Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 11:20 Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn Fréttablaðið/Ernireyjolfsson/Eyþór Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hafa ákveðið að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ. Þetta kemur fram í bréfi sem Sólveig og Ragnar skrifuðu til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag klukkan 12.30 og ljóst er að Sólveig og Ragnar verða ekki þar. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að formennirnir séu afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og að framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Sólveig og Ragnar eru áheyrnarfulltrúar á miðstjórnarfundum sem þýðir að þau geta setið fundi, lagt fram tillögur en þau hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Á síðasta miðstjórnarfundi báru Sólveig og Ragnar fram tillögu þess efnis að umdeildar auglýsingar ASÍ yrðu teknar út birtingu en Sigurður Bessason, fyrrverandi formaður Eflingar, lagði í kjölfarið fram frávísunartillögu sem meirihluti miðstjórnar ASÍ samþykkti sem þýðir að tillaga þeirra fékk ekki efnislega meðferð. Að sögn Sólveigar og Ragnars sýni sú ákvörðun að ekki sé vilji til að vinna með nýju fólki með nýjar áherslur. Sólveig og Ragnar eru formenn tveggja stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. „Af orðræðunni innan miðstjórnar ASÍ að dæma er ljóst að áfram verður farið í einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðarfræði sem forseti ASÍ hefur boðað og miðstjórn ASÍ samþykkt í formi nýafstaðinnar myndbandaherferðar,“ segir í bréfi formannanna.Myndböndin sem formennirnir vísa í er auglýsingaherferð á vegum ASÍ. Í einu myndbandinu er meðal annars sagt: „Meira er nefnilega stundum minna“. Ragnar Þór lýsti yfir vanþóknun sinni á stöðuuppfærslu á dögunum. Hann telur auglýsingaherferðina beinast gegn nýju fólki í hreyfingunni og þar á meðal sjálfum sér. „Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn. Það sem er enn dapurlegra er að herferðin gæti verið skrifuð af viðsemjendum okkar sem sitja sjálfsagt skellihlæjandi með hendur í skauti á meðan forseti ASÍ sólundar sjóðum félagsmanna sinna í áróður gegn eigin fólki“ Sólveig og Ragnar sjá ekki ástæðu til þess að sitja fundi með núverandi miðstjórn ASÍ og ætla þess í stað að vinna að áherslumálum sínum utan ASÍ fram að næsta þingi Alþýðusambandsins sem verður haldið í haust, 24-26. október. Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hafa ákveðið að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ. Þetta kemur fram í bréfi sem Sólveig og Ragnar skrifuðu til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag klukkan 12.30 og ljóst er að Sólveig og Ragnar verða ekki þar. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að formennirnir séu afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og að framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Sólveig og Ragnar eru áheyrnarfulltrúar á miðstjórnarfundum sem þýðir að þau geta setið fundi, lagt fram tillögur en þau hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Á síðasta miðstjórnarfundi báru Sólveig og Ragnar fram tillögu þess efnis að umdeildar auglýsingar ASÍ yrðu teknar út birtingu en Sigurður Bessason, fyrrverandi formaður Eflingar, lagði í kjölfarið fram frávísunartillögu sem meirihluti miðstjórnar ASÍ samþykkti sem þýðir að tillaga þeirra fékk ekki efnislega meðferð. Að sögn Sólveigar og Ragnars sýni sú ákvörðun að ekki sé vilji til að vinna með nýju fólki með nýjar áherslur. Sólveig og Ragnar eru formenn tveggja stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. „Af orðræðunni innan miðstjórnar ASÍ að dæma er ljóst að áfram verður farið í einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðarfræði sem forseti ASÍ hefur boðað og miðstjórn ASÍ samþykkt í formi nýafstaðinnar myndbandaherferðar,“ segir í bréfi formannanna.Myndböndin sem formennirnir vísa í er auglýsingaherferð á vegum ASÍ. Í einu myndbandinu er meðal annars sagt: „Meira er nefnilega stundum minna“. Ragnar Þór lýsti yfir vanþóknun sinni á stöðuuppfærslu á dögunum. Hann telur auglýsingaherferðina beinast gegn nýju fólki í hreyfingunni og þar á meðal sjálfum sér. „Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn. Það sem er enn dapurlegra er að herferðin gæti verið skrifuð af viðsemjendum okkar sem sitja sjálfsagt skellihlæjandi með hendur í skauti á meðan forseti ASÍ sólundar sjóðum félagsmanna sinna í áróður gegn eigin fólki“ Sólveig og Ragnar sjá ekki ástæðu til þess að sitja fundi með núverandi miðstjórn ASÍ og ætla þess í stað að vinna að áherslumálum sínum utan ASÍ fram að næsta þingi Alþýðusambandsins sem verður haldið í haust, 24-26. október.
Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58