Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. maí 2018 08:04 Rússar, Kínverjar og Indverjar sækjast allir eftir því að styrkja viðskiptatengsl sín við Íran vísir/afp Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. Þessar þjóðir keppast nú um að hreppa þá arðbæru viðskiptasamninga sem annars hefðu fallið í skaut vestrænna stórfyrirtækja. Utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum að það væri með öllu ólíðandi að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um viðskiptaþvinganir gegn Íran neyddi evrópsk fyrirtæki til að rifta milljarðasamningum. Ástæðan er sú að flest stærri evrópsk fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og þeim gæti verið refsað ef móðurfyrirtækið á í viðskiptum við Íran. Evrópusambandsríkin hafa boðað einhverskonar aðgerðir til að koma slíkum fyrirtækjum til aðstoðar en óvíst er að þær dugi til að menn þori að taka áhættuna á að halda samningum sínum í Íran til streitu. Fyrirtækin gætu hreinlega átt í hættu að reikningum þeirra í bandarískum bönkum yrði lokað og það yrði gríðarlegt högg. Kínversk, rússnesk og indversk fyrirtæki hafa hins vegar flest litlu að tapa og sjá stóra möguleika í Íran. Kínverski olíurisinn CNPC hefur þegar boðist til að yfirtaka alla samninga franska olíufyrirtækisins Total í Íran. Áður stóð til að CNPC fengi um þriðjungshlut í jarðgaslindum í Íran en Kínverjar gætu nú fengið um áttatíu prósent af þeim samningum. Rússnesk fyrirtæki eru sömuleiðis að bjóða í íranska samninga og Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands undirritaði á nýlega viðskiptasamkomulag við Íran. Indverjar eru einnig að falast eftir viðskiptasamningum við Írana en þeir eru mjög háðir innflutningi á íranskri olíu og hafa því ekki efni á að styggja stjórnvöld í Teheran. Hassan Rouhani, forseti Írans, fór í opinbera heimsókn til Indlands í febrúar til að styrkja þessi tengsl enn frekar. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. Þessar þjóðir keppast nú um að hreppa þá arðbæru viðskiptasamninga sem annars hefðu fallið í skaut vestrænna stórfyrirtækja. Utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum að það væri með öllu ólíðandi að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um viðskiptaþvinganir gegn Íran neyddi evrópsk fyrirtæki til að rifta milljarðasamningum. Ástæðan er sú að flest stærri evrópsk fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og þeim gæti verið refsað ef móðurfyrirtækið á í viðskiptum við Íran. Evrópusambandsríkin hafa boðað einhverskonar aðgerðir til að koma slíkum fyrirtækjum til aðstoðar en óvíst er að þær dugi til að menn þori að taka áhættuna á að halda samningum sínum í Íran til streitu. Fyrirtækin gætu hreinlega átt í hættu að reikningum þeirra í bandarískum bönkum yrði lokað og það yrði gríðarlegt högg. Kínversk, rússnesk og indversk fyrirtæki hafa hins vegar flest litlu að tapa og sjá stóra möguleika í Íran. Kínverski olíurisinn CNPC hefur þegar boðist til að yfirtaka alla samninga franska olíufyrirtækisins Total í Íran. Áður stóð til að CNPC fengi um þriðjungshlut í jarðgaslindum í Íran en Kínverjar gætu nú fengið um áttatíu prósent af þeim samningum. Rússnesk fyrirtæki eru sömuleiðis að bjóða í íranska samninga og Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands undirritaði á nýlega viðskiptasamkomulag við Íran. Indverjar eru einnig að falast eftir viðskiptasamningum við Írana en þeir eru mjög háðir innflutningi á íranskri olíu og hafa því ekki efni á að styggja stjórnvöld í Teheran. Hassan Rouhani, forseti Írans, fór í opinbera heimsókn til Indlands í febrúar til að styrkja þessi tengsl enn frekar.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira