Kim Yong-un býður Moon Jae-in heim 10. febrúar 2018 11:41 Kim Yo-jong afhenti Moon Jae-in handskrifað bréf bróður síns eftir morgunverðarfund þeirra í Seoul í morgun. vísir/afp Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu hefur boðið Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu til Pyongyang í Norður-Kóreu. Slík heimsókn yrði fyrsti fundur leiðtoga kóresku ríkjanna í meira en áratug. BBC greinir frá. Handskrifað boðskort var afhent Moon Jae-in á fundi Kim Yo-jong, systur Kim Jong-un, og forsetans við opnun Vetrarólympíuleikanna. Í boðskortinu er Moon Jae-in boðið að heimsækja Pyongyang við „fyrsta mögulega tækifæri“. Fundur Yo-jong og Jae-in var merkilegur fyrir þær sakir að enginn meðlimur Kim-fjölskyldunnar hefur farið á fund suðurkóresks þjóðhöfðingja frá árinu 2007 þegar Kim Jong-il og Roh Moo-hyun þáverandi leiðtogar ríkjanna hittust. Kim Yo-jong er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Staða hennar innan stjórnarinnar styrktist á síðasta ári þegar hún tók sæti í stjórnmálanefnd landsins. Moon Jae-in sagði að fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu myndu reyna að láta verða af heimsókninni og hvatti Norður-Kóreu til að hefja á ný samningarviðræður við Bandaríkin.Engin áform um viðræður milli Norður-Kóreu og BandaríkjamannaNorðurkóresk yfirvöld hafa greint frá því að engin áform séu um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna á meðan Vetrarólympíuleikarnir standa yfir. Þá hafa bandarísk yfirvöld varað við samskiptum við leiðtoga Norður-Kóreu og telur Bandaríkjastjórn að Norður-Kóreumenn ætli sér að nýta leikana í áróðursskyni. Ríkisstjórn Trump hefur áhyggjur af því að ráðamenn í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, falli fyrir gylliboðum Norður-Kóreumanna og hefur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, verið harðorður í garð norðurkóreskra stjórnvalda vegna kjarnorkuáætlunar og eldflaugatilrauna landsins. Norður-Kórea Tengdar fréttir Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03 Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00 Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu hefur boðið Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu til Pyongyang í Norður-Kóreu. Slík heimsókn yrði fyrsti fundur leiðtoga kóresku ríkjanna í meira en áratug. BBC greinir frá. Handskrifað boðskort var afhent Moon Jae-in á fundi Kim Yo-jong, systur Kim Jong-un, og forsetans við opnun Vetrarólympíuleikanna. Í boðskortinu er Moon Jae-in boðið að heimsækja Pyongyang við „fyrsta mögulega tækifæri“. Fundur Yo-jong og Jae-in var merkilegur fyrir þær sakir að enginn meðlimur Kim-fjölskyldunnar hefur farið á fund suðurkóresks þjóðhöfðingja frá árinu 2007 þegar Kim Jong-il og Roh Moo-hyun þáverandi leiðtogar ríkjanna hittust. Kim Yo-jong er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Staða hennar innan stjórnarinnar styrktist á síðasta ári þegar hún tók sæti í stjórnmálanefnd landsins. Moon Jae-in sagði að fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu myndu reyna að láta verða af heimsókninni og hvatti Norður-Kóreu til að hefja á ný samningarviðræður við Bandaríkin.Engin áform um viðræður milli Norður-Kóreu og BandaríkjamannaNorðurkóresk yfirvöld hafa greint frá því að engin áform séu um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna á meðan Vetrarólympíuleikarnir standa yfir. Þá hafa bandarísk yfirvöld varað við samskiptum við leiðtoga Norður-Kóreu og telur Bandaríkjastjórn að Norður-Kóreumenn ætli sér að nýta leikana í áróðursskyni. Ríkisstjórn Trump hefur áhyggjur af því að ráðamenn í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, falli fyrir gylliboðum Norður-Kóreumanna og hefur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, verið harðorður í garð norðurkóreskra stjórnvalda vegna kjarnorkuáætlunar og eldflaugatilrauna landsins.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03 Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00 Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03
Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00
Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent