Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018: „Ekki reyna að verða vinsæll dómari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 10:00 Þetta er alltaf gult spjald á þá gulu. Vísir/Getty Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áhersluatriði dómara fyrir komandi knattspyrnusumar hér á landi og þar kemur margt athyglisvert fram. Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018 byggja á knattspyrnulögunum og nýjustu breytingum sem Alþjóðanefndin (IFAB) hefur gert á lögunum og fyrirmælum um túlkun þeirra. Inngangsorðin vekja sérstaka athygli. „Dómaranefnd KSÍ gerir sér grein fyrir, og sættir sig við, þá óvéfengjanlegu staðreynd að allir dómarar geri mistök í störfum sínum, rétt eins og leikmennirnir og þjálfararnir. Nefndin getur hins vegar ekki sætt sig við það að dómarar fari ekki eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem þeim ber að fylgja," segir í inngangsorðunum og þar er síðan tilvitnun í Vlado Sajn hjá Dómaranefnd UEFA. „Ekki reyna að verða vinsæll dómari - því þegar öllu er á botninn hvolft eru bestu dómararnir ávallt þeir sem hafa hugrekki til þess að taka erfiðar (óvinsælar) ákvarðanir þegar þörf krefur." Það er líka fróðlegur listinn yfir möguleika leikmanna að fá spjöld fyrir óíþróttamannslega framkomu í leikjum. Það kemur fram að allar hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann endar bara með gulu spjaldi. Hér fyrir neðan má sjá kaflann um Óíþróttamannsleg framkoma í Áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ 2018:Óíþróttamannsleg framkoma Dómurum ber að vera sérstaklega á varðbergi gangvart hvers konar óíþróttamannslegri framkomu og refsa fyrir hana í samræmi við knattspy rnulögin, þ.e. með áminningu og gulu spjaldi. Sem dæmi um óíþróttamannslega framkomu má nefna: - Leikmenn sem grafa undan valdi dómarans með því að mótmæla ákvörðunum hans með orðum eða látæði. - Leikmenn sem gera sér langa ferð til þess að mótmæla ákvörðunum dómara eða aðstoðarmanna hans. - Leikmenn sem sparka eða bera boltann í burtu eftir að dómarinn hefur dæmt. - Leikmenn sem hindra hraðtekningu aukaspyrna með því að stíga fyrir boltann. Leikmönnum ber að koma sér fljótt a.m.k. 9,15m frá tökustaðnum. - Leikmenn sem með orðum eða látæði krefjast þess að dómari sýni mótherja gula spjaldið. - Hópögranir – sýna ber að lágmarki einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið. - Leikaraskapur/uppgerð – hvar sem er á vellinum. - Yfirdrifin fagnaðarlæti við markaskorun (klifrað upp á vallargirðingu, peysa sett yfir höfuð o.s.frv.). - Hópast um dómarann. Gerist leikmenn sekir um að hópast um dómarann við mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi). Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri. Það er hægt að nálgast öll áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ fyrir árið 2018 með því að smella hérna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áhersluatriði dómara fyrir komandi knattspyrnusumar hér á landi og þar kemur margt athyglisvert fram. Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018 byggja á knattspyrnulögunum og nýjustu breytingum sem Alþjóðanefndin (IFAB) hefur gert á lögunum og fyrirmælum um túlkun þeirra. Inngangsorðin vekja sérstaka athygli. „Dómaranefnd KSÍ gerir sér grein fyrir, og sættir sig við, þá óvéfengjanlegu staðreynd að allir dómarar geri mistök í störfum sínum, rétt eins og leikmennirnir og þjálfararnir. Nefndin getur hins vegar ekki sætt sig við það að dómarar fari ekki eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem þeim ber að fylgja," segir í inngangsorðunum og þar er síðan tilvitnun í Vlado Sajn hjá Dómaranefnd UEFA. „Ekki reyna að verða vinsæll dómari - því þegar öllu er á botninn hvolft eru bestu dómararnir ávallt þeir sem hafa hugrekki til þess að taka erfiðar (óvinsælar) ákvarðanir þegar þörf krefur." Það er líka fróðlegur listinn yfir möguleika leikmanna að fá spjöld fyrir óíþróttamannslega framkomu í leikjum. Það kemur fram að allar hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann endar bara með gulu spjaldi. Hér fyrir neðan má sjá kaflann um Óíþróttamannsleg framkoma í Áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ 2018:Óíþróttamannsleg framkoma Dómurum ber að vera sérstaklega á varðbergi gangvart hvers konar óíþróttamannslegri framkomu og refsa fyrir hana í samræmi við knattspy rnulögin, þ.e. með áminningu og gulu spjaldi. Sem dæmi um óíþróttamannslega framkomu má nefna: - Leikmenn sem grafa undan valdi dómarans með því að mótmæla ákvörðunum hans með orðum eða látæði. - Leikmenn sem gera sér langa ferð til þess að mótmæla ákvörðunum dómara eða aðstoðarmanna hans. - Leikmenn sem sparka eða bera boltann í burtu eftir að dómarinn hefur dæmt. - Leikmenn sem hindra hraðtekningu aukaspyrna með því að stíga fyrir boltann. Leikmönnum ber að koma sér fljótt a.m.k. 9,15m frá tökustaðnum. - Leikmenn sem með orðum eða látæði krefjast þess að dómari sýni mótherja gula spjaldið. - Hópögranir – sýna ber að lágmarki einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið. - Leikaraskapur/uppgerð – hvar sem er á vellinum. - Yfirdrifin fagnaðarlæti við markaskorun (klifrað upp á vallargirðingu, peysa sett yfir höfuð o.s.frv.). - Hópast um dómarann. Gerist leikmenn sekir um að hópast um dómarann við mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi). Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri. Það er hægt að nálgast öll áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ fyrir árið 2018 með því að smella hérna.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira