Sólarleysi í júní þýðir ekki sólarleysi í júlí Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 13:15 Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumar Fréttablaðið/Ernir „Ekkert samband er á milli sólskinsstundafjölda í júní og júlí,“ segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson sem rýnir í sólsskinsstundir í júní og júlí á höfuðborgarsvæðinu í nýrri færslu á bloggsíðu hans.Líkt og fram hefur komið bendir allt til þess að ekki hafi verið minni sól í júní í Reykjavík í 100 ár. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir flúið sólarleysið og segja forsvarsmenn ferðaskrifstofa merkja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum. Þá virðast margir einnig sækja í sólin á Austurland en þar, sem og á Norðausturlandi, hefur veðrið leikið við íbúa.Trausti segir þó að sólarleysið á höfuðborgarsvæðinu sé ekkert einsdæmi, viðlíka ástand hafi komið upp áður og muni láta á sér kræla aftur síðar.Sólskinsstundir í júní í Reykjavík 1911-2018Mynd/Trausti JónssonTil þess að sýna fram á það birtir Trausti línurit þar sem sést að mikill munur er á sólskinsstundafjöldanum í júní frá ári til árs. Helst sé að greina ákveðinn öldugang á áratugafresti en algengt var að sólskinsstundir væru fáar í júní allt frá því skömmu fyrir 1960 og fram um 1990. Ekkert segi þetta þó um framtíðina og bendir Trausti á að sólarrýrum júní geti hvort sem er fylgt sólskinsjúlí eða áframhaldandi sólarleysi, og birtir hann aðra mynd til þess að sýna fram á það. „Árið 1921 voru bæði júní og júlí sólarrýrir, svipað má e.t.v. segja um 1914, en sólskinsstundafjöldi tók vel við sér í júlí bæði árið 1986 og 1988 eftir sérlega daufa júnímánuði. Það eina sem á enn eftir að gerast er að sérlega sólskinsrýr júlí fylgi sólskinsjúní. Svæðið sem greinir frá slíkum atburðum er autt á myndinni.“Færslu Trausta má lesa hér.Sólskinsstundir í júní og júlí í Reykjavík.Mynd/Trausti JónssonAðeins fimm til sex þurrir dagar á 62 daga tímabili Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur pælir sömuleiðis í tíðarfarinu á Facebook-síðu sinni. Bendir hann á að S- og SV-átt hafi verið ríkjandi allt frá mánaðarmótunum apríl/maí. Lægðargangur hafi verið við landið og úrkomusamt suðvestan- og vestanlands. „Tímabilið slitnaði í sundur í nokkra daga eða frá 31. maí til 5. júní þegar háþrýstisvæði var við landið. Eins gerði N-átt í eins og einn dag 18.-19. júní,“ segir Einar í færslu sinni. „Samanlögð úrkoma í maí og júní í Reykjavík er mjög mikil eða 243 mm. Við verðum að hafa í huga að alla jafna eru þetta þurrustu mánuðir ársins, í það minnsta maí. Hæstu sambærilegu gildi sem ég finn í úrkomugagnaröðum Reykjavíkur allt frá 1920 eru annars vegar 167 mm frá 1970 og 166 mm frá 1989. Þarna munar mjög miklu og rigningin þetta vorið er mjög afgerandi í Reykjavík í sögulegu mælingasamhengi.“ Ríkjandi vindar hafi mest um að segja þegar úrkomumagn og fjöldi blautra daga sé annars vegar. Alveg þurrir dagar voru aðeins 5 eða 6 í Reykjavík frá 30. apríl til 30. júní (62 dagar). Vindur á milli SA og SV hefur verið nær einráður suðvestanlands. Veður Tengdar fréttir Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00 Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05 Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Ekkert samband er á milli sólskinsstundafjölda í júní og júlí,“ segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson sem rýnir í sólsskinsstundir í júní og júlí á höfuðborgarsvæðinu í nýrri færslu á bloggsíðu hans.Líkt og fram hefur komið bendir allt til þess að ekki hafi verið minni sól í júní í Reykjavík í 100 ár. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir flúið sólarleysið og segja forsvarsmenn ferðaskrifstofa merkja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum. Þá virðast margir einnig sækja í sólin á Austurland en þar, sem og á Norðausturlandi, hefur veðrið leikið við íbúa.Trausti segir þó að sólarleysið á höfuðborgarsvæðinu sé ekkert einsdæmi, viðlíka ástand hafi komið upp áður og muni láta á sér kræla aftur síðar.Sólskinsstundir í júní í Reykjavík 1911-2018Mynd/Trausti JónssonTil þess að sýna fram á það birtir Trausti línurit þar sem sést að mikill munur er á sólskinsstundafjöldanum í júní frá ári til árs. Helst sé að greina ákveðinn öldugang á áratugafresti en algengt var að sólskinsstundir væru fáar í júní allt frá því skömmu fyrir 1960 og fram um 1990. Ekkert segi þetta þó um framtíðina og bendir Trausti á að sólarrýrum júní geti hvort sem er fylgt sólskinsjúlí eða áframhaldandi sólarleysi, og birtir hann aðra mynd til þess að sýna fram á það. „Árið 1921 voru bæði júní og júlí sólarrýrir, svipað má e.t.v. segja um 1914, en sólskinsstundafjöldi tók vel við sér í júlí bæði árið 1986 og 1988 eftir sérlega daufa júnímánuði. Það eina sem á enn eftir að gerast er að sérlega sólskinsrýr júlí fylgi sólskinsjúní. Svæðið sem greinir frá slíkum atburðum er autt á myndinni.“Færslu Trausta má lesa hér.Sólskinsstundir í júní og júlí í Reykjavík.Mynd/Trausti JónssonAðeins fimm til sex þurrir dagar á 62 daga tímabili Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur pælir sömuleiðis í tíðarfarinu á Facebook-síðu sinni. Bendir hann á að S- og SV-átt hafi verið ríkjandi allt frá mánaðarmótunum apríl/maí. Lægðargangur hafi verið við landið og úrkomusamt suðvestan- og vestanlands. „Tímabilið slitnaði í sundur í nokkra daga eða frá 31. maí til 5. júní þegar háþrýstisvæði var við landið. Eins gerði N-átt í eins og einn dag 18.-19. júní,“ segir Einar í færslu sinni. „Samanlögð úrkoma í maí og júní í Reykjavík er mjög mikil eða 243 mm. Við verðum að hafa í huga að alla jafna eru þetta þurrustu mánuðir ársins, í það minnsta maí. Hæstu sambærilegu gildi sem ég finn í úrkomugagnaröðum Reykjavíkur allt frá 1920 eru annars vegar 167 mm frá 1970 og 166 mm frá 1989. Þarna munar mjög miklu og rigningin þetta vorið er mjög afgerandi í Reykjavík í sögulegu mælingasamhengi.“ Ríkjandi vindar hafi mest um að segja þegar úrkomumagn og fjöldi blautra daga sé annars vegar. Alveg þurrir dagar voru aðeins 5 eða 6 í Reykjavík frá 30. apríl til 30. júní (62 dagar). Vindur á milli SA og SV hefur verið nær einráður suðvestanlands.
Veður Tengdar fréttir Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00 Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05 Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00
Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05
Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?