Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 10:21 Hermenn í hlífðarklæðum fjarlægja bekkinn sem Skrípalfeðginin fundust hálfmeðvitundarlaus á í mars. Vísir/EPA Fulltrúar Rússa hjá Alþjóðaefnavopnastofnuninni saka vesturlönd um að ætla sér að vera ákærendur, dómarar og böðlar í máli rússneska fyrrverandi njósnarans Sergei Skrípal sem eitrað var fyrir á Bretlandi í vor. Bandaríkjastjórn kynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna taugaeitursárásarinnar á Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að árásinni. Bresk kona lést eftir að hún og maður hennar komust óvart í snertingu við taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. „Sameiginlega vinnur vestrið sem ákærandi, dómari og böðull á sama tíma í hinu svokallaða novichok-drama. Hvers vegna ætti Rússland að sanna sakleysi sitt frekar en öfugt?“ skrifaði rússneska sendinefndin við Alþjóðaefnavopnastofnunina á Twitter í dag, að því er segir í frétt Reuters. Gengi rússnesku rúblunnar féll eftir að tilkynnt var um nýjustu umferð viðskiptaþvingana Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hlutabréf í stórum rússneskum fyrirtækjum féllu einnig í verði. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti um aðgerðirnar eftir að það komst að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu beitt efna- eða sýklavopn í trássi við alþjóðalög og gegn eigin borgurum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira
Fulltrúar Rússa hjá Alþjóðaefnavopnastofnuninni saka vesturlönd um að ætla sér að vera ákærendur, dómarar og böðlar í máli rússneska fyrrverandi njósnarans Sergei Skrípal sem eitrað var fyrir á Bretlandi í vor. Bandaríkjastjórn kynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna taugaeitursárásarinnar á Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að árásinni. Bresk kona lést eftir að hún og maður hennar komust óvart í snertingu við taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. „Sameiginlega vinnur vestrið sem ákærandi, dómari og böðull á sama tíma í hinu svokallaða novichok-drama. Hvers vegna ætti Rússland að sanna sakleysi sitt frekar en öfugt?“ skrifaði rússneska sendinefndin við Alþjóðaefnavopnastofnunina á Twitter í dag, að því er segir í frétt Reuters. Gengi rússnesku rúblunnar féll eftir að tilkynnt var um nýjustu umferð viðskiptaþvingana Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hlutabréf í stórum rússneskum fyrirtækjum féllu einnig í verði. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti um aðgerðirnar eftir að það komst að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu beitt efna- eða sýklavopn í trássi við alþjóðalög og gegn eigin borgurum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira
Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30
Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00
Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52