Gulvestungum bolað í burtu frá Champs-Elysees breiðgötunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. desember 2018 18:29 Lögreglan notaði táragas og þrýstivatnsbyssur til að bola mótmælendum í burtu. Vísir/ap Franska lögreglan hefur náð að reka í burtu alla mótmælendur sem kenna sig við skærgul öryggisvesti af Champs-Elysees breiðgötunni í Parísarborg. Lögregluyfirvöld notuðu til þess táragas og þrýstivatnsbyssur. Breiðgatan hefur nú verið opnuð á ný fyrir bílaumferð. Mótmælendur hafa aðallega tekið sér stöðu á Champs-Elysees síðustu fjóra laugardaga til að mótmæla efnahagsstefnu Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Í fyrstu beindust mótmælin einkum að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þá þróast út í almenna óánægju með áherslur Macrons og ríkisstjórnarinnar. Lögreglan fyrirskipaði mótmælendum að klæða sig úr gulu öryggisvestunum sem eru tákn mótmælanna. Í dag komu mótmælendur saman fimmta laugardaginn í röð til að láta í sér heyra en færri mættu í dag en síðasta laugardag og þá var einnig minna um ofbeldi og átök. Franska lögreglan segir að um 3.000 manns hefðu mótmælt í dag sem eru þá töluvert færri en þeir 10.000 mótmælendur sem fylktu liði síðasta laugardag. Þá voru 96 mótmælendur handteknir í dag vegna óeirða og skemmdarverka. Ætla má að fækkunin stafi af viðbrögðum Frakklandsforseta sem í vikunni ákvað að koma til móts við kröfur mótmælenda með því að hækka lágmarkslaun og afnema skerðingar á ellilífeyrisþega svo eitthvað sé nefnt.Vísir/apVísir/ap Frakkland Tengdar fréttir Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44 Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Franska lögreglan hefur náð að reka í burtu alla mótmælendur sem kenna sig við skærgul öryggisvesti af Champs-Elysees breiðgötunni í Parísarborg. Lögregluyfirvöld notuðu til þess táragas og þrýstivatnsbyssur. Breiðgatan hefur nú verið opnuð á ný fyrir bílaumferð. Mótmælendur hafa aðallega tekið sér stöðu á Champs-Elysees síðustu fjóra laugardaga til að mótmæla efnahagsstefnu Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Í fyrstu beindust mótmælin einkum að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þá þróast út í almenna óánægju með áherslur Macrons og ríkisstjórnarinnar. Lögreglan fyrirskipaði mótmælendum að klæða sig úr gulu öryggisvestunum sem eru tákn mótmælanna. Í dag komu mótmælendur saman fimmta laugardaginn í röð til að láta í sér heyra en færri mættu í dag en síðasta laugardag og þá var einnig minna um ofbeldi og átök. Franska lögreglan segir að um 3.000 manns hefðu mótmælt í dag sem eru þá töluvert færri en þeir 10.000 mótmælendur sem fylktu liði síðasta laugardag. Þá voru 96 mótmælendur handteknir í dag vegna óeirða og skemmdarverka. Ætla má að fækkunin stafi af viðbrögðum Frakklandsforseta sem í vikunni ákvað að koma til móts við kröfur mótmælenda með því að hækka lágmarkslaun og afnema skerðingar á ellilífeyrisþega svo eitthvað sé nefnt.Vísir/apVísir/ap
Frakkland Tengdar fréttir Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44 Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44
Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00