Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 22:40 Fujimori bar vitni í máli gegn fyrrverandi yfirmanna í stjórnarhernum fyrr á þessu ári. Hann er nú áttræður að aldri. Vísir/EPA Dómstóll í Perú hefur ógilt náðun sem Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti landsins, hlaut í desember í fyrra. Náðun Fujimori var afar umdeild og var talin hluti af valdatafli þáverandi forseta landsins sem reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni frá falli. Pedro Pablo Kuczynski, þáverandi forseti Perú, náðaði Fujimori af heilsufarsástæðum í desember. Ásakanir voru um að það hafi hann gert til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks sem dóttir Fujimori leiðir til að verja sig fyrir vantrausti á þingi. Nú hefur dómstóll úrskurðað að Fujimori skuli aftur í steininn. Féllst hann á áfrýjun samtaka fórnarlamba Fujimori. Lögmenn hans segja að hann muni reka málið áfram fyrir dómstólum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fujimori, sem nú er áttræður, hefur dúsað í fangelsi frá því hann var sakfelldur vegna mannréttindabrota og spillingar og dæmdur til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar. Hann var forseti Perú frá 1992 til 2000. Á þeim tíma leysti hann meðal annars þing landsins upp og tók sér alræðisvald, að eigin sögn til að kveða niður uppreisn maóistahreyfingarinnar Skínandi stígs. Í þeim tilgangi leyfði hann dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga. Fyrir það var hann sakfelldur árið 2009. Fujimori hlaut annan dóm tveimur árum síðar, þá fyrir spillingu. Kuczynski sagði af sér í mars vegna ásakana um að hann hefði keypt atkvæði. Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Dómstóll í Perú hefur ógilt náðun sem Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti landsins, hlaut í desember í fyrra. Náðun Fujimori var afar umdeild og var talin hluti af valdatafli þáverandi forseta landsins sem reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni frá falli. Pedro Pablo Kuczynski, þáverandi forseti Perú, náðaði Fujimori af heilsufarsástæðum í desember. Ásakanir voru um að það hafi hann gert til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks sem dóttir Fujimori leiðir til að verja sig fyrir vantrausti á þingi. Nú hefur dómstóll úrskurðað að Fujimori skuli aftur í steininn. Féllst hann á áfrýjun samtaka fórnarlamba Fujimori. Lögmenn hans segja að hann muni reka málið áfram fyrir dómstólum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fujimori, sem nú er áttræður, hefur dúsað í fangelsi frá því hann var sakfelldur vegna mannréttindabrota og spillingar og dæmdur til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar. Hann var forseti Perú frá 1992 til 2000. Á þeim tíma leysti hann meðal annars þing landsins upp og tók sér alræðisvald, að eigin sögn til að kveða niður uppreisn maóistahreyfingarinnar Skínandi stígs. Í þeim tilgangi leyfði hann dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga. Fyrir það var hann sakfelldur árið 2009. Fujimori hlaut annan dóm tveimur árum síðar, þá fyrir spillingu. Kuczynski sagði af sér í mars vegna ásakana um að hann hefði keypt atkvæði.
Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57
Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31