Mjólkurbikarinn snýr aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2018 14:32 Frá undirskriftinni í dag. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Ari Edwald, forstjóri MS, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Fulltrúar félaga sem leika í 1. umferð keppninnar eru einnig á myndinni. Vísir/E. Stefán Nýr kostandi var í dag kynntur á Bikarkeppni KSÍ en það er MS og mun því keppnin aftur heita Mjólkurbikarinn eins og hún gerði frá 1986 til 1996. Samningurinn var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ af fulltrúum KSÍ, MS og Sýnar hf., sem meðal annars rekur Stöð 2 Sport og Vísi. Mjólkurbikarinn hefst á undan Pepsi-deildinni og fara fyrstu leikirnir fram 12. apríl með fimm leikjum í karlaflokki. Úrslitaleikur í kvennaflokki fer fram í ágúst en í karlaflokki í september. Eftirfarandi fréttatilkynning var svo birt á heimasíðu KSÍ í dag:Snúa glösin líka aftur?Vísir/E. Stefán„Það muna eflaust margir eftir því þegar Bikarkeppni KSÍ bar yfirskriftina Mjólkurbikarinn og er því skemmtilegt að greina frá því að nú í sumar snýr Mjólkurbikarinn aftur. Samstarfssamningur KSÍ, Mjólkursamsölunnar og Sýnar var undirritaður í húsakynnum KSÍ í dag, 5. apríl af þeim Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar og Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar. Að lokinni undirskrift var að sjálfsögðu skálað í mjólk í þar til gerðum mjólkurbikar og ekki þótti gestum verra að gæða sér á súkkulaðiköku í leiðinni. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar: „Það er okkur mikil ánægja að vera þátttakendur í þessu skemmtilega verkefni sem Bikarkeppni KSÍ er og eiga þátt í því að endurvekja gamla og góða Mjólkurbikarinn sem svo margir minnast með hlýjum huga. Við hlökkum til að fylgjast með æsispennandi keppni í sumar og bíðum spennt eftir að skála í mjólk með verðandi Mjólkurbikarmeisturum í september.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ: „Ég er mjög ánægður með þennan samning og vænti mikils af samstarfinu milli MS, KSÍ og félaganna. Mjólkursamsalan hefur sterkar rætur í íslensku samfélagi og hefur mikla tengingu við íþróttahreyfinguna. Bikarkeppni KSÍ hét einmitt Mjólkurbikarinn um árabil og eflaust mörg okkar sem muna vel eftir því.“ Mjólkurbikar karla hefst fimmtudaginn 12. apríl með fimm leikjum í karlaflokki en þá mætast Ýmir og KV, Álftanes og Ísbjörninn, ÍR og Ægir, Grótta og Vatnaliljur, Augnablik og Kormákur/Hvöt og loks Berserkir og Reynir S. Alls eru 27 leikir á dagskrá í fyrstu umferð karla sem lýkur laugardaginn 27. apríl. Mjólkurbikar kvenna hefst laugardaginn 5. maí en þá mætast lið Álftaness og Fjölnis á Bessastaðavelli en alls eru níu leikir á dagskrá í fyrstu umferð kvenna sem lýkur mánudaginn 21. maí. 58 ár eru síðan bikarkeppni KSÍ var haldin í fyrsta sinn en það var árið 1960 sem fyrst var keppt um bikarinn og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar í lok sumars en leikið verður til úrslita í Mjólkurbikar karla og kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 15. september.“ Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Nýr kostandi var í dag kynntur á Bikarkeppni KSÍ en það er MS og mun því keppnin aftur heita Mjólkurbikarinn eins og hún gerði frá 1986 til 1996. Samningurinn var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ af fulltrúum KSÍ, MS og Sýnar hf., sem meðal annars rekur Stöð 2 Sport og Vísi. Mjólkurbikarinn hefst á undan Pepsi-deildinni og fara fyrstu leikirnir fram 12. apríl með fimm leikjum í karlaflokki. Úrslitaleikur í kvennaflokki fer fram í ágúst en í karlaflokki í september. Eftirfarandi fréttatilkynning var svo birt á heimasíðu KSÍ í dag:Snúa glösin líka aftur?Vísir/E. Stefán„Það muna eflaust margir eftir því þegar Bikarkeppni KSÍ bar yfirskriftina Mjólkurbikarinn og er því skemmtilegt að greina frá því að nú í sumar snýr Mjólkurbikarinn aftur. Samstarfssamningur KSÍ, Mjólkursamsölunnar og Sýnar var undirritaður í húsakynnum KSÍ í dag, 5. apríl af þeim Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar og Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar. Að lokinni undirskrift var að sjálfsögðu skálað í mjólk í þar til gerðum mjólkurbikar og ekki þótti gestum verra að gæða sér á súkkulaðiköku í leiðinni. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar: „Það er okkur mikil ánægja að vera þátttakendur í þessu skemmtilega verkefni sem Bikarkeppni KSÍ er og eiga þátt í því að endurvekja gamla og góða Mjólkurbikarinn sem svo margir minnast með hlýjum huga. Við hlökkum til að fylgjast með æsispennandi keppni í sumar og bíðum spennt eftir að skála í mjólk með verðandi Mjólkurbikarmeisturum í september.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ: „Ég er mjög ánægður með þennan samning og vænti mikils af samstarfinu milli MS, KSÍ og félaganna. Mjólkursamsalan hefur sterkar rætur í íslensku samfélagi og hefur mikla tengingu við íþróttahreyfinguna. Bikarkeppni KSÍ hét einmitt Mjólkurbikarinn um árabil og eflaust mörg okkar sem muna vel eftir því.“ Mjólkurbikar karla hefst fimmtudaginn 12. apríl með fimm leikjum í karlaflokki en þá mætast Ýmir og KV, Álftanes og Ísbjörninn, ÍR og Ægir, Grótta og Vatnaliljur, Augnablik og Kormákur/Hvöt og loks Berserkir og Reynir S. Alls eru 27 leikir á dagskrá í fyrstu umferð karla sem lýkur laugardaginn 27. apríl. Mjólkurbikar kvenna hefst laugardaginn 5. maí en þá mætast lið Álftaness og Fjölnis á Bessastaðavelli en alls eru níu leikir á dagskrá í fyrstu umferð kvenna sem lýkur mánudaginn 21. maí. 58 ár eru síðan bikarkeppni KSÍ var haldin í fyrsta sinn en það var árið 1960 sem fyrst var keppt um bikarinn og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar í lok sumars en leikið verður til úrslita í Mjólkurbikar karla og kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 15. september.“
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira