Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2018 13:00 Þessi mynd var tekin inni í Perlunni í morgun og sýnir ansi vel skemmdirnar sem urðu þar inni. mynd/Þórhildur Rán Torfadóttir Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. Slökkvilið var að störfum vegna brunans í um tólf klukkustundir. Perlan verður lokuð í einhverja daga vegna brunans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðins var með hámarks viðbúnað þegar eldur kom upp í klæðningu í einum tankanna við Perluna um klukkan hálf þrjú í gær. Allur tiltækur mannafli og tæki voru send á staðinn en erfitt var að komast að rótum eldsins sem leyndist á bakvið klæðningar í tanknum. Slökkvistarfi lauk um klukkan ellefu í gærkvöldi en slökkviliðsmenn voru með vakt við húsið til klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, sem leigir jarðhæð Perlunnar segir að skemmdir hafi sem betur fer reynst minni en hann óttaðist í gær en skemmdir séu vegna vatns og reyks. „Það er lykt í húsinu. Við höfum það markmið að opna hér sýningu á heimsmælikvarða og munum ekki opna húsið ef það er lykt í því. Þannig að við viljum tryggja að upplifun gesta sé 100 prósent,“ segir Gunnar. Þetta muni tefja opnun sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru lítillega en vonandi takist samt að opna hana næstkomandi föstudag. „Ef lyktin er farin opnum við húsið um leið. Perlan er lykil mannvirki í Reykjavík. Þetta er hús sem getur ekki verið lokað.“ Það var verið að vinna inni í tanknum að stjörnumiðstöðinni ykkar. Mun þetta tefja það verk mikið? „Nei, ekkert. Við stefnum að því að opna stjörnuver Perlunnar á haustmánuðum. Við stefndum að 1. október og ætlum að halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Gunnar. Þegar eldurinn kom upp í gær hafði Gunnar miklar áhyggjur af dýrum búnaði sem tengist sýningum í Perlunni og metinn er á um tvo milljarða króna. En unnið er að uppsetningu mikillar sýningar í húsinu, meðal annars stjörnumiðstöðvar í tanknum þar sem eldurinn kom upp.Slapp hann eða urðu skemmdir á hluta hans? „Það lítur út fyrir að mestur hluti búnaðarins sé í lagi. Hins vegar er það þannig að þegar reykur fer inn í skjávarpa og skjávarpar eru ekki vinur vatns, vitum við aldrei hvernig fer. Við erum að fara að kveikja á græjunum okkar á eftir. Ég get ekki sagt nákvæmlega um stöðuna á skjávörpunum en allur okkar aðaltölvubúnaður virðist vera í lagi og lang stærsti hluti sýningarinnar er í lagi.“Er búið að dæla öllu vatni út? Þetta var auðvitað mikið magn af vatni sem fór þarna inn? „Já. Öllu vatni var dælt út í nótt,“ segir Gunnar Gunnarsson. Tengdar fréttir Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. Slökkvilið var að störfum vegna brunans í um tólf klukkustundir. Perlan verður lokuð í einhverja daga vegna brunans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðins var með hámarks viðbúnað þegar eldur kom upp í klæðningu í einum tankanna við Perluna um klukkan hálf þrjú í gær. Allur tiltækur mannafli og tæki voru send á staðinn en erfitt var að komast að rótum eldsins sem leyndist á bakvið klæðningar í tanknum. Slökkvistarfi lauk um klukkan ellefu í gærkvöldi en slökkviliðsmenn voru með vakt við húsið til klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, sem leigir jarðhæð Perlunnar segir að skemmdir hafi sem betur fer reynst minni en hann óttaðist í gær en skemmdir séu vegna vatns og reyks. „Það er lykt í húsinu. Við höfum það markmið að opna hér sýningu á heimsmælikvarða og munum ekki opna húsið ef það er lykt í því. Þannig að við viljum tryggja að upplifun gesta sé 100 prósent,“ segir Gunnar. Þetta muni tefja opnun sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru lítillega en vonandi takist samt að opna hana næstkomandi föstudag. „Ef lyktin er farin opnum við húsið um leið. Perlan er lykil mannvirki í Reykjavík. Þetta er hús sem getur ekki verið lokað.“ Það var verið að vinna inni í tanknum að stjörnumiðstöðinni ykkar. Mun þetta tefja það verk mikið? „Nei, ekkert. Við stefnum að því að opna stjörnuver Perlunnar á haustmánuðum. Við stefndum að 1. október og ætlum að halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Gunnar. Þegar eldurinn kom upp í gær hafði Gunnar miklar áhyggjur af dýrum búnaði sem tengist sýningum í Perlunni og metinn er á um tvo milljarða króna. En unnið er að uppsetningu mikillar sýningar í húsinu, meðal annars stjörnumiðstöðvar í tanknum þar sem eldurinn kom upp.Slapp hann eða urðu skemmdir á hluta hans? „Það lítur út fyrir að mestur hluti búnaðarins sé í lagi. Hins vegar er það þannig að þegar reykur fer inn í skjávarpa og skjávarpar eru ekki vinur vatns, vitum við aldrei hvernig fer. Við erum að fara að kveikja á græjunum okkar á eftir. Ég get ekki sagt nákvæmlega um stöðuna á skjávörpunum en allur okkar aðaltölvubúnaður virðist vera í lagi og lang stærsti hluti sýningarinnar er í lagi.“Er búið að dæla öllu vatni út? Þetta var auðvitað mikið magn af vatni sem fór þarna inn? „Já. Öllu vatni var dælt út í nótt,“ segir Gunnar Gunnarsson.
Tengdar fréttir Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30
Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46