Ofbeldi og áreitni hjá Sameinuðu þjóðunum: „hér er ekkert réttlæti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2018 17:59 Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. visir/getty Gerendur hafa fengið að athafna sig óáreittir í starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna víða um heim að því er fram kemur í afhjúpandi frétt Guardian sem byggir á frásögnum fjölda kvenna. Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. Frásagnir starfsfólksins varpa ljósi á að víða sé pottur brotinn þegar komi að verkferlum sem eigi að taka á áreitni og ofbeldismálum. Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum yfirmanna sinna þegar það hafi greint frá reynslu sinni af áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. Yfirmenn hafi ekki haft frumkvæði að því að koma málunum í réttan farveg og gerendur hafi fengið að athafna sig óáreittir í skjóli þagnar og aðgerðaleysis. Tugir kvenna sem ýmist starfa eða hafa starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar lýsa vinnustaðamenningunni með orðinu „þöggunarmenning.“ Ferlar sem taki á kynferðislegri áreitni á vinnustað virki ekki sem skyldi. Af þeim sem Guardian tók viðtal við sögðust fimmtán hafa annað hvort upplifað eða lagt fram formlega kvörtun um kynferðislega áreitni á síðustu fimm árum. Í frásögnum starfsfólksins kom í ljós að brotin voru allt frá kynferðislegri áreitni að nauðgunum. Sjö konur tilkynntu brotin með formlegum hætti en heimildarmenn Guardian segja að það sé afar sjaldgæft að þolendur leggi fram kvörtun því þeir séu annað hvort hræddir um að missa störf sín eða að þeir hafi ekki trú á verkferlunum.„Ef þú leggur fram kvörtun er ferlinum þínum svo gott sem lokið, sérstaklega ef þú ert ráðgjafi.“ Þetta segir kona sem kveðst hafa orðið fyrir áreitni af hendi yfirmanns síns þegar hún vann fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að starfsfólki sé ljóst hverjar afleiðingarnar séu fyrir þolendur ef þeir aðhafast frekar. Þrjár konur, sem starfa á mismunandi starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna í heiminum og lögðu fram kvörtun vegna áreitni, hafa allar verið, með einum eða öðrum hætti, þvingaðar úr starfi í kjölfarið. Kona sem kveðst hafa verið nauðgað af hátt settum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna segir að sér standi ekki til boða neinar leiðir til þess að ná fram réttlæti og bætir við að henni hafi verið sagt upp störfum í kjölfarið.Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að mál tengd kynferðislegri áreitni verði sett í algjöran forgang.Vísir/AFPForsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að vantraust starfsfólks á þá verkferla sem eiga að taka á áreitni á vinnustaðnum væri mikið vandamál. Starfsfólk hefði ekki trú á þeim leiðum sem eru fyrir hendi til taka á málum af þessum toga. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu tekið þá ákvörðun að setja þessi mál í algjöran forgang. Kynferðisleg áreitni verði ekki liðin innan starfsstöðva Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gerendur hafa fengið að athafna sig óáreittir í starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna víða um heim að því er fram kemur í afhjúpandi frétt Guardian sem byggir á frásögnum fjölda kvenna. Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. Frásagnir starfsfólksins varpa ljósi á að víða sé pottur brotinn þegar komi að verkferlum sem eigi að taka á áreitni og ofbeldismálum. Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum yfirmanna sinna þegar það hafi greint frá reynslu sinni af áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. Yfirmenn hafi ekki haft frumkvæði að því að koma málunum í réttan farveg og gerendur hafi fengið að athafna sig óáreittir í skjóli þagnar og aðgerðaleysis. Tugir kvenna sem ýmist starfa eða hafa starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar lýsa vinnustaðamenningunni með orðinu „þöggunarmenning.“ Ferlar sem taki á kynferðislegri áreitni á vinnustað virki ekki sem skyldi. Af þeim sem Guardian tók viðtal við sögðust fimmtán hafa annað hvort upplifað eða lagt fram formlega kvörtun um kynferðislega áreitni á síðustu fimm árum. Í frásögnum starfsfólksins kom í ljós að brotin voru allt frá kynferðislegri áreitni að nauðgunum. Sjö konur tilkynntu brotin með formlegum hætti en heimildarmenn Guardian segja að það sé afar sjaldgæft að þolendur leggi fram kvörtun því þeir séu annað hvort hræddir um að missa störf sín eða að þeir hafi ekki trú á verkferlunum.„Ef þú leggur fram kvörtun er ferlinum þínum svo gott sem lokið, sérstaklega ef þú ert ráðgjafi.“ Þetta segir kona sem kveðst hafa orðið fyrir áreitni af hendi yfirmanns síns þegar hún vann fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að starfsfólki sé ljóst hverjar afleiðingarnar séu fyrir þolendur ef þeir aðhafast frekar. Þrjár konur, sem starfa á mismunandi starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna í heiminum og lögðu fram kvörtun vegna áreitni, hafa allar verið, með einum eða öðrum hætti, þvingaðar úr starfi í kjölfarið. Kona sem kveðst hafa verið nauðgað af hátt settum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna segir að sér standi ekki til boða neinar leiðir til þess að ná fram réttlæti og bætir við að henni hafi verið sagt upp störfum í kjölfarið.Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að mál tengd kynferðislegri áreitni verði sett í algjöran forgang.Vísir/AFPForsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að vantraust starfsfólks á þá verkferla sem eiga að taka á áreitni á vinnustaðnum væri mikið vandamál. Starfsfólk hefði ekki trú á þeim leiðum sem eru fyrir hendi til taka á málum af þessum toga. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu tekið þá ákvörðun að setja þessi mál í algjöran forgang. Kynferðisleg áreitni verði ekki liðin innan starfsstöðva Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent