Allt kapp lagt á að Perlan verði opnuð sem fyrst Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2018 19:32 Framkvæmdastjóri Perlu norðursins vonar að bruninn í Perlunni í gær tefji opnun mikillar sýningar um náttúru Íslands aðeins um örfáa daga. Unnið var að hreinsun í dag og voru allar vörur Rammagerðarinnar í húsinu meðal annars fjarlægðar úr hillum vegna reykjarlyktar. Allur tiltækur mannafli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallaður að Perlunni í gær þegar eldur kom upp í einum tanki hennar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum. Um tvöhundruð manns var gert að yfirgefa bygginguna og tók það slökkvilið um átta klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hér á annarri hæð Perlunnar má sjá hvar eldurinn læsti sig í klæðningu í einum tanki hússins. En slökkviliðinu reyndist erfitt að komast að rótum eldsins inni í klæðningunni. Húsið var vaktað af slökkviliði til um klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu náttúrunnar segir að þegar slökkvistarfi var lokið hafi þegar verið byrjað að dæla miklu magni af vatni út úr Perlunni. En betur fór en á horfðist í brunanum meðal annars í sal undir brunastaðnum sem hýsir jarðfræðihluta sýningarinnar; Undur íslenskrar náttúru.Þetta er lán í óláni í raun og veru?„Það er bara ævintýri að þetta hafi endað svona. Miðað við hvað var mikið vatn hér fyrir ofan og hvað mikið vatn kom í rýmið. Það er ótrúlegt að skjávarparnir séu nánast í lagi. Eina sem þarf að laga er gólfið og einn veggur,“ segir Gunnar. Hann þakkar slökkviliði og lögreglu sem með faglegum vinnubrögðum hafi tryggt að ekki fór verr. En reykurinn olli meðal annars tjóni á vörum Rammagerðarinnar á efri hæð Perlunnar og var starfsfólk verslunarinnar í óða önn að fjarlægja allar vörur þaðan í dag. Þegar ég talaði við þig hér fyrir utan í gær þegar slökkvilið var að störfum varstu nú svolítið kvíðinn ekki rétt? „Ég var ofsalega stressaður í gær. Ég held að það hafi ekki munað rosalega miklu í gær. Það voru mjög taugastrekkjandi mínútur að horfa á húsið eins og það var. Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar. Og það er ekki að undra því Gunnar og félagar hans hafa fjárfest fyrir um tvo milljarða í metnaðarfulltri sýningu á náttúru íslands í Perlunni sem meiningin var að opna formlega á fimmtudag í næstu viku. Gunnar vonar að opnunin tefjist ekki um meira en nokkra daga og hægt verði að opna sýninguna í lok næstu viku. „Okkar markmið er að opna Perluna eins skjótt og hægt er. Við viljum hafa Perluna hundrað prósent. Við viljum ekki að gestir komi inn og finni lykt. Þannig að við erum að reyna eins og við getum. Í húsinu eru að vinna sextíu til sjötíu manns í dag við að tappa út lyktinni og taka ruslið út. Þannig að vonandi tekst okkur að opna á föstudaginn í næstu viku, kannski á laugardaginn. Bara eins fljótt og verða má,“ segir Gunnar Gunnarsson. Tengdar fréttir Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Perlu norðursins vonar að bruninn í Perlunni í gær tefji opnun mikillar sýningar um náttúru Íslands aðeins um örfáa daga. Unnið var að hreinsun í dag og voru allar vörur Rammagerðarinnar í húsinu meðal annars fjarlægðar úr hillum vegna reykjarlyktar. Allur tiltækur mannafli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallaður að Perlunni í gær þegar eldur kom upp í einum tanki hennar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum. Um tvöhundruð manns var gert að yfirgefa bygginguna og tók það slökkvilið um átta klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hér á annarri hæð Perlunnar má sjá hvar eldurinn læsti sig í klæðningu í einum tanki hússins. En slökkviliðinu reyndist erfitt að komast að rótum eldsins inni í klæðningunni. Húsið var vaktað af slökkviliði til um klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu náttúrunnar segir að þegar slökkvistarfi var lokið hafi þegar verið byrjað að dæla miklu magni af vatni út úr Perlunni. En betur fór en á horfðist í brunanum meðal annars í sal undir brunastaðnum sem hýsir jarðfræðihluta sýningarinnar; Undur íslenskrar náttúru.Þetta er lán í óláni í raun og veru?„Það er bara ævintýri að þetta hafi endað svona. Miðað við hvað var mikið vatn hér fyrir ofan og hvað mikið vatn kom í rýmið. Það er ótrúlegt að skjávarparnir séu nánast í lagi. Eina sem þarf að laga er gólfið og einn veggur,“ segir Gunnar. Hann þakkar slökkviliði og lögreglu sem með faglegum vinnubrögðum hafi tryggt að ekki fór verr. En reykurinn olli meðal annars tjóni á vörum Rammagerðarinnar á efri hæð Perlunnar og var starfsfólk verslunarinnar í óða önn að fjarlægja allar vörur þaðan í dag. Þegar ég talaði við þig hér fyrir utan í gær þegar slökkvilið var að störfum varstu nú svolítið kvíðinn ekki rétt? „Ég var ofsalega stressaður í gær. Ég held að það hafi ekki munað rosalega miklu í gær. Það voru mjög taugastrekkjandi mínútur að horfa á húsið eins og það var. Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar. Og það er ekki að undra því Gunnar og félagar hans hafa fjárfest fyrir um tvo milljarða í metnaðarfulltri sýningu á náttúru íslands í Perlunni sem meiningin var að opna formlega á fimmtudag í næstu viku. Gunnar vonar að opnunin tefjist ekki um meira en nokkra daga og hægt verði að opna sýninguna í lok næstu viku. „Okkar markmið er að opna Perluna eins skjótt og hægt er. Við viljum hafa Perluna hundrað prósent. Við viljum ekki að gestir komi inn og finni lykt. Þannig að við erum að reyna eins og við getum. Í húsinu eru að vinna sextíu til sjötíu manns í dag við að tappa út lyktinni og taka ruslið út. Þannig að vonandi tekst okkur að opna á föstudaginn í næstu viku, kannski á laugardaginn. Bara eins fljótt og verða má,“ segir Gunnar Gunnarsson.
Tengdar fréttir Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02
Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46
Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00