Erlent

Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Tyrkneski fáninn dreginn að húni í miðborg Afrin.
Tyrkneski fáninn dreginn að húni í miðborg Afrin. VISIR/AFP
Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Afrin-héraði í Sýrlandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Tyrklandsforseta, Recep Tayyip Erdogan.

Aðgerðir hersins beinast gegn YPG, her sýrlenska Kúrda. Tyrkir segja YPG vera hryðjuverkasamtök vegna tengsla sinna við PKK, flokk Kúrda í Tyrklandi, sem er bannaður af tyrkneskum stjórnvöldum. YPG hefur hins vegar svarið af sér öll tengsl við PKK. Bandaríkin hafa stutt þá fullyrðingu en Tyrkir virða hana að vettugi.

Tyrkneski herinn fer nú um Afrin-borg og leitar að liðsmönnum YPG. Samkvæmt sjálfboðaliðum á svæðinu hafa 280 almennir borgarar látist i aðgerðunum.

Afrin-hérað er við landamæri Tyrklands en héraðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir síðan í janúar en þeir njóta liðsinnis sýrlenskra uppreisnarmanna.

Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Alls hafa tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið undan hernum.

Tyrkir hafa tekið hart á gagnrýni á hernaðaraðgerðirnar heima fyrir en yfir 600 manns verið handtekin af tyrkneskum yfirvöldum fyrir að mótmæla hernaðinum.

Samstöðufundur með íbúum Afrin var haldinn í haldinn hér á landi í gær. Frétt um hann má nálgast hér. 


Tengdar fréttir

Leiðin til Afrin

Vinir og samferðamenn Hauks Hilmarssonar minnast vinar síns og segja frá hversdeginum í stríðinu lífinu með Kúrdum í Rojava og hugsjónum sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.