Hjartnæm kveðja Kasper Schmeichel: ,,Þú breyttir fótboltanum" Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. október 2018 10:30 Vichai Srivaddhanaprabha vísir/getty Fótboltasamfélagið á Englandi og víðar er í sárum í kjölfar hræðilegs slyss sem varð eftir leik Leicester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn og fórust allir þeir fimm sem voru í þyrlunni, þar á meðal var eigandinn sjálfur. Búið er að fresta leik Leicester og Southampton sem átti að fara fram í enska deildarbikarnum á morgun. Þá er sömuleiðis búið að fresta Evrópuleik unglingaliðs Leicester sem átti að leika gegn Feyenoord á morgun. Danski landsliðsmarkvörðurinn og varafyrirliði Leicester, Kasper Schmeichel, sem sást hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð hefur sent frá sér hjartnæma minningargrein til eigandans. „Kæri formaður. Ég get ekki trúað því að þetta sé að gerast. Hjarta mitt er brostið og ég er algjörlega í rusli. Ég trúi ekki því sem ég sá gerast í gærkvöldi. Það er of óraunverulegt.“ „Það er erfitt að setja í orð hversu mikið þú hefur gert fyrir þetta knattspyrnufélag og fyrir borgina Leicester. Við vitum allt um þær fjárfestingar sem þú og þín fjölskylda hefur lagt í þetta félag en þú hefur gert svo miklu meira. Þú lést þig ekki bara varða félagið heldur allt samfélagið. Þitt endalausa framlag til sjúkrahúsanna í Leicester og góðgerðamálefna mun aldrei gleymast.“ „Þú breyttir fótboltanum. Að eilífu! Þú gafst von til allra um að það ómögulega væri mögulegt. Ekki bara til okkar stuðningsmanna heldur til allra stuðningsmanna heimsins, í hvaða íþrótt sem er. Það hafa ekki margir gert. Þú munt aldrei vita hversu mikla þýðingu þú hefur haft fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég lít á það sem heiður og forréttindi að hafa fengið að vera lítill hluti af þínu lífi,“ segir í grein Schmeichel sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.pic.twitter.com/sV5uJhJSsO— Kasper Schmeichel (@kschmeichel1) October 28, 2018 Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47 Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Fótboltasamfélagið á Englandi og víðar er í sárum í kjölfar hræðilegs slyss sem varð eftir leik Leicester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn og fórust allir þeir fimm sem voru í þyrlunni, þar á meðal var eigandinn sjálfur. Búið er að fresta leik Leicester og Southampton sem átti að fara fram í enska deildarbikarnum á morgun. Þá er sömuleiðis búið að fresta Evrópuleik unglingaliðs Leicester sem átti að leika gegn Feyenoord á morgun. Danski landsliðsmarkvörðurinn og varafyrirliði Leicester, Kasper Schmeichel, sem sást hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð hefur sent frá sér hjartnæma minningargrein til eigandans. „Kæri formaður. Ég get ekki trúað því að þetta sé að gerast. Hjarta mitt er brostið og ég er algjörlega í rusli. Ég trúi ekki því sem ég sá gerast í gærkvöldi. Það er of óraunverulegt.“ „Það er erfitt að setja í orð hversu mikið þú hefur gert fyrir þetta knattspyrnufélag og fyrir borgina Leicester. Við vitum allt um þær fjárfestingar sem þú og þín fjölskylda hefur lagt í þetta félag en þú hefur gert svo miklu meira. Þú lést þig ekki bara varða félagið heldur allt samfélagið. Þitt endalausa framlag til sjúkrahúsanna í Leicester og góðgerðamálefna mun aldrei gleymast.“ „Þú breyttir fótboltanum. Að eilífu! Þú gafst von til allra um að það ómögulega væri mögulegt. Ekki bara til okkar stuðningsmanna heldur til allra stuðningsmanna heimsins, í hvaða íþrótt sem er. Það hafa ekki margir gert. Þú munt aldrei vita hversu mikla þýðingu þú hefur haft fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég lít á það sem heiður og forréttindi að hafa fengið að vera lítill hluti af þínu lífi,“ segir í grein Schmeichel sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.pic.twitter.com/sV5uJhJSsO— Kasper Schmeichel (@kschmeichel1) October 28, 2018
Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47 Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47
Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14