taugastrekkjandi mínútur að horfa á húsið eins og það var. Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar. Og það er ekki að undra því Gunnar og félagar hans hafa fjárfest fyrir um tvo milljarða í metnaðarfulltri sýningu á náttúru íslands í Perlunni sem meiningin var að opna formlega á fimmtudag í næstu viku. Gunnar vonar að opnunin tefjist ekki um meira en nokkra daga og hægt verði að opna sýninguna í lok næstu viku. „Okkar markmið er að opna Perluna eins skjótt og hægt er. Við viljum hafa Perluna hundrað prósent. Við viljum ekki að gestir komi inn og finni lykt. Þannig að við erum að reyna eins og við getum. Í húsinu eru að vinna sextíu til sjötíu manns í dag við að tappa út lyktinni og taka ruslið út. Þannig að vonandi tekst okkur að opna á föstudaginn í næstu viku, kannski á laugardaginn. Bara eins fljótt og verða má,“ segir Gunnar Gunnarsson.
Tengdar fréttir Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02
Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46
Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00