Allt kapp lagt á að Perlan verði opnuð sem fyrst Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2018 19:32 Framkvæmdastjóri Perlu norðursins vonar að bruninn í Perlunni í gær tefji opnun mikillar sýningar um náttúru Íslands aðeins um örfáa daga. Unnið var að hreinsun í dag og voru allar vörur Rammagerðarinnar í húsinu meðal annars fjarlægðar úr hillum vegna reykjarlyktar. Allur tiltækur mannafli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallaður að Perlunni í gær þegar eldur kom upp í einum tanki hennar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum. Um tvöhundruð manns var gert að yfirgefa bygginguna og tók það slökkvilið um átta klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hér á annarri hæð Perlunnar má sjá hvar eldurinn læsti sig í klæðningu í einum tanki hússins. En slökkviliðinu reyndist erfitt að komast að rótum eldsins inni í klæðningunni. Húsið var vaktað af slökkviliði til um klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu náttúrunnar segir að þegar slökkvistarfi var lokið hafi þegar verið byrjað að dæla miklu magni af vatni út úr Perlunni. En betur fór en á horfðist í brunanum meðal annars í sal undir brunastaðnum sem hýsir jarðfræðihluta sýningarinnar; Undur íslenskrar náttúru.Þetta er lán í óláni í raun og veru?„Það er bara ævintýri að þetta hafi endað svona. Miðað við hvað var mikið vatn hér fyrir ofan og hvað mikið vatn kom í rýmið. Það er ótrúlegt að skjávarparnir séu nánast í lagi. Eina sem þarf að laga er gólfið og einn veggur,“ segir Gunnar. Hann þakkar slökkviliði og lögreglu sem með faglegum vinnubrögðum hafi tryggt að ekki fór verr. En reykurinn olli meðal annars tjóni á vörum Rammagerðarinnar á efri hæð Perlunnar og var starfsfólk verslunarinnar í óða önn að fjarlægja allar vörur þaðan í dag. Þegar ég talaði við þig hér fyrir utan í gær þegar slökkvilið var að störfum varstu nú svolítið kvíðinn ekki rétt? „Ég var ofsalega stressaður í gær. Ég held að það hafi ekki munað rosalega miklu í gær. Það voru mjög taugastrekkjandi mínútur að horfa á húsið eins og það var. Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar. Og það er ekki að undra því Gunnar og félagar hans hafa fjárfest fyrir um tvo milljarða í metnaðarfulltri sýningu á náttúru íslands í Perlunni sem meiningin var að opna formlega á fimmtudag í næstu viku. Gunnar vonar að opnunin tefjist ekki um meira en nokkra daga og hægt verði að opna sýninguna í lok næstu viku. „Okkar markmið er að opna Perluna eins skjótt og hægt er. Við viljum hafa Perluna hundrað prósent. Við viljum ekki að gestir komi inn og finni lykt. Þannig að við erum að reyna eins og við getum. Í húsinu eru að vinna sextíu til sjötíu manns í dag við að tappa út lyktinni og taka ruslið út. Þannig að vonandi tekst okkur að opna á föstudaginn í næstu viku, kannski á laugardaginn. Bara eins fljótt og verða má,“ segir Gunnar Gunnarsson. Tengdar fréttir Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Framkvæmdastjóri Perlu norðursins vonar að bruninn í Perlunni í gær tefji opnun mikillar sýningar um náttúru Íslands aðeins um örfáa daga. Unnið var að hreinsun í dag og voru allar vörur Rammagerðarinnar í húsinu meðal annars fjarlægðar úr hillum vegna reykjarlyktar. Allur tiltækur mannafli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallaður að Perlunni í gær þegar eldur kom upp í einum tanki hennar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum. Um tvöhundruð manns var gert að yfirgefa bygginguna og tók það slökkvilið um átta klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hér á annarri hæð Perlunnar má sjá hvar eldurinn læsti sig í klæðningu í einum tanki hússins. En slökkviliðinu reyndist erfitt að komast að rótum eldsins inni í klæðningunni. Húsið var vaktað af slökkviliði til um klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu náttúrunnar segir að þegar slökkvistarfi var lokið hafi þegar verið byrjað að dæla miklu magni af vatni út úr Perlunni. En betur fór en á horfðist í brunanum meðal annars í sal undir brunastaðnum sem hýsir jarðfræðihluta sýningarinnar; Undur íslenskrar náttúru.Þetta er lán í óláni í raun og veru?„Það er bara ævintýri að þetta hafi endað svona. Miðað við hvað var mikið vatn hér fyrir ofan og hvað mikið vatn kom í rýmið. Það er ótrúlegt að skjávarparnir séu nánast í lagi. Eina sem þarf að laga er gólfið og einn veggur,“ segir Gunnar. Hann þakkar slökkviliði og lögreglu sem með faglegum vinnubrögðum hafi tryggt að ekki fór verr. En reykurinn olli meðal annars tjóni á vörum Rammagerðarinnar á efri hæð Perlunnar og var starfsfólk verslunarinnar í óða önn að fjarlægja allar vörur þaðan í dag. Þegar ég talaði við þig hér fyrir utan í gær þegar slökkvilið var að störfum varstu nú svolítið kvíðinn ekki rétt? „Ég var ofsalega stressaður í gær. Ég held að það hafi ekki munað rosalega miklu í gær. Það voru mjög taugastrekkjandi mínútur að horfa á húsið eins og það var. Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar. Og það er ekki að undra því Gunnar og félagar hans hafa fjárfest fyrir um tvo milljarða í metnaðarfulltri sýningu á náttúru íslands í Perlunni sem meiningin var að opna formlega á fimmtudag í næstu viku. Gunnar vonar að opnunin tefjist ekki um meira en nokkra daga og hægt verði að opna sýninguna í lok næstu viku. „Okkar markmið er að opna Perluna eins skjótt og hægt er. Við viljum hafa Perluna hundrað prósent. Við viljum ekki að gestir komi inn og finni lykt. Þannig að við erum að reyna eins og við getum. Í húsinu eru að vinna sextíu til sjötíu manns í dag við að tappa út lyktinni og taka ruslið út. Þannig að vonandi tekst okkur að opna á föstudaginn í næstu viku, kannski á laugardaginn. Bara eins fljótt og verða má,“ segir Gunnar Gunnarsson.
Tengdar fréttir Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02
Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46
Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00