Incel hreyfingin: Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2018 21:00 „Óbreyttur Minassian fótgöngulið 00010. Óska eftir að ræða við 4Chan liðjálfa takk. C23249161. Incel uppreisinin er þegar hafin! Við munum steypa Chad og Stacy af stóli! Heill sé æðsta herramanninum Elliot Rodger.“ Svo hljóðar undarleg stöðuuppfærsla sem Alek Menassian setti á facebook vegg sinn áður en hann leigði hvítan sendiferðabíl og ók honum niður fjölmenna verslunargötu í miðborg Toronto með þeim afleiðingum að tíu manns létust og 15 særðust. Fyrir hinum hefðbundna notanda facebook er uppfærslan óskiljanleg en fyrir þeim sem þekkja helstu afkima internetsins kann þetta að þykja kunnuglegt. Incel samfélagið svokallaða er hluti af karlhvelinu svokallaða. Samheiti yfir þá sem aðhyllast hverskyns karlréttindi og stilla sér upp andspænis femínisma.„Incel hópurin innan karlhvelsins er kannski sá sem er hvað mest hatursfullur,“ segir Thomas Brorsen Smidt kynjafræðingur sem stundar nú doktorsnám sitt við Háskóla Íslands. „Incel stendur fyrir involuntary celibate (tilneyddur í skírlífi) og Incel er yfirleitt hvítur, gagnkynhneigður karlmaður sem trúir því að vangeta hans til að eiga í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur sé konunum að kenna“ Incel menn sem halda fyrst og fremst til á internetinu, á síðum eins og 4chan eða reddit, hafa margir hverjir skilgreint fyrirbærið sem einskonar félagslega stöðu eða stétt og núverandi samfélagsskipan þeim í óvil. Chad og Stacy eru þá uppnefni Incel manna á þeim sem skara fram úr á sviði tilhugalífsins. Uppnefnin svipa til fyrirliðans í fótboltaliðinu og yfirklappstýrunnar sem finna má í klisjukenndum amerískum bíómyndum. Chad og Stacy eru semsagt kynþokkaþokkafulla fólkið sem stundar kynlíf ólíkt Incel mönnunum. Á spjallþráðum Incel manna má sjá vilja þeirra til að ná sér niður á þessum einstaklingum. Steypa þeim af stóli líkt og Menassian orðar það í stöðuuppfærslu sinni og koma á réttlæti í þágu Incel manna. Thomas segir ákveðna tilætlunarsemi einkenna marga Incel menn. Ef þú kemur fram sem herramaður gagnvart konu eigir þú skilið að fá athygli eða jafnvel kynlíf. Eðli málsins samkvæmt er tilveran ögn flóknari en svo.Thomas Brorsen Schmidt, kynjafræðingur, segir Incel hreyfingin eina af öfgafyllstu birtingarmyndum karlréttindasinna.Mynd/Baldur„Þegar að það gengur ekki upp hjá þeim í hinum raunverulega heimi verða þeir reiðir og loka sig af í þessum bergmálsklefum á internetinu þar sem þeir geta deilt skoðunum sínum og fengið útblástur fyrir pirring sinn sem stundum leiðir af sér ofbeldi,“ segir hann. Incel hópurinn er fjarri því að vera skipulögð samtök á borð við ISIS en á það sameiginlegt með þeim samtökum að vera aðlaðandi fyrir félagslega einangraða menn sem telja sig upp á kant við samfélagið. Ekki allir innan samfélagsins myndu hneygjast til ofbeldis þó að á spjallborðum megi finna fyrirlitlegan kvenhatur þar sem jafnvel er hvatt til nauðgana. Þrátt fyrir að fæstir í Incel samfélaginu myndu grípa til þess að beita ofbeldi er meðvirknin gagnvart hryðjuverkum Rodger og Menassian ærandi. „Það eru vissulega bara tvö tilfelli þar sem Incel fólk hefur framið voðaverk,“ segir Thomas. „En ef þú ferð aftur til dagsins þegar Elliot Rodger, einn Icel mannana sem drap fjölda fólks og svo sjálfan sig, gat maður séð að hann hafði áður lýst því yfir á innan samfélagsins á netinu hvað hann hafði í hyggju. Fáeinir spurðu hvort að það ætti að hringja á lögregluna en meirihlutinn sagði: „Nei. Sjáum hvað gerist og leyfum honum að gera það sem hann þarf að gera fyrir málstaðinn.“ Þannig að þetta eru ekki alveg menn sem eru einir á ferð þar sem þeir voru hvattir áfram af samfélaginu á netinu.“ Í huga Thomas er miklvægt að draga úr því sem oft er kölluð eitruð karlmennska. Hún sé ein undirrót öfgavæðinga þessara félagslega einangruðu karlmanna. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
