Arnar Már: Bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu Smári Jökull Jónsson skrifar 30. maí 2018 21:47 Arnar Már í leik gegn Blikum á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm „Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað,“ sagði Arnar Már Guðjónsson sem var hetja Skagamanna sem slógu út Grindavík í Mjólkurbikarnum í kvöld. Skagamenn hafa byrjað vel í Inkasso-deildinni og flestir spá þeim rakleiðis upp í deild hinna bestu á ný, þaðan sem þeir féllu í fyrra. Arnar Már sagði þá vilja leggja púður í bikarkeppnina. „Við fáum að spila á móti Grindavík sem er topplið í Pepsi-deildinni og þetta eru leikirnir sem maður villa spila, á móti bestu liðunum. Mér fannst við sýna það að við eigum í fullu tré við þá,“ bætti Arnar Már við og var á því að sigurinn í kvöld hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það. Fyrri hálfleikur var erfiður því við náðum ekki að loka á vængbakverðina þeirra en mér fannst þetta sanngjarnt,“ en Skagamenn breyttu yfir í fimm manna varnarlínu fljótlega í síðari hálfleiknum. Mark Arnars kom á 88.mínútu og gerði hann það vel, skoraði af stuttu færi eftir fín tilþrif í teignum. „Ég sá að Höddi var að fara að negla honum á fjær og að Stebbi myndi missa af honum. Ég bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu sem endaði í markinu.“ Skagamaðurinn hressi var sammála þjálfara sínum í því að hann vildi fá heimaleik í næstu umferð og var alveg með það á hreinu hvernig hann myndi fagna í kvöld. „Ég vil ekki útileik. Nú ætla ég að njóta þess aðeins að vera kominn áfram, hendi kannski mynd á Grammið í kvöld og nýt þess og svo spáum við í framhaldinu á morgun,“ sagði hetja Skagamanna að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Fleiri fréttir „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Sjá meira
„Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað,“ sagði Arnar Már Guðjónsson sem var hetja Skagamanna sem slógu út Grindavík í Mjólkurbikarnum í kvöld. Skagamenn hafa byrjað vel í Inkasso-deildinni og flestir spá þeim rakleiðis upp í deild hinna bestu á ný, þaðan sem þeir féllu í fyrra. Arnar Már sagði þá vilja leggja púður í bikarkeppnina. „Við fáum að spila á móti Grindavík sem er topplið í Pepsi-deildinni og þetta eru leikirnir sem maður villa spila, á móti bestu liðunum. Mér fannst við sýna það að við eigum í fullu tré við þá,“ bætti Arnar Már við og var á því að sigurinn í kvöld hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það. Fyrri hálfleikur var erfiður því við náðum ekki að loka á vængbakverðina þeirra en mér fannst þetta sanngjarnt,“ en Skagamenn breyttu yfir í fimm manna varnarlínu fljótlega í síðari hálfleiknum. Mark Arnars kom á 88.mínútu og gerði hann það vel, skoraði af stuttu færi eftir fín tilþrif í teignum. „Ég sá að Höddi var að fara að negla honum á fjær og að Stebbi myndi missa af honum. Ég bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu sem endaði í markinu.“ Skagamaðurinn hressi var sammála þjálfara sínum í því að hann vildi fá heimaleik í næstu umferð og var alveg með það á hreinu hvernig hann myndi fagna í kvöld. „Ég vil ekki útileik. Nú ætla ég að njóta þess aðeins að vera kominn áfram, hendi kannski mynd á Grammið í kvöld og nýt þess og svo spáum við í framhaldinu á morgun,“ sagði hetja Skagamanna að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Fleiri fréttir „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15