Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð gj@frettabladid.is skrifar 30. júní 2018 07:00 Sigríður segir oftast þéttbókað hjá þeim á Smart. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á. Ef marka má umræður á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur sárnar Íslendingum hversu lengi sumarið hefur látið bíða eftir sér. Höfuðborgarbúar hafa sumir hverjir flúið land eða leitað skaplegra veðurs á Austur- eða Norðurlandi. Sumir njóta hins vegar góðs af þessari stöðugu vætutíð og það eru sólbaðsstofurnar. „Já, já, það er brjálað að gera hjá okkur og mikið bókað. Það er eiginlega búið að vera þannig síðan í apríl,“ segir Ásrún Þóra Sigurðardóttir, starfsmaður Stjörnusólar í Hafnarfirði. „Það er bara ekkert sumar hérna, svo einfalt er það.“ Ásrún segir að mikill munur sé á umferð á sólbaðsstofuna frá því í fyrra. „Já, það er munur. Það eru allir í sumarfríi á þessum tíma en ekki eins mikið núna. Einhverjir fara utan en þeir sem verða eftir koma til okkar. Hingað eru einnig að koma einstaklingar sem hafa ekki farið í ljós svo árum skiptir. Sumir hafa aldrei farið áður,“ segir hún og hlær. Einhvern tímann er allt fyrst. Sigríður Jónasdóttir, starfsmaður á sólbaðsstofunni Smart, tekur í sama streng. „Jú, það er alveg nóg að gera. Það er mjög þétt bókað hjá okkur enda fáum við ekki að sjá neina sól. Fólk kemur hingað til að næla sér í smá lit. Það er yfirleitt rólegt á sumrin en við finnum mikinn mun frá því í fyrra.“ Þá er einnig mikið að gera hjá Sælunni sólbaðsstofu í Kópavogi. „Það er nú alltaf töluvert mikið að gera hjá okkur, hvort sem um ræðir sumar eða vetur, en þetta er bara mjög fínt. Stórfínt,“ segir Sigurður Davíðsson, starfsmaður á Sælunni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki von á miklum breytingum á veðurfari í öllum landshlutum. Austurland er eini landshlutinn þar sem hlýju og sól er að finna og ætla má að það haldist í einhvern tíma. „Það er glampandi sól á Austurlandi en ekki búist við miklum breytingum á veðri neins staðar á landinu. Rigningartíðin heldur því áfram að mestu,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á. Ef marka má umræður á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur sárnar Íslendingum hversu lengi sumarið hefur látið bíða eftir sér. Höfuðborgarbúar hafa sumir hverjir flúið land eða leitað skaplegra veðurs á Austur- eða Norðurlandi. Sumir njóta hins vegar góðs af þessari stöðugu vætutíð og það eru sólbaðsstofurnar. „Já, já, það er brjálað að gera hjá okkur og mikið bókað. Það er eiginlega búið að vera þannig síðan í apríl,“ segir Ásrún Þóra Sigurðardóttir, starfsmaður Stjörnusólar í Hafnarfirði. „Það er bara ekkert sumar hérna, svo einfalt er það.“ Ásrún segir að mikill munur sé á umferð á sólbaðsstofuna frá því í fyrra. „Já, það er munur. Það eru allir í sumarfríi á þessum tíma en ekki eins mikið núna. Einhverjir fara utan en þeir sem verða eftir koma til okkar. Hingað eru einnig að koma einstaklingar sem hafa ekki farið í ljós svo árum skiptir. Sumir hafa aldrei farið áður,“ segir hún og hlær. Einhvern tímann er allt fyrst. Sigríður Jónasdóttir, starfsmaður á sólbaðsstofunni Smart, tekur í sama streng. „Jú, það er alveg nóg að gera. Það er mjög þétt bókað hjá okkur enda fáum við ekki að sjá neina sól. Fólk kemur hingað til að næla sér í smá lit. Það er yfirleitt rólegt á sumrin en við finnum mikinn mun frá því í fyrra.“ Þá er einnig mikið að gera hjá Sælunni sólbaðsstofu í Kópavogi. „Það er nú alltaf töluvert mikið að gera hjá okkur, hvort sem um ræðir sumar eða vetur, en þetta er bara mjög fínt. Stórfínt,“ segir Sigurður Davíðsson, starfsmaður á Sælunni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki von á miklum breytingum á veðurfari í öllum landshlutum. Austurland er eini landshlutinn þar sem hlýju og sól er að finna og ætla má að það haldist í einhvern tíma. „Það er glampandi sól á Austurlandi en ekki búist við miklum breytingum á veðri neins staðar á landinu. Rigningartíðin heldur því áfram að mestu,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?