Serbneskur þjóðernissinni dæmdur fyrir stríðsglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 15:32 Seselj er leiðtogi öfgaþjóðernisflokksins Róttæka flokksins í Serbíu. Vísir/AFP Áfrýjunarstríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sakfelldi í dag Vojislav Seselj, serbneskan öfgaþjóðernissinna, fyrir stríðsglæpi í Balkanskagastríðinu á 10. áratugnum. Seselj var náinn bandamaður Slóbódans Milosevic, leiðtoga Serba í stríðinu. Seselj var einnig fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu og var dæmdur í tíu ára fangelsi. Sneri áfrýjunardómstóllinn við sýknu Alþjóðaglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu frá árinu 2016. Réttarhöldin yfir Seselj höfðu þá staðið yfir í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Seselj töldu hann hafa gerst sekan um að koma af stað ofsóknum, brottvísunum og öðrum ómannúðlegum aðgerðum. Þeir töldu jafnframt að ræða sem Seselj flutti í maí 1992 hafi verið kveikjan að voðaverkum gegn fólki af króatískum uppruna í Vojvodina-héraði. Glæpir Seselj hafa ekki reynst Seselj sérstakur fjötur um fót í serbneskum stjórnmálum. Hann var varaforsætisráðherra landsins frá 1998 til 2000. Eftir að hann var sýknaður af stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu fyrir tveimur árum var hann kjörinn á þing fyrir Róttæka flokkinn. Hann hefur einskis iðrast og sagði fjölmiðlum nýlega að hann stæði enn við þann draum sinn að sameina Serba í Serbíu, Bosníu og Króatíu í einu ríki. Þrátt fyrir dóminn í dag þarf Seselj ekki að fara í fangelsi því hann hafði þegar afplánað ellefu ár í varðhaldi fyrir réttarhöldin.Stríðsátök á Balkanskaga hófust eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur eftir fall Berlínarmúrsins við byrjun 10. áratugs síðustu aldar og stóð fram að aldamótum. Fjöldi voðaverka var framinn í stríðinu sem grundvallaðist á hörðum þjóðerniserjum á milli Serba, Bosníumanna og Króata. Bosnía og Hersegóvína Króatía Serbía Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00 Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Áfrýjunarstríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sakfelldi í dag Vojislav Seselj, serbneskan öfgaþjóðernissinna, fyrir stríðsglæpi í Balkanskagastríðinu á 10. áratugnum. Seselj var náinn bandamaður Slóbódans Milosevic, leiðtoga Serba í stríðinu. Seselj var einnig fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu og var dæmdur í tíu ára fangelsi. Sneri áfrýjunardómstóllinn við sýknu Alþjóðaglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu frá árinu 2016. Réttarhöldin yfir Seselj höfðu þá staðið yfir í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Seselj töldu hann hafa gerst sekan um að koma af stað ofsóknum, brottvísunum og öðrum ómannúðlegum aðgerðum. Þeir töldu jafnframt að ræða sem Seselj flutti í maí 1992 hafi verið kveikjan að voðaverkum gegn fólki af króatískum uppruna í Vojvodina-héraði. Glæpir Seselj hafa ekki reynst Seselj sérstakur fjötur um fót í serbneskum stjórnmálum. Hann var varaforsætisráðherra landsins frá 1998 til 2000. Eftir að hann var sýknaður af stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu fyrir tveimur árum var hann kjörinn á þing fyrir Róttæka flokkinn. Hann hefur einskis iðrast og sagði fjölmiðlum nýlega að hann stæði enn við þann draum sinn að sameina Serba í Serbíu, Bosníu og Króatíu í einu ríki. Þrátt fyrir dóminn í dag þarf Seselj ekki að fara í fangelsi því hann hafði þegar afplánað ellefu ár í varðhaldi fyrir réttarhöldin.Stríðsátök á Balkanskaga hófust eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur eftir fall Berlínarmúrsins við byrjun 10. áratugs síðustu aldar og stóð fram að aldamótum. Fjöldi voðaverka var framinn í stríðinu sem grundvallaðist á hörðum þjóðerniserjum á milli Serba, Bosníumanna og Króata.
Bosnía og Hersegóvína Króatía Serbía Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00 Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00
Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15