Fujimori segir að fangelsið myndi ganga af honum dauðum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 22:38 Fujimori var forseti Perú frá 1990 til 2000. Hann var frameldur frá Japan árið 2007 og var síðar dæmdur fyrir mannréttindabrot og spillingu. Vísir/EPA Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, grátbað forseta landsins og dómara um að senda sig ekki aftur í fangelsi því það myndi ríða honum að fullu. Dómstóll felldi í gær úr gildi náðun sem fyrrverandi forseti veitti Fujimori í lok síðasta árs. Í myndbandsávarpi sem Fujimori, sem nú er áttræður, tók upp á heilsuhæli þar sem hann er til meðferðar bað hann yfirvöld um að nota sig ekki sem „pólitískt vopn“ þar sem hann hefði ekki „þrótt til að berjast á móti“. Fujimori afplánaði 25 ára fangelsisdóm fyrir mannréttindabrot og spillingu þangað til í desember þegar Pedro Pablo Kuzcynski, þáverandi forseti, náðaði hann af heilsufarsástæðum. Ásakanir voru um að Kuzcynski hafði náðað Fujimori til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks dóttur hans þegar vantraust vofði yfir honum í þinginu. Kuzcynski sagði af sér í mars vegna ásakana um atkvæðakaup. Náðunin var ógilt fyrir dómi í gær og skipaði dómari að Fujimori skyldi færður aftur í fangelsið. Lögmenn hans áfrýjuðu niðurstöðunni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vil biðja forseta lýðveldisins og meðlimi dómstóla um aðeins eitt: gerið það, drepið mig ekki. Ef ég fer aftur í fangelsi mun hjarta mitt ekki ráða við það. Það er of veikburða til að ganga í gegnum það sama aftur,“ sagði Fujimori í ávarpinu. Fujimori tók sér alræðisvald í Perú á 10. áratug síðustu aldar, að eigin sögn til að geta beitt sér af fullum krafti gegn uppreisnarsamtökunum Skínandi stíg. Í þeim tilgangi veitti hann dauðasveitum blessun sína til að myrða fólk án dóms og laga. Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40 Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, grátbað forseta landsins og dómara um að senda sig ekki aftur í fangelsi því það myndi ríða honum að fullu. Dómstóll felldi í gær úr gildi náðun sem fyrrverandi forseti veitti Fujimori í lok síðasta árs. Í myndbandsávarpi sem Fujimori, sem nú er áttræður, tók upp á heilsuhæli þar sem hann er til meðferðar bað hann yfirvöld um að nota sig ekki sem „pólitískt vopn“ þar sem hann hefði ekki „þrótt til að berjast á móti“. Fujimori afplánaði 25 ára fangelsisdóm fyrir mannréttindabrot og spillingu þangað til í desember þegar Pedro Pablo Kuzcynski, þáverandi forseti, náðaði hann af heilsufarsástæðum. Ásakanir voru um að Kuzcynski hafði náðað Fujimori til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks dóttur hans þegar vantraust vofði yfir honum í þinginu. Kuzcynski sagði af sér í mars vegna ásakana um atkvæðakaup. Náðunin var ógilt fyrir dómi í gær og skipaði dómari að Fujimori skyldi færður aftur í fangelsið. Lögmenn hans áfrýjuðu niðurstöðunni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vil biðja forseta lýðveldisins og meðlimi dómstóla um aðeins eitt: gerið það, drepið mig ekki. Ef ég fer aftur í fangelsi mun hjarta mitt ekki ráða við það. Það er of veikburða til að ganga í gegnum það sama aftur,“ sagði Fujimori í ávarpinu. Fujimori tók sér alræðisvald í Perú á 10. áratug síðustu aldar, að eigin sögn til að geta beitt sér af fullum krafti gegn uppreisnarsamtökunum Skínandi stíg. Í þeim tilgangi veitti hann dauðasveitum blessun sína til að myrða fólk án dóms og laga.
Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40 Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40
Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57
Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent