NFL-deildin að trufla heimaleik hjá Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2018 10:30 Frá leik New Orleans Saints og Miami Dolphins á Wembley. Vísir/Getty Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn. Nýjasta vandamálið er stórleikurinn við Englandsmeistara Manchester City. Leikur Tottenham og Manchester City átti að fara fram 28. október á nýja Tottenham leikvanginum. Daily Mail segir frá. Tottenham ætlaði að færa leikinn yfir á Wembley, eins og hina heimaleiki sína fram að því að nýr leikvangur er klár, en að þessu sinni var það ekki hægt. Wembley er nefnilega frátekinn sunnudaginn 28. október næstkomandi því þá spila á leikvanginum NFL-liðin Jacksonville Jaguars og Philadelphia Eagles. Nokkrir leikir í ameríska fótboltanum eru nú spilaðir í London á hverju ári.Tottenham Hotspur's Premier League match against Manchester City is now likely to be pushed to the night of Monday October 29, a day after its scheduled kickoff. The game will take place at Wembley. (Daily Mail) pic.twitter.com/lRLRAXRbeA — Hotspur Hacker (@HotspurHacker) August 20, 2018Lausnin er því að færa leik Tottenham og Manchester City til mánudagsins en Tottenham þarf samþykki fyrir því og ekki bara frá ensku úrvalsdeildinni. Manchester City þarf að samþykkja þessa breytingu og þá er leikurinn líka í beinni á Sky Sports. Það er nóg að leikjum hjá Manchester City á þessum tíma og því gæti þetta kallað á tilfærslur á næstu leikjum liðsins sem eru í enska deildabikarnum og ensku deildinni. Inn í þetta blandast síðan Meistaradeildardrátturinn og hversu löng ferðalög og hvaða leikdagar bíða liðanna þar. Það er þröngt á leikjaplani liðanna tveggja og því er þessi truflun frá NFL-deildinni að gera Tottenham lífið leitt. Þessari breytingu fylgir þessu líka annað vandamál því það mun reyna verulega á starfsmenn Wembley að gera leikvanginn klárann fyrir knattspyrnuleik aðeins sólarhring eftir að amerískur fótboltaleikur fór fram á honum. Enski boltinn NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn. Nýjasta vandamálið er stórleikurinn við Englandsmeistara Manchester City. Leikur Tottenham og Manchester City átti að fara fram 28. október á nýja Tottenham leikvanginum. Daily Mail segir frá. Tottenham ætlaði að færa leikinn yfir á Wembley, eins og hina heimaleiki sína fram að því að nýr leikvangur er klár, en að þessu sinni var það ekki hægt. Wembley er nefnilega frátekinn sunnudaginn 28. október næstkomandi því þá spila á leikvanginum NFL-liðin Jacksonville Jaguars og Philadelphia Eagles. Nokkrir leikir í ameríska fótboltanum eru nú spilaðir í London á hverju ári.Tottenham Hotspur's Premier League match against Manchester City is now likely to be pushed to the night of Monday October 29, a day after its scheduled kickoff. The game will take place at Wembley. (Daily Mail) pic.twitter.com/lRLRAXRbeA — Hotspur Hacker (@HotspurHacker) August 20, 2018Lausnin er því að færa leik Tottenham og Manchester City til mánudagsins en Tottenham þarf samþykki fyrir því og ekki bara frá ensku úrvalsdeildinni. Manchester City þarf að samþykkja þessa breytingu og þá er leikurinn líka í beinni á Sky Sports. Það er nóg að leikjum hjá Manchester City á þessum tíma og því gæti þetta kallað á tilfærslur á næstu leikjum liðsins sem eru í enska deildabikarnum og ensku deildinni. Inn í þetta blandast síðan Meistaradeildardrátturinn og hversu löng ferðalög og hvaða leikdagar bíða liðanna þar. Það er þröngt á leikjaplani liðanna tveggja og því er þessi truflun frá NFL-deildinni að gera Tottenham lífið leitt. Þessari breytingu fylgir þessu líka annað vandamál því það mun reyna verulega á starfsmenn Wembley að gera leikvanginn klárann fyrir knattspyrnuleik aðeins sólarhring eftir að amerískur fótboltaleikur fór fram á honum.
Enski boltinn NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira