Erlent

Mannskæður jarðskjálfti í Japan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá eyjunni Hokkaido sem varð illa úti í skjálftanum.
Frá eyjunni Hokkaido sem varð illa úti í skjálftanum. vísir/epa
Að minnsta kosti átta létust og um 40 manns er saknað eftir öflugan jarðskjálfta sem skók japönsku eyjuna Hokkaido í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að stærð og fylgdu honum miklar aurskriður að því er segir í frétt BBC.

Jarðskjálftinn kemur í kjölfar öflugs fellibyls sem gengið hefur yfir vesturhluta Japans síðustu daga. Fellibylurinn var sá öflugasti í Japan í aldarfjórðung. Hann varð að minnsta 10 manns að bana og olli víða mikilli eyðileggingu.

Yfirvöld í Japan hafa varað við hugsanlegum eftirskjálftum í dag og hvetja fólk til að hafa varann á. Japan er eitt helsta jarðskjálftasvæði heims en þar verða um 20 prósent allra jarðskjálfta á jörðinni sem mælast stærri en sex.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×