Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 10:27 Macron Frakklandsforseti (t.h.) reynir nú að tala um fyrir Trump Bandaríkjaforseta (t.v.) um kjarnorkusamninginn við Íran. Vísir/AFP Yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans hótar því að Íranir gætu dregið sig út úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna ef Donald Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Trump hefur gert sig líklegan til að rifta samningnum sem fól í sér að refsiaðgerðum yrði aflétt af Íran gegn því að ráðamenn þar hættu við kjarnorkuframleiðslu sína. Hann hefur gefið Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að lagfæra það sem hann telur „hræðilega galla“ á samningnum. Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðs Írans, sagði á blaðamannafundi að það væri einn af þremur kostum sem írönsk stjórnvöld skoðuðu að hætta þátttöku í alþjóðlegu banni við útbreiðslu kjarnavopna ef Trump riftir kjarnorkusamningnum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Íran hefur átt aðild að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna frá 1970. Hassan Rouhani, forseti Írans, varaði Trump einnig við „alvarlegum afleiðingum“ þess að rifta samningnum frá 2015. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu samninginn við Íran. Bandamenn Bandaríkjamanna hafa undanfarið þrýst á Trump að rifta samningnum ekki. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og var búist við því að hann tæki málið upp við Trump. Eins er búist við þvi að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, geri slíkt það sama við Bandaríkjaforseta þegar þau hittast á föstudag. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans hótar því að Íranir gætu dregið sig út úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna ef Donald Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Trump hefur gert sig líklegan til að rifta samningnum sem fól í sér að refsiaðgerðum yrði aflétt af Íran gegn því að ráðamenn þar hættu við kjarnorkuframleiðslu sína. Hann hefur gefið Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að lagfæra það sem hann telur „hræðilega galla“ á samningnum. Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðs Írans, sagði á blaðamannafundi að það væri einn af þremur kostum sem írönsk stjórnvöld skoðuðu að hætta þátttöku í alþjóðlegu banni við útbreiðslu kjarnavopna ef Trump riftir kjarnorkusamningnum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Íran hefur átt aðild að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna frá 1970. Hassan Rouhani, forseti Írans, varaði Trump einnig við „alvarlegum afleiðingum“ þess að rifta samningnum frá 2015. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu samninginn við Íran. Bandamenn Bandaríkjamanna hafa undanfarið þrýst á Trump að rifta samningnum ekki. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og var búist við því að hann tæki málið upp við Trump. Eins er búist við þvi að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, geri slíkt það sama við Bandaríkjaforseta þegar þau hittast á föstudag.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02