Þjófur sérhæfður í innbrotum í bílaleigubíla veldur lögreglu vanda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. desember 2018 23:40 Maðurinn sem er í haldi lögreglu er grunaður um innbrot í fjölmarga Dacia Duster bíla í póstnúmerinu 101. Vísir Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. Þar hafi hann stolið verðmætum fyrir tugi milljóna. Maðurinn er í gæsluvarðahaldi til þar til um miðjan janúar grunaður um fjölmörg innbrot í bíla af tegundinni Dacia Duster síðustu mánuði þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Þessi bílategund er mjög vinsæl hjá bílaleigum landsins og því mjög algengt að ferðamenn séu á slíkum bílnum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það hafa tekið lögreglu nokkurn tíma að átta sig á mynstrinu og umfanginu en nú sé búið að kortleggja öll innbrot í bíla af þessari tegund á síðustu mánuðum. „Hann einhvern veginn náði að snúa læsingunni út og fór eins og eldur um sinu hér í hverfinu 101. Við erum komin með fimmtíu, sextíu, sjötíu innbrot í svona bíla,“ segir Jóhann Karl. Hann segir verðmætin sem hafi tapast hjá ferðmönnunum hlaupa á tugum milljóna. Þrátt fyrir að þessi maður sé í gæsluvarðhaldi sé nokkuð um að brotist sé inn í bíla hjá ferðamönnum enda oft talsverð verðmæti þar á ferð. Ferðamenn komi og fari á meðan íslendingar geti varað hvorn annan við bylgjum sem þessum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé nokkuð strembið fyrir lögreglu að vinna svona mál. „Þetta er hvít úlpa og græn taska eða myndavél og fólk er jafnvel komið aftur til Kína. Og það þarf að hafa samband á tölvupósti og það þarf að lýsa úlpunni nákvæmlega svo við vitum að þetta sé þín úlpa en ekki einhvers annars. Þetta er svakaleg vinna,“ segir Jóhann Karl. Maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi er af erlendu bergi brotinn, en hann hefur neitað sök í málinu. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Sjá meira
Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. Þar hafi hann stolið verðmætum fyrir tugi milljóna. Maðurinn er í gæsluvarðahaldi til þar til um miðjan janúar grunaður um fjölmörg innbrot í bíla af tegundinni Dacia Duster síðustu mánuði þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Þessi bílategund er mjög vinsæl hjá bílaleigum landsins og því mjög algengt að ferðamenn séu á slíkum bílnum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það hafa tekið lögreglu nokkurn tíma að átta sig á mynstrinu og umfanginu en nú sé búið að kortleggja öll innbrot í bíla af þessari tegund á síðustu mánuðum. „Hann einhvern veginn náði að snúa læsingunni út og fór eins og eldur um sinu hér í hverfinu 101. Við erum komin með fimmtíu, sextíu, sjötíu innbrot í svona bíla,“ segir Jóhann Karl. Hann segir verðmætin sem hafi tapast hjá ferðmönnunum hlaupa á tugum milljóna. Þrátt fyrir að þessi maður sé í gæsluvarðhaldi sé nokkuð um að brotist sé inn í bíla hjá ferðamönnum enda oft talsverð verðmæti þar á ferð. Ferðamenn komi og fari á meðan íslendingar geti varað hvorn annan við bylgjum sem þessum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé nokkuð strembið fyrir lögreglu að vinna svona mál. „Þetta er hvít úlpa og græn taska eða myndavél og fólk er jafnvel komið aftur til Kína. Og það þarf að hafa samband á tölvupósti og það þarf að lýsa úlpunni nákvæmlega svo við vitum að þetta sé þín úlpa en ekki einhvers annars. Þetta er svakaleg vinna,“ segir Jóhann Karl. Maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi er af erlendu bergi brotinn, en hann hefur neitað sök í málinu.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Sjá meira
Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34