Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2018 14:28 Teikning úr dómsal. Peter Madsen snýr baki í teiknarann. Vísir/AFP Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. Með þessu er saksóknari að reyna að sýna fram á að Madsen hafi ráðgert að myrða Wall.Réttarhöldin héldu áfram í dag en fyrir páska reyndi saksóknari að varpa ljósi á kynferðislega hegðun Madsens, en hann virðist meðal annars hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum sem Kim Wall fór sína hinstu för í þann 10. ágúst síðastliðinn.Nær öll vitni í málinu hafa komið fyrir dómara en eftir á að ákveða hvort að fyrrverandi eiginkona Madsen beri vitni auk þess sem að verjandi Madsen hefur farið fram á tölvusérfræðingur frá dönsku lögreglunni sem fór yfir tölvugögn í fórum Madsen svari frekari spurningum. Jakob Buch-Jepsen sækir Peter Madsen til saka.Vísir/AFP Leitaði að „Game of Thrones“ og aftökmyndböndum frá ISIS Það voru þessi tölvugögn sem voru til umfjöllunar megnið af deginum í dag. Fór saksóknari yfir öll þau gögn sem fundust í tölvum Madsen sem embætti hans telur að varði málið. Meðal þess sem fannst voru kynlífsmyndbönd af Madsen með konum.Þá fundust einnig myndbönd þar sem sjá má konur vera brenndar en alls fundust fjöldi myndbanda og mynda þar sem verið sjá má einhvers konar misþyrmingu á konum. Saksóknari lagði einnig fram leitir úr leitarvélinni Google sem Madsen er sagður hafa framkvæmt.Kom fram að allt frá árinu 2010 hafi Madsen leitað að klámfengnu efni sem og efni þar sem sjá má verið að taka konur af lífi. Gögn saksóknara voru mjög nákvæm en fyrir dómi kom fram að Madsen hafði meðal annars leitað að orðunum „Game of Thrones,“ „Gyldendals Boldklub“ og „Cute Cats“ svo dæmi séu tekin.Kom einnig fram að 26. júlí, um tveimur vikum áður en Wall lét lífið, leitaði Madsen að aftökumyndböndum frá ISIS sem og öðrum aftökumyndböndum. Daginn áður en Wall og Madsen héldu út um borð í kafbáti Madsen framkvæmdi hann Google-leitir með orðunum „girl“ „pain“ og „háls“ eða „stúlka“, „sársauki“, og „háls“. Kim Wall var sænskur blaðamaður í blóma lífsins.Vísir/AFP Verjandi Madsen segir að leit sé ekki það sama og heimsókn á vefsíðu Sagði saksóknari einnig að þann 27. júlí hafi Madsen leitað ítrekað að orðinu „álpípa“ á Google.„Ástæðan fyrir því að við höfum áhuga á þessu er að pípa var bundin við Kim Wall,“ sagði Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, lét ítrekað í sér heyra á meðan Jepsen þuldi upp Google-leitir Madsen. Minnti Engmark dómara á að þó að Madsen hafi leitað að tilteknum orðum þýði það ekki endilega að Madsen hafi heimsótt vefsíðurnar sem leitirnar hafi skilað.Sagði hún einnig að ekki væri víst að Madsen hafði horft á þau myndbönd sem saksóknari minntist á fyrir dómi í dag, jafnvel þó að þau hafi verið opnuð. Ekki væri samasemmerki þarna á milli.Hefur Engmark sem fyrr segir krafist þess að fá að spyrja sérfræðinginn sem fór yfir tölvur Madsen út í vinnu hans, meðal annars til þess að sjá hvort að hægt sé að fá úr því skorið hvort að Madsen hafi raunverulega skoðað það sem hann leitaði að.Réttarhöldin halda áfram á morgun. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. Með þessu er saksóknari að reyna að sýna fram á að Madsen hafi ráðgert að myrða Wall.Réttarhöldin héldu áfram í dag en fyrir páska reyndi saksóknari að varpa ljósi á kynferðislega hegðun Madsens, en hann virðist meðal annars hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum sem Kim Wall fór sína hinstu för í þann 10. ágúst síðastliðinn.Nær öll vitni í málinu hafa komið fyrir dómara en eftir á að ákveða hvort að fyrrverandi eiginkona Madsen beri vitni auk þess sem að verjandi Madsen hefur farið fram á tölvusérfræðingur frá dönsku lögreglunni sem fór yfir tölvugögn í fórum Madsen svari frekari spurningum. Jakob Buch-Jepsen sækir Peter Madsen til saka.Vísir/AFP Leitaði að „Game of Thrones“ og aftökmyndböndum frá ISIS Það voru þessi tölvugögn sem voru til umfjöllunar megnið af deginum í dag. Fór saksóknari yfir öll þau gögn sem fundust í tölvum Madsen sem embætti hans telur að varði málið. Meðal þess sem fannst voru kynlífsmyndbönd af Madsen með konum.Þá fundust einnig myndbönd þar sem sjá má konur vera brenndar en alls fundust fjöldi myndbanda og mynda þar sem verið sjá má einhvers konar misþyrmingu á konum. Saksóknari lagði einnig fram leitir úr leitarvélinni Google sem Madsen er sagður hafa framkvæmt.Kom fram að allt frá árinu 2010 hafi Madsen leitað að klámfengnu efni sem og efni þar sem sjá má verið að taka konur af lífi. Gögn saksóknara voru mjög nákvæm en fyrir dómi kom fram að Madsen hafði meðal annars leitað að orðunum „Game of Thrones,“ „Gyldendals Boldklub“ og „Cute Cats“ svo dæmi séu tekin.Kom einnig fram að 26. júlí, um tveimur vikum áður en Wall lét lífið, leitaði Madsen að aftökumyndböndum frá ISIS sem og öðrum aftökumyndböndum. Daginn áður en Wall og Madsen héldu út um borð í kafbáti Madsen framkvæmdi hann Google-leitir með orðunum „girl“ „pain“ og „háls“ eða „stúlka“, „sársauki“, og „háls“. Kim Wall var sænskur blaðamaður í blóma lífsins.Vísir/AFP Verjandi Madsen segir að leit sé ekki það sama og heimsókn á vefsíðu Sagði saksóknari einnig að þann 27. júlí hafi Madsen leitað ítrekað að orðinu „álpípa“ á Google.„Ástæðan fyrir því að við höfum áhuga á þessu er að pípa var bundin við Kim Wall,“ sagði Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, lét ítrekað í sér heyra á meðan Jepsen þuldi upp Google-leitir Madsen. Minnti Engmark dómara á að þó að Madsen hafi leitað að tilteknum orðum þýði það ekki endilega að Madsen hafi heimsótt vefsíðurnar sem leitirnar hafi skilað.Sagði hún einnig að ekki væri víst að Madsen hafði horft á þau myndbönd sem saksóknari minntist á fyrir dómi í dag, jafnvel þó að þau hafi verið opnuð. Ekki væri samasemmerki þarna á milli.Hefur Engmark sem fyrr segir krafist þess að fá að spyrja sérfræðinginn sem fór yfir tölvur Madsen út í vinnu hans, meðal annars til þess að sjá hvort að hægt sé að fá úr því skorið hvort að Madsen hafi raunverulega skoðað það sem hann leitaði að.Réttarhöldin halda áfram á morgun.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27
Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51
„Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12