Byssumaðurinn hafði horn í síðu Youtube Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 06:50 Nasim Aghdam sagði myndbandavefsíðuna hafa ritskoðað sig. NASIM AGHDAM Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. Konan er sögð hafa heitið Nasim Aghdam og á að hafa verið 39 ára gömul. Lögreglan rannsakar enn hvað vakti fyrir henni en ekkert bendir til þess á þessari stundu að hún hafi þekkt fórnarlömb sín. Karlmaður á fertugsaldri er sagður vera alvarlega slasaður en tvær konur um þrítugt eru taldar hafa sloppið með smávægileg meiðsl. Á vefsíðu sinni hafði Aghdam gagnrýnt Youtube nokkuð harðlega fyrir ritskoðunartilburði. Þannig hafi hún reynt að hlaða upp myndböndum sem ýmist voru tekin út eða lokað fyrir þau með einhverjum hætti. Að hennar sögn gerði Youtube upp á milli notenda sinna sem hefðu ekki allir jafna möguleika á frægð og frama á myndbandavefsíðunni. Youtube hefur nú eytt aðgangi hennar á síðunni. Öðrum samfélagsmiðlareikningum hennar hefur einnig verið lokað.Sjá einnig: Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Upphaflega var greint frá því að Aghdam hafi skotið kærastann sinn í gærkvöldi en þær fregnir voru fljótt dregnar til baka. Árásin átti sér stað um hádegisbil að staðartíma og voru fjölmargir starfsmenn Youtube að snæða hádegisverð þegar Aghdam hóf skothríðina. Sérstaka athygli vekur að árásarmaður gærdagsins hafi verið kvenkyns. Rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á 160 skotárásum sem þessum á árunum 2000 til 2013 bendir til þess að aðeins 6 byssumannanna hafi verið konur. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði lögreglumönnum fyrir vel unnin störf á Twitter-síðu sinni eftir árásina.Was just briefed on the shooting at YouTube's HQ in San Bruno, California. Our thoughts and prayers are with everybody involved. Thank you to our phenomenal Law Enforcement Officers and First Responders that are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 3, 2018 Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. Konan er sögð hafa heitið Nasim Aghdam og á að hafa verið 39 ára gömul. Lögreglan rannsakar enn hvað vakti fyrir henni en ekkert bendir til þess á þessari stundu að hún hafi þekkt fórnarlömb sín. Karlmaður á fertugsaldri er sagður vera alvarlega slasaður en tvær konur um þrítugt eru taldar hafa sloppið með smávægileg meiðsl. Á vefsíðu sinni hafði Aghdam gagnrýnt Youtube nokkuð harðlega fyrir ritskoðunartilburði. Þannig hafi hún reynt að hlaða upp myndböndum sem ýmist voru tekin út eða lokað fyrir þau með einhverjum hætti. Að hennar sögn gerði Youtube upp á milli notenda sinna sem hefðu ekki allir jafna möguleika á frægð og frama á myndbandavefsíðunni. Youtube hefur nú eytt aðgangi hennar á síðunni. Öðrum samfélagsmiðlareikningum hennar hefur einnig verið lokað.Sjá einnig: Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Upphaflega var greint frá því að Aghdam hafi skotið kærastann sinn í gærkvöldi en þær fregnir voru fljótt dregnar til baka. Árásin átti sér stað um hádegisbil að staðartíma og voru fjölmargir starfsmenn Youtube að snæða hádegisverð þegar Aghdam hóf skothríðina. Sérstaka athygli vekur að árásarmaður gærdagsins hafi verið kvenkyns. Rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á 160 skotárásum sem þessum á árunum 2000 til 2013 bendir til þess að aðeins 6 byssumannanna hafi verið konur. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði lögreglumönnum fyrir vel unnin störf á Twitter-síðu sinni eftir árásina.Was just briefed on the shooting at YouTube's HQ in San Bruno, California. Our thoughts and prayers are with everybody involved. Thank you to our phenomenal Law Enforcement Officers and First Responders that are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 3, 2018
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23