Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 15:43 Samgöngur eru stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Áform Trump um að draga úr sparneytni bíla gæti því verið stærra bakslag fyrir loftslagsaðgerðir en afnám margra annarra umhverfisreglna sem hann hefur lagt til. Vísir/EPA Áform ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að frysta kröfur um sparneytni fólksbíla og léttari trukka gætu aukið losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum um það sem nemur heildarlosun miðlungsstórs lands á ári. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt stigvaxandi útblástursreglur sem hefðu gert kröfu um að bílaframleiðendur gerðu bíla sína um það bil helmingi sparneytnari fyrir árið 2025. Tillaga Trump nú gerir ráð fyrir að kröfurnar verði frystar árið 2021. Greining rannsóknafyrirtækisins Rhodium Group sem New York Times greinir frá gerir ráð fyrir að þessa slakari kröfur um sparneytni þýði að bandaríski bílaflotinn muni losa 321-931 milljón tonn meira af koltvísýringi til ársins 2035 en hann hefði gert með strangari reglunum. Sú viðbótarlosun er meiri en árleg losun ríkja eins og Austurríkis, Bangladess og Grikklands á gróðurhúsalofttegundum. Engu að síður rökstyður Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tillöguna með því að hún hafi hverfandi áhrif á loftslag jarðar. Viðbótarmengunin muni auka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum um 0,65 hluta úr milljón við aldamótin. Styrkurinn var 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Styrkurinn verður enn hærri um aldamótin ef menn halda áfram losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Búist við stríði fyrir dómstólum um örlög reglnanna Því hefur verið spáð að tillaga Trump-stjórnarinnar muni mæta mikilli mótspyrnu og örlög hennar ráðist fyrir dómstólum. Ástæðan er ekki síst sú að með tillögunni myndi alríkisstjórnin afturkalla undanþágu sem Kaliforníuríki hefur notið um áratugaskeið til að setja sér sínar eigin losunarreglur. Fjöldi annarra bandarískra ríkja fylgja fordæmi Kaliforníu í þeim efnum. Fulltrúar Kaliforníu og átján ríkja sem fylgja stöðlum ríkisins hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að stöðva tillöguna. Sumir sérfræðingar hafa einnig bent á að rökstuðningur Umhverfisstofnunarinnar fyrir því að slaka á reglunum standi á brauðfótum. Á meðal þess sem stofnunin taldi mæla gegn strangari reglunum var að þær myndu leiða til fleiri dauðsfalla í umferðinni. Kæmust ökumenn lengra á bensíntanknum á sparneytnari bílum myndu þeir aka lengra. Sá viðbótarakstur myndi fjölga dauðsföllum til muna. Austurríki Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Áform ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að frysta kröfur um sparneytni fólksbíla og léttari trukka gætu aukið losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum um það sem nemur heildarlosun miðlungsstórs lands á ári. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt stigvaxandi útblástursreglur sem hefðu gert kröfu um að bílaframleiðendur gerðu bíla sína um það bil helmingi sparneytnari fyrir árið 2025. Tillaga Trump nú gerir ráð fyrir að kröfurnar verði frystar árið 2021. Greining rannsóknafyrirtækisins Rhodium Group sem New York Times greinir frá gerir ráð fyrir að þessa slakari kröfur um sparneytni þýði að bandaríski bílaflotinn muni losa 321-931 milljón tonn meira af koltvísýringi til ársins 2035 en hann hefði gert með strangari reglunum. Sú viðbótarlosun er meiri en árleg losun ríkja eins og Austurríkis, Bangladess og Grikklands á gróðurhúsalofttegundum. Engu að síður rökstyður Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tillöguna með því að hún hafi hverfandi áhrif á loftslag jarðar. Viðbótarmengunin muni auka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum um 0,65 hluta úr milljón við aldamótin. Styrkurinn var 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Styrkurinn verður enn hærri um aldamótin ef menn halda áfram losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Búist við stríði fyrir dómstólum um örlög reglnanna Því hefur verið spáð að tillaga Trump-stjórnarinnar muni mæta mikilli mótspyrnu og örlög hennar ráðist fyrir dómstólum. Ástæðan er ekki síst sú að með tillögunni myndi alríkisstjórnin afturkalla undanþágu sem Kaliforníuríki hefur notið um áratugaskeið til að setja sér sínar eigin losunarreglur. Fjöldi annarra bandarískra ríkja fylgja fordæmi Kaliforníu í þeim efnum. Fulltrúar Kaliforníu og átján ríkja sem fylgja stöðlum ríkisins hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að stöðva tillöguna. Sumir sérfræðingar hafa einnig bent á að rökstuðningur Umhverfisstofnunarinnar fyrir því að slaka á reglunum standi á brauðfótum. Á meðal þess sem stofnunin taldi mæla gegn strangari reglunum var að þær myndu leiða til fleiri dauðsfalla í umferðinni. Kæmust ökumenn lengra á bensíntanknum á sparneytnari bílum myndu þeir aka lengra. Sá viðbótarakstur myndi fjölga dauðsföllum til muna.
Austurríki Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28
Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51