Markametið komið í stórhættu Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. mars 2018 07:45 Mohamed Salah fagnar einu af fjórum mörkum sínum um helgina. Vísir/Getty Mohamed Salah minnti á sig á ný eftir rólega vakt um síðustu helgi þegar hann skoraði fyrstu þrennu sína fyrir Liverpool og gott betur. Skoraði hann fjögur mörk og lagði upp eitt í 5-0 sigri Liverpool á Watford um helgina en hann er nú kominn með 28 mörk í 31 leik.Markametið í hættu Alan Shearer, Cristiano Ronaldo og Luis Suárez deila metinu yfir flest mörk á tímabili síðan deildinni var breytt í 20 liða deild. Setti Shearer metið vorið 1995 en Ronaldo og Suárez náðu að leika það eftir að skora 31 mark á tímabili en allir eiga það sameiginlegt að hafa misst af leikjum á þessum tímabilum. Salah hefur til þessa aðeins misst af einum leik en hann hefur nú sjö leiki til að bæta markamet þessara þriggja áður en tímabilinu lýkur. Er hann kominn með gott forskot og ætti að vinna gullskóinn í deildinni nokkuð sannfærandi eftir leiki helgarinnar. Þá getur hann náð að skora gegn 17 af 19 liðum deildarinnar takist honum að skora gegn Brighton, West Brom og Crystal Palace en aðeins Swansea og Manchester United hefur tekist að loka á hann í tveimur leikjum.Farinn að ógna Rush Með fjórum mörkum sínum um helgina bætti Salah met Fernando Torres (33) yfir flest mörk á fyrsta tímabili leikmanns í sögu Liverpool. Fjórða mark Salah á laugardaginn var hans 36. mark í öllum keppnum í 40 leikjum frá félagsskiptunum frá Roma í sumar. Þrátt fyrir að marsmánuður sé rúmlega hálfnaður er Salah þegar kominn upp að hlið Robbies Fowler í 3. sæti yfir flest mörk á tímabili sem leikmenn Liverpool skora. Vantar hann ellefu mörk til að jafna 34 ára gamalt met Ians Rush yfir flest mörk á einu tímabili. Liverpool á eftir að minnsta kosti níu leiki á tímabilinu, sjö í deild og tvo í Evrópukeppni, en fari Liverpool alla leið þar verða leikirnir tólf sem Salah hefur til að gera atlögu að meti Rush. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Mohamed Salah minnti á sig á ný eftir rólega vakt um síðustu helgi þegar hann skoraði fyrstu þrennu sína fyrir Liverpool og gott betur. Skoraði hann fjögur mörk og lagði upp eitt í 5-0 sigri Liverpool á Watford um helgina en hann er nú kominn með 28 mörk í 31 leik.Markametið í hættu Alan Shearer, Cristiano Ronaldo og Luis Suárez deila metinu yfir flest mörk á tímabili síðan deildinni var breytt í 20 liða deild. Setti Shearer metið vorið 1995 en Ronaldo og Suárez náðu að leika það eftir að skora 31 mark á tímabili en allir eiga það sameiginlegt að hafa misst af leikjum á þessum tímabilum. Salah hefur til þessa aðeins misst af einum leik en hann hefur nú sjö leiki til að bæta markamet þessara þriggja áður en tímabilinu lýkur. Er hann kominn með gott forskot og ætti að vinna gullskóinn í deildinni nokkuð sannfærandi eftir leiki helgarinnar. Þá getur hann náð að skora gegn 17 af 19 liðum deildarinnar takist honum að skora gegn Brighton, West Brom og Crystal Palace en aðeins Swansea og Manchester United hefur tekist að loka á hann í tveimur leikjum.Farinn að ógna Rush Með fjórum mörkum sínum um helgina bætti Salah met Fernando Torres (33) yfir flest mörk á fyrsta tímabili leikmanns í sögu Liverpool. Fjórða mark Salah á laugardaginn var hans 36. mark í öllum keppnum í 40 leikjum frá félagsskiptunum frá Roma í sumar. Þrátt fyrir að marsmánuður sé rúmlega hálfnaður er Salah þegar kominn upp að hlið Robbies Fowler í 3. sæti yfir flest mörk á tímabili sem leikmenn Liverpool skora. Vantar hann ellefu mörk til að jafna 34 ára gamalt met Ians Rush yfir flest mörk á einu tímabili. Liverpool á eftir að minnsta kosti níu leiki á tímabilinu, sjö í deild og tvo í Evrópukeppni, en fari Liverpool alla leið þar verða leikirnir tólf sem Salah hefur til að gera atlögu að meti Rush.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira