Hús rís í Ingólfsfirði eftir sjötíu ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2018 21:30 Frá Eyri við Ingólfsfjörð. Nýja íbúðarhúsið sést fremst. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri en þar var síldarverksmiðja rekin fram yfir stríð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Litla þorpið á Eyri við Ingólfsfjörð er frægast fyrir síldarverksmiðjuna sem byggð var á árunum 1943 til 1944, tíu árum á eftir verksmiðjunni í Djúpuvík, en starfseminni í Ingólfsfirði lauk árið 1951. Áratug síðar hófst rækjuútgerð þaðan með rækjuvinnslu en eftir að hún hætti árið 1971 lagðist þorpið í dvala. En nú heyrast aftur hamarshögg. Þar er verið að byggja hús, það fyrsta sem rís á Eyri í meira en sjötíu ár. Að smíðinni stendur Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur frá Ingólfsfirði. Guðjón segir föður sinn hafa byggt hús árið 1946 og frændi hans hafi byggt hús ári áður, 1945.Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur byggir nýja húsið í Ingólfsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Gamla íbúðarhúsið á Eyri er orðið of lítið fyrir stórfjölskylduna, sem sækir þangað til orlofsdvalar á sumrin, og segist Guðjón með húsbyggingunni vera að rýma til fyrir systkini sín. „Þannig að ég sé ekki fyrir þeim í fjölskylduhúsinu þegar þau eru að koma.“ -Þannig að þetta er hugsað sem sumarbústaður? „Já, þetta er svona sumarhús fyrir mig hérna á sumrin.“Séð út Ingólfsfjörð. Gamla síldarverksmiðjan í forgrunni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðjón fæddist í Ingólfsfirði árið 1956 og bjó þar fram á unglingsár. Hann gerði húsið fokhelt fyrir veturinn og stefnir að því að klára það næsta sumar. Hann telur þessa húsbyggingu þó ekki merki þess að byggðaþróun sé að snúast við í Árneshreppi. „Þó að heilsársbúseta í bili virðist kannski vera að leggjast af þá á þessi sveit, svona á annan hátt, mikla framtíð fyrir sér, það er engin spurning,“ segir Guðjón. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri en þar var síldarverksmiðja rekin fram yfir stríð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Litla þorpið á Eyri við Ingólfsfjörð er frægast fyrir síldarverksmiðjuna sem byggð var á árunum 1943 til 1944, tíu árum á eftir verksmiðjunni í Djúpuvík, en starfseminni í Ingólfsfirði lauk árið 1951. Áratug síðar hófst rækjuútgerð þaðan með rækjuvinnslu en eftir að hún hætti árið 1971 lagðist þorpið í dvala. En nú heyrast aftur hamarshögg. Þar er verið að byggja hús, það fyrsta sem rís á Eyri í meira en sjötíu ár. Að smíðinni stendur Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur frá Ingólfsfirði. Guðjón segir föður sinn hafa byggt hús árið 1946 og frændi hans hafi byggt hús ári áður, 1945.Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur byggir nýja húsið í Ingólfsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Gamla íbúðarhúsið á Eyri er orðið of lítið fyrir stórfjölskylduna, sem sækir þangað til orlofsdvalar á sumrin, og segist Guðjón með húsbyggingunni vera að rýma til fyrir systkini sín. „Þannig að ég sé ekki fyrir þeim í fjölskylduhúsinu þegar þau eru að koma.“ -Þannig að þetta er hugsað sem sumarbústaður? „Já, þetta er svona sumarhús fyrir mig hérna á sumrin.“Séð út Ingólfsfjörð. Gamla síldarverksmiðjan í forgrunni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðjón fæddist í Ingólfsfirði árið 1956 og bjó þar fram á unglingsár. Hann gerði húsið fokhelt fyrir veturinn og stefnir að því að klára það næsta sumar. Hann telur þessa húsbyggingu þó ekki merki þess að byggðaþróun sé að snúast við í Árneshreppi. „Þó að heilsársbúseta í bili virðist kannski vera að leggjast af þá á þessi sveit, svona á annan hátt, mikla framtíð fyrir sér, það er engin spurning,“ segir Guðjón. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00