Gulvestungum bolað í burtu frá Champs-Elysees breiðgötunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. desember 2018 18:29 Lögreglan notaði táragas og þrýstivatnsbyssur til að bola mótmælendum í burtu. Vísir/ap Franska lögreglan hefur náð að reka í burtu alla mótmælendur sem kenna sig við skærgul öryggisvesti af Champs-Elysees breiðgötunni í Parísarborg. Lögregluyfirvöld notuðu til þess táragas og þrýstivatnsbyssur. Breiðgatan hefur nú verið opnuð á ný fyrir bílaumferð. Mótmælendur hafa aðallega tekið sér stöðu á Champs-Elysees síðustu fjóra laugardaga til að mótmæla efnahagsstefnu Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Í fyrstu beindust mótmælin einkum að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þá þróast út í almenna óánægju með áherslur Macrons og ríkisstjórnarinnar. Lögreglan fyrirskipaði mótmælendum að klæða sig úr gulu öryggisvestunum sem eru tákn mótmælanna. Í dag komu mótmælendur saman fimmta laugardaginn í röð til að láta í sér heyra en færri mættu í dag en síðasta laugardag og þá var einnig minna um ofbeldi og átök. Franska lögreglan segir að um 3.000 manns hefðu mótmælt í dag sem eru þá töluvert færri en þeir 10.000 mótmælendur sem fylktu liði síðasta laugardag. Þá voru 96 mótmælendur handteknir í dag vegna óeirða og skemmdarverka. Ætla má að fækkunin stafi af viðbrögðum Frakklandsforseta sem í vikunni ákvað að koma til móts við kröfur mótmælenda með því að hækka lágmarkslaun og afnema skerðingar á ellilífeyrisþega svo eitthvað sé nefnt.Vísir/apVísir/ap Frakkland Tengdar fréttir Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44 Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Franska lögreglan hefur náð að reka í burtu alla mótmælendur sem kenna sig við skærgul öryggisvesti af Champs-Elysees breiðgötunni í Parísarborg. Lögregluyfirvöld notuðu til þess táragas og þrýstivatnsbyssur. Breiðgatan hefur nú verið opnuð á ný fyrir bílaumferð. Mótmælendur hafa aðallega tekið sér stöðu á Champs-Elysees síðustu fjóra laugardaga til að mótmæla efnahagsstefnu Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Í fyrstu beindust mótmælin einkum að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þá þróast út í almenna óánægju með áherslur Macrons og ríkisstjórnarinnar. Lögreglan fyrirskipaði mótmælendum að klæða sig úr gulu öryggisvestunum sem eru tákn mótmælanna. Í dag komu mótmælendur saman fimmta laugardaginn í röð til að láta í sér heyra en færri mættu í dag en síðasta laugardag og þá var einnig minna um ofbeldi og átök. Franska lögreglan segir að um 3.000 manns hefðu mótmælt í dag sem eru þá töluvert færri en þeir 10.000 mótmælendur sem fylktu liði síðasta laugardag. Þá voru 96 mótmælendur handteknir í dag vegna óeirða og skemmdarverka. Ætla má að fækkunin stafi af viðbrögðum Frakklandsforseta sem í vikunni ákvað að koma til móts við kröfur mótmælenda með því að hækka lágmarkslaun og afnema skerðingar á ellilífeyrisþega svo eitthvað sé nefnt.Vísir/apVísir/ap
Frakkland Tengdar fréttir Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44 Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44
Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00