Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 16:55 Kona kemur fyrir skóm á torgi fyrir framan þinghúsið í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó í júní. Hvert par átti að tákna íbúa eyjunnar sem fórst af völdum Maríu. Vísir/EPA Yfirvöld á Púertó Ríkó hafa nú viðurkennt að rúmlega 1.400 manns fórust af völdum fellibyljarins Maríu í fyrra. Það er margfalt meira mannfall en opinberar tölur hafa sagt til um fram að þessu. Upphaflega héldu yfirvöld á bandaríska yfirráðasvæðinu að 64 hefðu farist þegar María gekk yfir eyjuna í september í fyrra og vegna afleiðinga fellibyljarins. Nýja talan kemur fram í skýrsludrögum Bandaríkjaþings vegna óska um fjárveitingar til uppbyggingar á eyjunni. Talsmaður ríkisstjórnar Púertó Ríkó segir að nýja matið sé raunhæft að opinberum tölum um mannskaða hafi þó enn ekki verið breytt. Beðið sé eftir niðurstöðum rannsókn George Washington-háskóla. Stjórnin hefur verið sökuð um að reyna að gera lítið úr mannskaðanum. Talið er að margir hafi farist þegar rafmagnsleysi og skortur á nauðsynjum truflaði læknismeðferðir og fólk komst ekki á sjúkrahús. Sykursýki og blóðeitrun hafi orðið mörgum að aldurtila, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Innviðir Púertó Ríkó eru enn ekki komnir í samt lag nú þegar tæpt ár er liðið frá hamförunum. Rafmagni hefur ítrekað slegið út, þar á meðal á allri eyjunni nú síðast í apríl. Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru fyrr á þessu ráði og byggðist meðal annars á viðtölum við íbúa eyjunnar bentu til þess að allt að fleiri þúsund manns gætu hafa látið lífið af völdum fellibyljarins. Ekki var þó um nákvæma talningu að ræða heldur áætluðu rannsakendurnir aukningu í dánartíðni eftir Maríu og mátu út frá henni mögulegan fjölda látinna. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Yfirvöld á Púertó Ríkó hafa nú viðurkennt að rúmlega 1.400 manns fórust af völdum fellibyljarins Maríu í fyrra. Það er margfalt meira mannfall en opinberar tölur hafa sagt til um fram að þessu. Upphaflega héldu yfirvöld á bandaríska yfirráðasvæðinu að 64 hefðu farist þegar María gekk yfir eyjuna í september í fyrra og vegna afleiðinga fellibyljarins. Nýja talan kemur fram í skýrsludrögum Bandaríkjaþings vegna óska um fjárveitingar til uppbyggingar á eyjunni. Talsmaður ríkisstjórnar Púertó Ríkó segir að nýja matið sé raunhæft að opinberum tölum um mannskaða hafi þó enn ekki verið breytt. Beðið sé eftir niðurstöðum rannsókn George Washington-háskóla. Stjórnin hefur verið sökuð um að reyna að gera lítið úr mannskaðanum. Talið er að margir hafi farist þegar rafmagnsleysi og skortur á nauðsynjum truflaði læknismeðferðir og fólk komst ekki á sjúkrahús. Sykursýki og blóðeitrun hafi orðið mörgum að aldurtila, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Innviðir Púertó Ríkó eru enn ekki komnir í samt lag nú þegar tæpt ár er liðið frá hamförunum. Rafmagni hefur ítrekað slegið út, þar á meðal á allri eyjunni nú síðast í apríl. Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru fyrr á þessu ráði og byggðist meðal annars á viðtölum við íbúa eyjunnar bentu til þess að allt að fleiri þúsund manns gætu hafa látið lífið af völdum fellibyljarins. Ekki var þó um nákvæma talningu að ræða heldur áætluðu rannsakendurnir aukningu í dánartíðni eftir Maríu og mátu út frá henni mögulegan fjölda látinna.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12