Ofbeldi og áreitni hjá Sameinuðu þjóðunum: „hér er ekkert réttlæti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2018 17:59 Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. visir/getty Gerendur hafa fengið að athafna sig óáreittir í starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna víða um heim að því er fram kemur í afhjúpandi frétt Guardian sem byggir á frásögnum fjölda kvenna. Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. Frásagnir starfsfólksins varpa ljósi á að víða sé pottur brotinn þegar komi að verkferlum sem eigi að taka á áreitni og ofbeldismálum. Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum yfirmanna sinna þegar það hafi greint frá reynslu sinni af áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. Yfirmenn hafi ekki haft frumkvæði að því að koma málunum í réttan farveg og gerendur hafi fengið að athafna sig óáreittir í skjóli þagnar og aðgerðaleysis. Tugir kvenna sem ýmist starfa eða hafa starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar lýsa vinnustaðamenningunni með orðinu „þöggunarmenning.“ Ferlar sem taki á kynferðislegri áreitni á vinnustað virki ekki sem skyldi. Af þeim sem Guardian tók viðtal við sögðust fimmtán hafa annað hvort upplifað eða lagt fram formlega kvörtun um kynferðislega áreitni á síðustu fimm árum. Í frásögnum starfsfólksins kom í ljós að brotin voru allt frá kynferðislegri áreitni að nauðgunum. Sjö konur tilkynntu brotin með formlegum hætti en heimildarmenn Guardian segja að það sé afar sjaldgæft að þolendur leggi fram kvörtun því þeir séu annað hvort hræddir um að missa störf sín eða að þeir hafi ekki trú á verkferlunum.„Ef þú leggur fram kvörtun er ferlinum þínum svo gott sem lokið, sérstaklega ef þú ert ráðgjafi.“ Þetta segir kona sem kveðst hafa orðið fyrir áreitni af hendi yfirmanns síns þegar hún vann fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að starfsfólki sé ljóst hverjar afleiðingarnar séu fyrir þolendur ef þeir aðhafast frekar. Þrjár konur, sem starfa á mismunandi starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna í heiminum og lögðu fram kvörtun vegna áreitni, hafa allar verið, með einum eða öðrum hætti, þvingaðar úr starfi í kjölfarið. Kona sem kveðst hafa verið nauðgað af hátt settum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna segir að sér standi ekki til boða neinar leiðir til þess að ná fram réttlæti og bætir við að henni hafi verið sagt upp störfum í kjölfarið.Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að mál tengd kynferðislegri áreitni verði sett í algjöran forgang.Vísir/AFPForsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að vantraust starfsfólks á þá verkferla sem eiga að taka á áreitni á vinnustaðnum væri mikið vandamál. Starfsfólk hefði ekki trú á þeim leiðum sem eru fyrir hendi til taka á málum af þessum toga. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu tekið þá ákvörðun að setja þessi mál í algjöran forgang. Kynferðisleg áreitni verði ekki liðin innan starfsstöðva Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Gerendur hafa fengið að athafna sig óáreittir í starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna víða um heim að því er fram kemur í afhjúpandi frétt Guardian sem byggir á frásögnum fjölda kvenna. Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. Frásagnir starfsfólksins varpa ljósi á að víða sé pottur brotinn þegar komi að verkferlum sem eigi að taka á áreitni og ofbeldismálum. Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum yfirmanna sinna þegar það hafi greint frá reynslu sinni af áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. Yfirmenn hafi ekki haft frumkvæði að því að koma málunum í réttan farveg og gerendur hafi fengið að athafna sig óáreittir í skjóli þagnar og aðgerðaleysis. Tugir kvenna sem ýmist starfa eða hafa starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar lýsa vinnustaðamenningunni með orðinu „þöggunarmenning.“ Ferlar sem taki á kynferðislegri áreitni á vinnustað virki ekki sem skyldi. Af þeim sem Guardian tók viðtal við sögðust fimmtán hafa annað hvort upplifað eða lagt fram formlega kvörtun um kynferðislega áreitni á síðustu fimm árum. Í frásögnum starfsfólksins kom í ljós að brotin voru allt frá kynferðislegri áreitni að nauðgunum. Sjö konur tilkynntu brotin með formlegum hætti en heimildarmenn Guardian segja að það sé afar sjaldgæft að þolendur leggi fram kvörtun því þeir séu annað hvort hræddir um að missa störf sín eða að þeir hafi ekki trú á verkferlunum.„Ef þú leggur fram kvörtun er ferlinum þínum svo gott sem lokið, sérstaklega ef þú ert ráðgjafi.“ Þetta segir kona sem kveðst hafa orðið fyrir áreitni af hendi yfirmanns síns þegar hún vann fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að starfsfólki sé ljóst hverjar afleiðingarnar séu fyrir þolendur ef þeir aðhafast frekar. Þrjár konur, sem starfa á mismunandi starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna í heiminum og lögðu fram kvörtun vegna áreitni, hafa allar verið, með einum eða öðrum hætti, þvingaðar úr starfi í kjölfarið. Kona sem kveðst hafa verið nauðgað af hátt settum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna segir að sér standi ekki til boða neinar leiðir til þess að ná fram réttlæti og bætir við að henni hafi verið sagt upp störfum í kjölfarið.Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að mál tengd kynferðislegri áreitni verði sett í algjöran forgang.Vísir/AFPForsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að vantraust starfsfólks á þá verkferla sem eiga að taka á áreitni á vinnustaðnum væri mikið vandamál. Starfsfólk hefði ekki trú á þeim leiðum sem eru fyrir hendi til taka á málum af þessum toga. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu tekið þá ákvörðun að setja þessi mál í algjöran forgang. Kynferðisleg áreitni verði ekki liðin innan starfsstöðva Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira