Annar grunsamlegur pakki var sendur til CNN Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 18:26 Höfuðstöðvar CNN í Atlanta. Pakkinn var stílaður á skrifstofurnar. Vísir/EPA Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að grunsamlegur pakki sem var stílaður á höfuðstöðvar CNN-fréttastöðvarinnar í Atlanta líkist þeim sem voru sendir nokkrum áberandi gagnrýnendum Donalds Trump forseta og innihéldu rörsprengjur. Pakkinn uppgötvaðist á pósthúsi og barst ekki stöðinni. Karlmaður á sextugsaldri sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump var handtekinn fyrir að hafa sent fjórtán rörsprengjur á pólitíska andstæðinga forsetans og fjölmiðla í síðustu viku. Hann á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Eina rörsprengjuna sendi maðurinn á skrifstofu CNN í New York en sendingin var stíluð á John Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, sem er álitsgjafi á stöðinni.Reuters-fréttastofan segir að sprengjusveit FBI í Atlanta og fleiri löggæslustofnanir hafi brugðist við þegar öryggisleit póstsins uppgötvaði pakkann. Jeff Zucker, forseti CNN, segir að engin hætta hafi verið á ferðum fyrir starfsmenn stöðvarinnar. Trump forseti hefur þverneitað að bera nokkra ábyrgð á að hafa skapað tortryggni og úlfúð í samfélaginu sem gæti hafa stuðlað að því að tilræðismaðurinn sendi andstæðingum hans sprengjur. Áður en tilræðismaðurinn var handtekinn gaf forsetinn samsæriskenningum um að sprengjurnar væru gabb undir fótinn. Í gær gagnrýndi Trump svo harðlega Tom Steyer, fjárhagslegan bakhjarl Demókrataflokksins, sem var einn þeirra sem sprengja var stíluð á. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að grunsamlegur pakki sem var stílaður á höfuðstöðvar CNN-fréttastöðvarinnar í Atlanta líkist þeim sem voru sendir nokkrum áberandi gagnrýnendum Donalds Trump forseta og innihéldu rörsprengjur. Pakkinn uppgötvaðist á pósthúsi og barst ekki stöðinni. Karlmaður á sextugsaldri sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump var handtekinn fyrir að hafa sent fjórtán rörsprengjur á pólitíska andstæðinga forsetans og fjölmiðla í síðustu viku. Hann á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Eina rörsprengjuna sendi maðurinn á skrifstofu CNN í New York en sendingin var stíluð á John Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, sem er álitsgjafi á stöðinni.Reuters-fréttastofan segir að sprengjusveit FBI í Atlanta og fleiri löggæslustofnanir hafi brugðist við þegar öryggisleit póstsins uppgötvaði pakkann. Jeff Zucker, forseti CNN, segir að engin hætta hafi verið á ferðum fyrir starfsmenn stöðvarinnar. Trump forseti hefur þverneitað að bera nokkra ábyrgð á að hafa skapað tortryggni og úlfúð í samfélaginu sem gæti hafa stuðlað að því að tilræðismaðurinn sendi andstæðingum hans sprengjur. Áður en tilræðismaðurinn var handtekinn gaf forsetinn samsæriskenningum um að sprengjurnar væru gabb undir fótinn. Í gær gagnrýndi Trump svo harðlega Tom Steyer, fjárhagslegan bakhjarl Demókrataflokksins, sem var einn þeirra sem sprengja var stíluð á.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00
Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15
Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00