Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 11:20 Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn Fréttablaðið/Ernireyjolfsson/Eyþór Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hafa ákveðið að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ. Þetta kemur fram í bréfi sem Sólveig og Ragnar skrifuðu til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag klukkan 12.30 og ljóst er að Sólveig og Ragnar verða ekki þar. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að formennirnir séu afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og að framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Sólveig og Ragnar eru áheyrnarfulltrúar á miðstjórnarfundum sem þýðir að þau geta setið fundi, lagt fram tillögur en þau hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Á síðasta miðstjórnarfundi báru Sólveig og Ragnar fram tillögu þess efnis að umdeildar auglýsingar ASÍ yrðu teknar út birtingu en Sigurður Bessason, fyrrverandi formaður Eflingar, lagði í kjölfarið fram frávísunartillögu sem meirihluti miðstjórnar ASÍ samþykkti sem þýðir að tillaga þeirra fékk ekki efnislega meðferð. Að sögn Sólveigar og Ragnars sýni sú ákvörðun að ekki sé vilji til að vinna með nýju fólki með nýjar áherslur. Sólveig og Ragnar eru formenn tveggja stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. „Af orðræðunni innan miðstjórnar ASÍ að dæma er ljóst að áfram verður farið í einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðarfræði sem forseti ASÍ hefur boðað og miðstjórn ASÍ samþykkt í formi nýafstaðinnar myndbandaherferðar,“ segir í bréfi formannanna.Myndböndin sem formennirnir vísa í er auglýsingaherferð á vegum ASÍ. Í einu myndbandinu er meðal annars sagt: „Meira er nefnilega stundum minna“. Ragnar Þór lýsti yfir vanþóknun sinni á stöðuuppfærslu á dögunum. Hann telur auglýsingaherferðina beinast gegn nýju fólki í hreyfingunni og þar á meðal sjálfum sér. „Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn. Það sem er enn dapurlegra er að herferðin gæti verið skrifuð af viðsemjendum okkar sem sitja sjálfsagt skellihlæjandi með hendur í skauti á meðan forseti ASÍ sólundar sjóðum félagsmanna sinna í áróður gegn eigin fólki“ Sólveig og Ragnar sjá ekki ástæðu til þess að sitja fundi með núverandi miðstjórn ASÍ og ætla þess í stað að vinna að áherslumálum sínum utan ASÍ fram að næsta þingi Alþýðusambandsins sem verður haldið í haust, 24-26. október. Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hafa ákveðið að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ. Þetta kemur fram í bréfi sem Sólveig og Ragnar skrifuðu til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag klukkan 12.30 og ljóst er að Sólveig og Ragnar verða ekki þar. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að formennirnir séu afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og að framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Sólveig og Ragnar eru áheyrnarfulltrúar á miðstjórnarfundum sem þýðir að þau geta setið fundi, lagt fram tillögur en þau hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Á síðasta miðstjórnarfundi báru Sólveig og Ragnar fram tillögu þess efnis að umdeildar auglýsingar ASÍ yrðu teknar út birtingu en Sigurður Bessason, fyrrverandi formaður Eflingar, lagði í kjölfarið fram frávísunartillögu sem meirihluti miðstjórnar ASÍ samþykkti sem þýðir að tillaga þeirra fékk ekki efnislega meðferð. Að sögn Sólveigar og Ragnars sýni sú ákvörðun að ekki sé vilji til að vinna með nýju fólki með nýjar áherslur. Sólveig og Ragnar eru formenn tveggja stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. „Af orðræðunni innan miðstjórnar ASÍ að dæma er ljóst að áfram verður farið í einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðarfræði sem forseti ASÍ hefur boðað og miðstjórn ASÍ samþykkt í formi nýafstaðinnar myndbandaherferðar,“ segir í bréfi formannanna.Myndböndin sem formennirnir vísa í er auglýsingaherferð á vegum ASÍ. Í einu myndbandinu er meðal annars sagt: „Meira er nefnilega stundum minna“. Ragnar Þór lýsti yfir vanþóknun sinni á stöðuuppfærslu á dögunum. Hann telur auglýsingaherferðina beinast gegn nýju fólki í hreyfingunni og þar á meðal sjálfum sér. „Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn. Það sem er enn dapurlegra er að herferðin gæti verið skrifuð af viðsemjendum okkar sem sitja sjálfsagt skellihlæjandi með hendur í skauti á meðan forseti ASÍ sólundar sjóðum félagsmanna sinna í áróður gegn eigin fólki“ Sólveig og Ragnar sjá ekki ástæðu til þess að sitja fundi með núverandi miðstjórn ASÍ og ætla þess í stað að vinna að áherslumálum sínum utan ASÍ fram að næsta þingi Alþýðusambandsins sem verður haldið í haust, 24-26. október.
Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira
Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58