Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 11:00 McCartney missti vin sinn John Lennon í skotárás fyrir tæpum fjörutíu árum. Vísir/AFP Ganga hundruð þúsunda manna fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjum í gær sem ungmenni sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída skipulögðu hefur vakið mikla athygli. Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Bítillinn Paul McCartney eru á meðal þeirra sem hafa lýst aðdáun sinni og stuðningi við ungmennin. Stærsta gangan undir yfirskriftinni „Göngum fyrir líf okkar“ [e. March for Our Lives] fór fram í Washington-borg í gær en samstöðugöngur voru farnar víðar um Bandaríkin og í fleiri löndum, þar á meðal í Reykjavík. Nokkur ungmenni úr Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída þar sem vopnaður maður skaut sautján nemendur og starfsmenn til bana á Valentínusardag voru á meðal þeirra sem ávörpuðu gönguna í Washington-borg. Einn þeirra sem tók þátt í göngunni var breski tónlistarmaðurinn Paul McCartney sem gerði garðinn frægan með Bítlunum á árum áður. Hann var klæddur bol sem á stóð „Við getum bundið enda á byssuofbeldi“. „Einn bestu vina minna var drepinn í byssuofbeldi á þessum slóðum þannig að þetta er mér hjartans mál,“ sagði McCartney við CNN-fréttastöðina um ástæðu þess að hann tók þátt. Hann hafi aðeins viljað sýna fólkinu stuðning sinn. Vísað McCartney þar til Johns Lennon, félaga síns úr Bítlunum, sem féll fyrir hendi byssumanns í desember árið 1980.Gríðarlegur mannfjöldi kom saman í Washington-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða stjórnvalda. Ungmenni skipulögðu gönguna.Vísir/AFPÁ Twitter lýsti Obama aðdáun sinni og eiginkonu hans á ungmennunum. „Michelle og ég erum svo innblásin af þessu unga fólki sem lét göngurnar í dag verða að veruleika. Haldið þið áfram. Þið leiðið okkur áfram. Ekkert getur staðið í vegi milljóna radda sem kalla á breytingar,“ tísti fyrrverandi forsetans.Michelle and I are so inspired by all the young people who made today's marches happen. Keep at it. You're leading us forward. Nothing can stand in the way of millions of voices calling for change.— Barack Obama (@BarackObama) March 24, 2018 Ekki voru þó allir eins hrifnir af framtakssemi ungmennanna. Þannig hæddist þáttastjórnandi á sjónvarpsstöð skotvopnaeigendasamtakanna NRA að þeim. Sagði hann að „enginn myndi þekkja nöfnin ykkar“ ef vopnaður maður hefði verið í skólanum til að verjast árásarmanninum. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa margir sakað ungmennin um að vera handbendi hópa sem berjast fyrir hertum skotvopnalögum. NRA hefur talað fyrir því að vopna kennara til að bregðast við fjölda skotárás í skólum. Sú hugmynd hefur fengið góðar undirtektir hjá Donald Trump forseta.Hópur byssueigenda í Texas stóð fyrir gagnmótmælum í gær. Þar á meðal þessi drengur sem hélt á skilti sem á stóð að ekki skuli nota dauð börn til að þrýsta á um hertra reglur um byssur.Vísir/AFP Bandaríkin Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Ganga hundruð þúsunda manna fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjum í gær sem ungmenni sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída skipulögðu hefur vakið mikla athygli. Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Bítillinn Paul McCartney eru á meðal þeirra sem hafa lýst aðdáun sinni og stuðningi við ungmennin. Stærsta gangan undir yfirskriftinni „Göngum fyrir líf okkar“ [e. March for Our Lives] fór fram í Washington-borg í gær en samstöðugöngur voru farnar víðar um Bandaríkin og í fleiri löndum, þar á meðal í Reykjavík. Nokkur ungmenni úr Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída þar sem vopnaður maður skaut sautján nemendur og starfsmenn til bana á Valentínusardag voru á meðal þeirra sem ávörpuðu gönguna í Washington-borg. Einn þeirra sem tók þátt í göngunni var breski tónlistarmaðurinn Paul McCartney sem gerði garðinn frægan með Bítlunum á árum áður. Hann var klæddur bol sem á stóð „Við getum bundið enda á byssuofbeldi“. „Einn bestu vina minna var drepinn í byssuofbeldi á þessum slóðum þannig að þetta er mér hjartans mál,“ sagði McCartney við CNN-fréttastöðina um ástæðu þess að hann tók þátt. Hann hafi aðeins viljað sýna fólkinu stuðning sinn. Vísað McCartney þar til Johns Lennon, félaga síns úr Bítlunum, sem féll fyrir hendi byssumanns í desember árið 1980.Gríðarlegur mannfjöldi kom saman í Washington-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða stjórnvalda. Ungmenni skipulögðu gönguna.Vísir/AFPÁ Twitter lýsti Obama aðdáun sinni og eiginkonu hans á ungmennunum. „Michelle og ég erum svo innblásin af þessu unga fólki sem lét göngurnar í dag verða að veruleika. Haldið þið áfram. Þið leiðið okkur áfram. Ekkert getur staðið í vegi milljóna radda sem kalla á breytingar,“ tísti fyrrverandi forsetans.Michelle and I are so inspired by all the young people who made today's marches happen. Keep at it. You're leading us forward. Nothing can stand in the way of millions of voices calling for change.— Barack Obama (@BarackObama) March 24, 2018 Ekki voru þó allir eins hrifnir af framtakssemi ungmennanna. Þannig hæddist þáttastjórnandi á sjónvarpsstöð skotvopnaeigendasamtakanna NRA að þeim. Sagði hann að „enginn myndi þekkja nöfnin ykkar“ ef vopnaður maður hefði verið í skólanum til að verjast árásarmanninum. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa margir sakað ungmennin um að vera handbendi hópa sem berjast fyrir hertum skotvopnalögum. NRA hefur talað fyrir því að vopna kennara til að bregðast við fjölda skotárás í skólum. Sú hugmynd hefur fengið góðar undirtektir hjá Donald Trump forseta.Hópur byssueigenda í Texas stóð fyrir gagnmótmælum í gær. Þar á meðal þessi drengur sem hélt á skilti sem á stóð að ekki skuli nota dauð börn til að þrýsta á um hertra reglur um byssur.Vísir/AFP
Bandaríkin Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59
Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45
Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51