„Óbreyttur Minassian fótgöngulið 00010. Óska eftir að ræða við 4Chan liðjálfa takk. C23249161. Incel uppreisinin er þegar hafin! Við munum steypa Chad og Stacy af stóli! Heill sé æðsta herramanninum Elliot Rodger.“ Svo hljóðar undarleg stöðuuppfærsla sem Alek Menassian setti á facebook vegg sinn áður en hann leigði hvítan sendiferðabíl og ók honum niður fjölmenna verslunargötu í miðborg Toronto með þeim afleiðingum að tíu manns létust og 15 særðust. Fyrir hinum hefðbundna notanda facebook er uppfærslan óskiljanleg en fyrir þeim sem þekkja helstu afkima internetsins kann þetta að þykja kunnuglegt. Incel samfélagið svokallaða er hluti af karlhvelinu svokallaða. Samheiti yfir þá sem aðhyllast hverskyns karlréttindi og stilla sér upp andspænis femínisma.„Incel hópurin innan karlhvelsins er kannski sá sem er hvað mest hatursfullur,“ segir Thomas Brorsen Smidt kynjafræðingur sem stundar nú doktorsnám sitt við Háskóla Íslands. „Incel stendur fyrir involuntary celibate (tilneyddur í skírlífi) og Incel er yfirleitt hvítur, gagnkynhneigður karlmaður sem trúir því að vangeta hans til að eiga í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur sé konunum að kenna“ Incel menn sem halda fyrst og fremst til á internetinu, á síðum eins og 4chan eða reddit, hafa margir hverjir skilgreint fyrirbærið sem einskonar félagslega stöðu eða stétt og núverandi samfélagsskipan þeim í óvil. Chad og Stacy eru þá uppnefni Incel manna á þeim sem skara fram úr á sviði tilhugalífsins. Uppnefnin svipa til fyrirliðans í fótboltaliðinu og yfirklappstýrunnar sem finna má í klisjukenndum amerískum bíómyndum. Chad og Stacy eru semsagt kynþokkaþokkafulla fólkið sem stundar kynlíf ólíkt Incel mönnunum. Á spjallþráðum Incel manna má sjá vilja þeirra til að ná sér niður á þessum einstaklingum. Steypa þeim af stóli líkt og Menassian orðar það í stöðuuppfærslu sinni og koma á réttlæti í þágu Incel manna. Thomas segir ákveðna tilætlunarsemi einkenna marga Incel menn. Ef þú kemur fram sem herramaður gagnvart konu eigir þú skilið að fá athygli eða jafnvel kynlíf. Eðli málsins samkvæmt er tilveran ögn flóknari en svo.Thomas Brorsen Schmidt, kynjafræðingur, segir Incel hreyfingin eina af öfgafyllstu birtingarmyndum karlréttindasinna.Mynd/Baldur„Þegar að það gengur ekki upp hjá þeim í hinum raunverulega heimi verða þeir reiðir og loka sig af í þessum bergmálsklefum á internetinu þar sem þeir geta deilt skoðunum sínum og fengið útblástur fyrir pirring sinn sem stundum leiðir af sér ofbeldi,“ segir hann. Incel hópurinn er fjarri því að vera skipulögð samtök á borð við ISIS en á það sameiginlegt með þeim samtökum að vera aðlaðandi fyrir félagslega einangraða menn sem telja sig upp á kant við samfélagið. Ekki allir innan samfélagsins myndu hneygjast til ofbeldis þó að á spjallborðum megi finna fyrirlitlegan kvenhatur þar sem jafnvel er hvatt til nauðgana. Þrátt fyrir að fæstir í Incel samfélaginu myndu grípa til þess að beita ofbeldi er meðvirknin gagnvart hryðjuverkum Rodger og Menassian ærandi. „Það eru vissulega bara tvö tilfelli þar sem Incel fólk hefur framið voðaverk,“ segir Thomas. „En ef þú ferð aftur til dagsins þegar Elliot Rodger, einn Icel mannana sem drap fjölda fólks og svo sjálfan sig, gat maður séð að hann hafði áður lýst því yfir á innan samfélagsins á netinu hvað hann hafði í hyggju. Fáeinir spurðu hvort að það ætti að hringja á lögregluna en meirihlutinn sagði: „Nei. Sjáum hvað gerist og leyfum honum að gera það sem hann þarf að gera fyrir málstaðinn.“ Þannig að þetta eru ekki alveg menn sem eru einir á ferð þar sem þeir voru hvattir áfram af samfélaginu á netinu.“ Í huga Thomas er miklvægt að draga úr því sem oft er kölluð eitruð karlmennska. Hún sé ein undirrót öfgavæðinga þessara félagslega einangruðu karlmanna.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira