Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 11:20 Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn Fréttablaðið/Ernireyjolfsson/Eyþór Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hafa ákveðið að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ. Þetta kemur fram í bréfi sem Sólveig og Ragnar skrifuðu til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag klukkan 12.30 og ljóst er að Sólveig og Ragnar verða ekki þar. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að formennirnir séu afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og að framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Sólveig og Ragnar eru áheyrnarfulltrúar á miðstjórnarfundum sem þýðir að þau geta setið fundi, lagt fram tillögur en þau hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Á síðasta miðstjórnarfundi báru Sólveig og Ragnar fram tillögu þess efnis að umdeildar auglýsingar ASÍ yrðu teknar út birtingu en Sigurður Bessason, fyrrverandi formaður Eflingar, lagði í kjölfarið fram frávísunartillögu sem meirihluti miðstjórnar ASÍ samþykkti sem þýðir að tillaga þeirra fékk ekki efnislega meðferð. Að sögn Sólveigar og Ragnars sýni sú ákvörðun að ekki sé vilji til að vinna með nýju fólki með nýjar áherslur. Sólveig og Ragnar eru formenn tveggja stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. „Af orðræðunni innan miðstjórnar ASÍ að dæma er ljóst að áfram verður farið í einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðarfræði sem forseti ASÍ hefur boðað og miðstjórn ASÍ samþykkt í formi nýafstaðinnar myndbandaherferðar,“ segir í bréfi formannanna.Myndböndin sem formennirnir vísa í er auglýsingaherferð á vegum ASÍ. Í einu myndbandinu er meðal annars sagt: „Meira er nefnilega stundum minna“. Ragnar Þór lýsti yfir vanþóknun sinni á stöðuuppfærslu á dögunum. Hann telur auglýsingaherferðina beinast gegn nýju fólki í hreyfingunni og þar á meðal sjálfum sér. „Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn. Það sem er enn dapurlegra er að herferðin gæti verið skrifuð af viðsemjendum okkar sem sitja sjálfsagt skellihlæjandi með hendur í skauti á meðan forseti ASÍ sólundar sjóðum félagsmanna sinna í áróður gegn eigin fólki“ Sólveig og Ragnar sjá ekki ástæðu til þess að sitja fundi með núverandi miðstjórn ASÍ og ætla þess í stað að vinna að áherslumálum sínum utan ASÍ fram að næsta þingi Alþýðusambandsins sem verður haldið í haust, 24-26. október. Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hafa ákveðið að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ. Þetta kemur fram í bréfi sem Sólveig og Ragnar skrifuðu til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag klukkan 12.30 og ljóst er að Sólveig og Ragnar verða ekki þar. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að formennirnir séu afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og að framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Sólveig og Ragnar eru áheyrnarfulltrúar á miðstjórnarfundum sem þýðir að þau geta setið fundi, lagt fram tillögur en þau hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Á síðasta miðstjórnarfundi báru Sólveig og Ragnar fram tillögu þess efnis að umdeildar auglýsingar ASÍ yrðu teknar út birtingu en Sigurður Bessason, fyrrverandi formaður Eflingar, lagði í kjölfarið fram frávísunartillögu sem meirihluti miðstjórnar ASÍ samþykkti sem þýðir að tillaga þeirra fékk ekki efnislega meðferð. Að sögn Sólveigar og Ragnars sýni sú ákvörðun að ekki sé vilji til að vinna með nýju fólki með nýjar áherslur. Sólveig og Ragnar eru formenn tveggja stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. „Af orðræðunni innan miðstjórnar ASÍ að dæma er ljóst að áfram verður farið í einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðarfræði sem forseti ASÍ hefur boðað og miðstjórn ASÍ samþykkt í formi nýafstaðinnar myndbandaherferðar,“ segir í bréfi formannanna.Myndböndin sem formennirnir vísa í er auglýsingaherferð á vegum ASÍ. Í einu myndbandinu er meðal annars sagt: „Meira er nefnilega stundum minna“. Ragnar Þór lýsti yfir vanþóknun sinni á stöðuuppfærslu á dögunum. Hann telur auglýsingaherferðina beinast gegn nýju fólki í hreyfingunni og þar á meðal sjálfum sér. „Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn. Það sem er enn dapurlegra er að herferðin gæti verið skrifuð af viðsemjendum okkar sem sitja sjálfsagt skellihlæjandi með hendur í skauti á meðan forseti ASÍ sólundar sjóðum félagsmanna sinna í áróður gegn eigin fólki“ Sólveig og Ragnar sjá ekki ástæðu til þess að sitja fundi með núverandi miðstjórn ASÍ og ætla þess í stað að vinna að áherslumálum sínum utan ASÍ fram að næsta þingi Alþýðusambandsins sem verður haldið í haust, 24-26. október.
Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58