Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2018 13:00 Þessi mynd var tekin inni í Perlunni í morgun og sýnir ansi vel skemmdirnar sem urðu þar inni. mynd/Þórhildur Rán Torfadóttir Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. Slökkvilið var að störfum vegna brunans í um tólf klukkustundir. Perlan verður lokuð í einhverja daga vegna brunans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðins var með hámarks viðbúnað þegar eldur kom upp í klæðningu í einum tankanna við Perluna um klukkan hálf þrjú í gær. Allur tiltækur mannafli og tæki voru send á staðinn en erfitt var að komast að rótum eldsins sem leyndist á bakvið klæðningar í tanknum. Slökkvistarfi lauk um klukkan ellefu í gærkvöldi en slökkviliðsmenn voru með vakt við húsið til klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, sem leigir jarðhæð Perlunnar segir að skemmdir hafi sem betur fer reynst minni en hann óttaðist í gær en skemmdir séu vegna vatns og reyks. „Það er lykt í húsinu. Við höfum það markmið að opna hér sýningu á heimsmælikvarða og munum ekki opna húsið ef það er lykt í því. Þannig að við viljum tryggja að upplifun gesta sé 100 prósent,“ segir Gunnar. Þetta muni tefja opnun sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru lítillega en vonandi takist samt að opna hana næstkomandi föstudag. „Ef lyktin er farin opnum við húsið um leið. Perlan er lykil mannvirki í Reykjavík. Þetta er hús sem getur ekki verið lokað.“ Það var verið að vinna inni í tanknum að stjörnumiðstöðinni ykkar. Mun þetta tefja það verk mikið? „Nei, ekkert. Við stefnum að því að opna stjörnuver Perlunnar á haustmánuðum. Við stefndum að 1. október og ætlum að halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Gunnar. Þegar eldurinn kom upp í gær hafði Gunnar miklar áhyggjur af dýrum búnaði sem tengist sýningum í Perlunni og metinn er á um tvo milljarða króna. En unnið er að uppsetningu mikillar sýningar í húsinu, meðal annars stjörnumiðstöðvar í tanknum þar sem eldurinn kom upp.Slapp hann eða urðu skemmdir á hluta hans? „Það lítur út fyrir að mestur hluti búnaðarins sé í lagi. Hins vegar er það þannig að þegar reykur fer inn í skjávarpa og skjávarpar eru ekki vinur vatns, vitum við aldrei hvernig fer. Við erum að fara að kveikja á græjunum okkar á eftir. Ég get ekki sagt nákvæmlega um stöðuna á skjávörpunum en allur okkar aðaltölvubúnaður virðist vera í lagi og lang stærsti hluti sýningarinnar er í lagi.“Er búið að dæla öllu vatni út? Þetta var auðvitað mikið magn af vatni sem fór þarna inn? „Já. Öllu vatni var dælt út í nótt,“ segir Gunnar Gunnarsson. Tengdar fréttir Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. Slökkvilið var að störfum vegna brunans í um tólf klukkustundir. Perlan verður lokuð í einhverja daga vegna brunans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðins var með hámarks viðbúnað þegar eldur kom upp í klæðningu í einum tankanna við Perluna um klukkan hálf þrjú í gær. Allur tiltækur mannafli og tæki voru send á staðinn en erfitt var að komast að rótum eldsins sem leyndist á bakvið klæðningar í tanknum. Slökkvistarfi lauk um klukkan ellefu í gærkvöldi en slökkviliðsmenn voru með vakt við húsið til klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, sem leigir jarðhæð Perlunnar segir að skemmdir hafi sem betur fer reynst minni en hann óttaðist í gær en skemmdir séu vegna vatns og reyks. „Það er lykt í húsinu. Við höfum það markmið að opna hér sýningu á heimsmælikvarða og munum ekki opna húsið ef það er lykt í því. Þannig að við viljum tryggja að upplifun gesta sé 100 prósent,“ segir Gunnar. Þetta muni tefja opnun sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru lítillega en vonandi takist samt að opna hana næstkomandi föstudag. „Ef lyktin er farin opnum við húsið um leið. Perlan er lykil mannvirki í Reykjavík. Þetta er hús sem getur ekki verið lokað.“ Það var verið að vinna inni í tanknum að stjörnumiðstöðinni ykkar. Mun þetta tefja það verk mikið? „Nei, ekkert. Við stefnum að því að opna stjörnuver Perlunnar á haustmánuðum. Við stefndum að 1. október og ætlum að halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Gunnar. Þegar eldurinn kom upp í gær hafði Gunnar miklar áhyggjur af dýrum búnaði sem tengist sýningum í Perlunni og metinn er á um tvo milljarða króna. En unnið er að uppsetningu mikillar sýningar í húsinu, meðal annars stjörnumiðstöðvar í tanknum þar sem eldurinn kom upp.Slapp hann eða urðu skemmdir á hluta hans? „Það lítur út fyrir að mestur hluti búnaðarins sé í lagi. Hins vegar er það þannig að þegar reykur fer inn í skjávarpa og skjávarpar eru ekki vinur vatns, vitum við aldrei hvernig fer. Við erum að fara að kveikja á græjunum okkar á eftir. Ég get ekki sagt nákvæmlega um stöðuna á skjávörpunum en allur okkar aðaltölvubúnaður virðist vera í lagi og lang stærsti hluti sýningarinnar er í lagi.“Er búið að dæla öllu vatni út? Þetta var auðvitað mikið magn af vatni sem fór þarna inn? „Já. Öllu vatni var dælt út í nótt,“ segir Gunnar Gunnarsson.
Tengdar fréttir Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30
Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46