Fyrrverandi borgarstjóri kjörinn forseti Mexíkó Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 05:07 Obrador veifar hér til kátra stuðningsmanna sinna í nótt. Vísir/afp Útgönguspár í Mexíkó gefa til kynna að vinstrimaðurinn Andrés Manuel López Obrador hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningum, sem fram fóru í landinu í gær. Kannanir höfðu gefið til kynna að Obrador, sem eitt sinn var borgarstjóri Mexíkóborgar, hafi hlotið rúmlega helming atkvæða. Helstu keppninautar hans í kjörinu hafa lýst yfir ósigri og sent Obrador hamingjuóskir. Þeirra á meðal er leiðtogi Byltingarflokksins, en flokkurinn hefur nær alfarið haldið um stjórnartaumana í Mexíkó síðastliðna öld. Þá sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti Obrador heillaóskir á Twitter í gærkvöld. Hann segist hlakka til að vinna með sigurvegaranum enda sé mikið verk að vinna í samskiptum ríkjanna.Congratulations to Andres Manuel Lopez Obrador on becoming the next President of Mexico. I look very much forward to working with him. There is much to be done that will benefit both the United States and Mexico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2018 Obrador, sem yfirleitt er kallaður Amlo, varð annar í forsetakosningunum 2006 og 2012. Í skoðanakönnunum síðustu dagana fyrir kosningarnar í gær hafði hann hins vegar nokkuð öruggt forskot. Stjórnarskrá landsins heimilar forsetum aðeins að sitja eitt, sex ára langt kjörtímabil og var því sitjandi forseti, Enrique Piena Nieto, ekki í framboði. Það var ekki aðeins kosið um forsetastólinn heldur fóru kosningar til efri og neðri deildar þingsins fram samtímis sem og kosningar til borgar- og sveitarstjórna. 88 milljón manns voru á kjörskrá og um 18 þúsund sæti í boði. Frá því að kosningabaráttan hófst í september hafa 130 frambjóðendur og starfsmenn framboða verið myrtir. Spilling í landinu er mikil og svifust margir einskis í baráttunni til að tryggja að sinn frambjóðandi stæði uppi sem sigurvegari. Mexíkó Tengdar fréttir Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Útgönguspár í Mexíkó gefa til kynna að vinstrimaðurinn Andrés Manuel López Obrador hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningum, sem fram fóru í landinu í gær. Kannanir höfðu gefið til kynna að Obrador, sem eitt sinn var borgarstjóri Mexíkóborgar, hafi hlotið rúmlega helming atkvæða. Helstu keppninautar hans í kjörinu hafa lýst yfir ósigri og sent Obrador hamingjuóskir. Þeirra á meðal er leiðtogi Byltingarflokksins, en flokkurinn hefur nær alfarið haldið um stjórnartaumana í Mexíkó síðastliðna öld. Þá sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti Obrador heillaóskir á Twitter í gærkvöld. Hann segist hlakka til að vinna með sigurvegaranum enda sé mikið verk að vinna í samskiptum ríkjanna.Congratulations to Andres Manuel Lopez Obrador on becoming the next President of Mexico. I look very much forward to working with him. There is much to be done that will benefit both the United States and Mexico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2018 Obrador, sem yfirleitt er kallaður Amlo, varð annar í forsetakosningunum 2006 og 2012. Í skoðanakönnunum síðustu dagana fyrir kosningarnar í gær hafði hann hins vegar nokkuð öruggt forskot. Stjórnarskrá landsins heimilar forsetum aðeins að sitja eitt, sex ára langt kjörtímabil og var því sitjandi forseti, Enrique Piena Nieto, ekki í framboði. Það var ekki aðeins kosið um forsetastólinn heldur fóru kosningar til efri og neðri deildar þingsins fram samtímis sem og kosningar til borgar- og sveitarstjórna. 88 milljón manns voru á kjörskrá og um 18 þúsund sæti í boði. Frá því að kosningabaráttan hófst í september hafa 130 frambjóðendur og starfsmenn framboða verið myrtir. Spilling í landinu er mikil og svifust margir einskis í baráttunni til að tryggja að sinn frambjóðandi stæði uppi sem sigurvegari.
Mexíkó Tengdar fréttir Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28