Hjartnæm kveðja Kasper Schmeichel: ,,Þú breyttir fótboltanum" Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. október 2018 10:30 Vichai Srivaddhanaprabha vísir/getty Fótboltasamfélagið á Englandi og víðar er í sárum í kjölfar hræðilegs slyss sem varð eftir leik Leicester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn og fórust allir þeir fimm sem voru í þyrlunni, þar á meðal var eigandinn sjálfur. Búið er að fresta leik Leicester og Southampton sem átti að fara fram í enska deildarbikarnum á morgun. Þá er sömuleiðis búið að fresta Evrópuleik unglingaliðs Leicester sem átti að leika gegn Feyenoord á morgun. Danski landsliðsmarkvörðurinn og varafyrirliði Leicester, Kasper Schmeichel, sem sást hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð hefur sent frá sér hjartnæma minningargrein til eigandans. „Kæri formaður. Ég get ekki trúað því að þetta sé að gerast. Hjarta mitt er brostið og ég er algjörlega í rusli. Ég trúi ekki því sem ég sá gerast í gærkvöldi. Það er of óraunverulegt.“ „Það er erfitt að setja í orð hversu mikið þú hefur gert fyrir þetta knattspyrnufélag og fyrir borgina Leicester. Við vitum allt um þær fjárfestingar sem þú og þín fjölskylda hefur lagt í þetta félag en þú hefur gert svo miklu meira. Þú lést þig ekki bara varða félagið heldur allt samfélagið. Þitt endalausa framlag til sjúkrahúsanna í Leicester og góðgerðamálefna mun aldrei gleymast.“ „Þú breyttir fótboltanum. Að eilífu! Þú gafst von til allra um að það ómögulega væri mögulegt. Ekki bara til okkar stuðningsmanna heldur til allra stuðningsmanna heimsins, í hvaða íþrótt sem er. Það hafa ekki margir gert. Þú munt aldrei vita hversu mikla þýðingu þú hefur haft fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég lít á það sem heiður og forréttindi að hafa fengið að vera lítill hluti af þínu lífi,“ segir í grein Schmeichel sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.pic.twitter.com/sV5uJhJSsO— Kasper Schmeichel (@kschmeichel1) October 28, 2018 Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47 Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Fótboltasamfélagið á Englandi og víðar er í sárum í kjölfar hræðilegs slyss sem varð eftir leik Leicester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn og fórust allir þeir fimm sem voru í þyrlunni, þar á meðal var eigandinn sjálfur. Búið er að fresta leik Leicester og Southampton sem átti að fara fram í enska deildarbikarnum á morgun. Þá er sömuleiðis búið að fresta Evrópuleik unglingaliðs Leicester sem átti að leika gegn Feyenoord á morgun. Danski landsliðsmarkvörðurinn og varafyrirliði Leicester, Kasper Schmeichel, sem sást hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð hefur sent frá sér hjartnæma minningargrein til eigandans. „Kæri formaður. Ég get ekki trúað því að þetta sé að gerast. Hjarta mitt er brostið og ég er algjörlega í rusli. Ég trúi ekki því sem ég sá gerast í gærkvöldi. Það er of óraunverulegt.“ „Það er erfitt að setja í orð hversu mikið þú hefur gert fyrir þetta knattspyrnufélag og fyrir borgina Leicester. Við vitum allt um þær fjárfestingar sem þú og þín fjölskylda hefur lagt í þetta félag en þú hefur gert svo miklu meira. Þú lést þig ekki bara varða félagið heldur allt samfélagið. Þitt endalausa framlag til sjúkrahúsanna í Leicester og góðgerðamálefna mun aldrei gleymast.“ „Þú breyttir fótboltanum. Að eilífu! Þú gafst von til allra um að það ómögulega væri mögulegt. Ekki bara til okkar stuðningsmanna heldur til allra stuðningsmanna heimsins, í hvaða íþrótt sem er. Það hafa ekki margir gert. Þú munt aldrei vita hversu mikla þýðingu þú hefur haft fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég lít á það sem heiður og forréttindi að hafa fengið að vera lítill hluti af þínu lífi,“ segir í grein Schmeichel sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.pic.twitter.com/sV5uJhJSsO— Kasper Schmeichel (@kschmeichel1) October 28, 2018
Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47 Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47
Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14