Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 19:00 James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, er sakaður um að hafa blekkt dómara. Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Síðastliðinn mánudag greiddu repúblikanar, sem eru í meirihluta nefndarinnar, atkvæði með því að birta hið fjögurra blaðsíðna minnisblað sem formaður nefndarinnar, Devin Nunes, lét taka saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér eða skoða í sérstökum kassa hér fyrir neðan.Þar sem minnisblaðið var leynilegt var það sent til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fékk fimm daga til að taka ákvörðun um hvort minnisblaðið yrði gert opinbert eða ekki.Tók hann ákvörðun í dag um að birta minnisblaðið.Minnisblaðið er afar umdeilt og hafa demókratar, sem og FBI ásamt dómsmálaráðuneytinu harðlega gagnrýnt birtingu þess.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBandarískivefmiðillinn Vox hefur tekið saman efni minnisblaðsinsog segir í umfjöllun Vox að í minnisblaðinu megi finna fjölmargar eldfimar ásakanir sem kunni að koma illa við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni svokölluðu.Eftirfarandi eru lykilfullyrðingar minnisblaðsins en rétt er að taka fram að FBI telur að efnislegar staðreyndir semhefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðingaí minnisblaðinu hafi verið skildar út undan. FBI notaði hina umdeildu Steele-skýrslu sem tekin var saman af Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustumanni til þess að fá heimild til þess að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump. Í skýrslunni er því haldið fram að náið samstarf hafi verið á milli Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi. Skýrslan var að hluta til fjármögnuð að framboði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum 2016. Í minnisblaðinu segir að þetta sé alvarlegt vandamálEmbættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI vissu að lögfræðingur á vegum framboðs Clinton hafi fjármagnað skýrsluna á óbeinan hátt án þess að taka það fram í dómsal þegar farið var fram á heimild til þess að hlera framboð Trump. Þá var þetta heldur ekki tekið fram þegar heimildin var endurnýjuð.Þá er því einnig haldið fram að í samræðum við Bruce Ohr, þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna í september 2016, hafi Steele sagst vera mjög áfram um það að Trump yrði ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá starfaði eiginkona Ohr fyrir fyrirtækið sem réð Steele til þess að vinna skýrsluna. Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum og pólitískum grundvelli. Ljóst þykir að repúblikanar munu nota efni minnisblaðsins til þess að grafa undan rannsókn Mueller. Devin Nunes hefur sagt að minnisblaðið leiði það í ljós að háttsettir embættismenn hafi notað óstaðfestar upplýsingar til þess að fá heimild til þess að hlera framboð í miðri kosningabaráttu.Þá gaf Trump til kynna í dag á Twitter að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Hefur verið greint frá því að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu. Þá hefur Washington Post eftir heimildarmönnum innan löggæslustofnanna Bandaríkjanna að þeir óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem átyllu til þess að reka Rosenstein, sem er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Síðastliðinn mánudag greiddu repúblikanar, sem eru í meirihluta nefndarinnar, atkvæði með því að birta hið fjögurra blaðsíðna minnisblað sem formaður nefndarinnar, Devin Nunes, lét taka saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér eða skoða í sérstökum kassa hér fyrir neðan.Þar sem minnisblaðið var leynilegt var það sent til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fékk fimm daga til að taka ákvörðun um hvort minnisblaðið yrði gert opinbert eða ekki.Tók hann ákvörðun í dag um að birta minnisblaðið.Minnisblaðið er afar umdeilt og hafa demókratar, sem og FBI ásamt dómsmálaráðuneytinu harðlega gagnrýnt birtingu þess.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBandarískivefmiðillinn Vox hefur tekið saman efni minnisblaðsinsog segir í umfjöllun Vox að í minnisblaðinu megi finna fjölmargar eldfimar ásakanir sem kunni að koma illa við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni svokölluðu.Eftirfarandi eru lykilfullyrðingar minnisblaðsins en rétt er að taka fram að FBI telur að efnislegar staðreyndir semhefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðingaí minnisblaðinu hafi verið skildar út undan. FBI notaði hina umdeildu Steele-skýrslu sem tekin var saman af Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustumanni til þess að fá heimild til þess að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump. Í skýrslunni er því haldið fram að náið samstarf hafi verið á milli Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi. Skýrslan var að hluta til fjármögnuð að framboði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum 2016. Í minnisblaðinu segir að þetta sé alvarlegt vandamálEmbættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI vissu að lögfræðingur á vegum framboðs Clinton hafi fjármagnað skýrsluna á óbeinan hátt án þess að taka það fram í dómsal þegar farið var fram á heimild til þess að hlera framboð Trump. Þá var þetta heldur ekki tekið fram þegar heimildin var endurnýjuð.Þá er því einnig haldið fram að í samræðum við Bruce Ohr, þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna í september 2016, hafi Steele sagst vera mjög áfram um það að Trump yrði ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá starfaði eiginkona Ohr fyrir fyrirtækið sem réð Steele til þess að vinna skýrsluna. Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum og pólitískum grundvelli. Ljóst þykir að repúblikanar munu nota efni minnisblaðsins til þess að grafa undan rannsókn Mueller. Devin Nunes hefur sagt að minnisblaðið leiði það í ljós að háttsettir embættismenn hafi notað óstaðfestar upplýsingar til þess að fá heimild til þess að hlera framboð í miðri kosningabaráttu.Þá gaf Trump til kynna í dag á Twitter að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Hefur verið greint frá því að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu. Þá hefur Washington Post eftir heimildarmönnum innan löggæslustofnanna Bandaríkjanna að þeir óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem átyllu til þess að reka Rosenstein, sem er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00