Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 14:40 Framhjáhald Trump með Clifford á að hafa átt sér stað á sama tímabili og Playboy-fyrirsæta segist hafa verið með honum. Vísir/AFP Klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, segir að að bakgrunnur hennar í klámiðnaðinum hafi hjálpað henni að takast á við kastljós fjölmiðla eftir að hún steig fram og greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Clifford kemur fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali um sambandið í kvöld. Clifford verður viðmælandi fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í kvöld. Þáttarins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu frá því að tilkynnt var um það en Clifford stendur nú í baráttu fyrir dómstólum um að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við lögmann Trump. „Ég myndaði þykkan skráp og kannski svolítið dökka kímnigáfu af því að starfa í klámiðnaðinum,“ segir Clifford við Washington Post. Hún segir þó ekkert geta búið manneskju í raun undir þær aðstæður sem hún er nú í. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, greiddi Clifford 160.000 dollara úr eigin vasa fyrir að þegja um samband hennar við forsetann rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Samband þeirra á að hafa átt sér stað frá 2006 til 2007, eftir að Trump giftist núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.Vill aðeins fá að verja sigÖnnur kona, Playboy-fyrirsætan Karen McDougal, hefur lýst svipuðu sambandi við Trump á sama tímabili og Clifford. Hún hefur einnig höfðað mál til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við fjölmiðil í eigu vinar Trump. Trump hefur krafið Clifford um sektir fyrir að rjúfa samkomulagið, alls að upphæð tuttugu milljóna dollara. Clifford segir að hún hafi orðið fyrir hatrömmu persónuníði á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en hún hafi einnig notið mikils stuðnings. „Ég gerði þetta ekki til þess að fá neins konar samþykki frá neinum eða viðurkenningu. Ég vildi einfaldlega segja minn persónulega sannleika og verja mig,“ segir hún. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, segir að að bakgrunnur hennar í klámiðnaðinum hafi hjálpað henni að takast á við kastljós fjölmiðla eftir að hún steig fram og greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Clifford kemur fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali um sambandið í kvöld. Clifford verður viðmælandi fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í kvöld. Þáttarins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu frá því að tilkynnt var um það en Clifford stendur nú í baráttu fyrir dómstólum um að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við lögmann Trump. „Ég myndaði þykkan skráp og kannski svolítið dökka kímnigáfu af því að starfa í klámiðnaðinum,“ segir Clifford við Washington Post. Hún segir þó ekkert geta búið manneskju í raun undir þær aðstæður sem hún er nú í. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, greiddi Clifford 160.000 dollara úr eigin vasa fyrir að þegja um samband hennar við forsetann rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Samband þeirra á að hafa átt sér stað frá 2006 til 2007, eftir að Trump giftist núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.Vill aðeins fá að verja sigÖnnur kona, Playboy-fyrirsætan Karen McDougal, hefur lýst svipuðu sambandi við Trump á sama tímabili og Clifford. Hún hefur einnig höfðað mál til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við fjölmiðil í eigu vinar Trump. Trump hefur krafið Clifford um sektir fyrir að rjúfa samkomulagið, alls að upphæð tuttugu milljóna dollara. Clifford segir að hún hafi orðið fyrir hatrömmu persónuníði á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en hún hafi einnig notið mikils stuðnings. „Ég gerði þetta ekki til þess að fá neins konar samþykki frá neinum eða viðurkenningu. Ég vildi einfaldlega segja minn persónulega sannleika og verja mig,“ segir hún.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47
Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45