Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 19:21 Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag. Kistu McCain var ekið frá þinghúsinu til dómkirkjunnar í Washington þar sem athöfnin fór fram. Stutt stopp var gert við minnismerki um þá sem létu lífið í Víetnam stríðinu en McCain barðist í Víetnam og var stríðsfangi í fimm ár, frá 1968 til 1973. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með athöfninni.McCain minnst og skotið á Trump Meghan McCain, dóttir John McCain var fyrst í pontu hún minntist föður síns á sama tíma og hún skaut á Donald Trump. McCain sagði að þrátt fyrir alla titla og nafnbætur sem faðir hennar hafði hlotið hafi mikilvægasta verkefni hans alltaf verið föðurhlutverkið „Bandaríki John McCain þurftu ekki að verða frábært aftur, því Bandaríkin hafa alltaf verið frábær“ sagði Meghan McCain sem er þáttastjórnandi The View á sjónvarpsstöðinni ABC. Næstur tók vinur McCain, demókratinn og fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Joe Liebermann til máls. Liebermann talaði um virðinguna sem McCain sýndi fólki og minntist á atvik frá kosningabaráttunni 2008, þegar spyrjandi úr sal sagði Barack Obama vera araba og þarafleiðandi ekki góðann mann. Einnig talaði Liebermann um vilja McCain til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnam eftir stríðið milli þeirra og kallaði tilraunir McCain, ótrúlegt dæmi um fyrirgefningu. Fyrrverandi ráðherrann Henry Kissinger og forsetinn fyrrverandi George Bush yngri fluttu einnig tölu um McCain fyrir framan um 2500 boðsgesti.Obama minntist mótframbjóðanda síns. Síðustu ræðu athafnarinnar flutti fyrrverandi forsetinn Barack Obama sem sigraði McCain í kosningunum árið 2008. „Við erum hér til að minnast ótrúlegs manns, stríðsmanns, stjórnmálaskörungs, og föðurlandsvins“ sagði Obama. „Hann gerði mig að betri forseta, hann gerði þingið betra rétt eins og hann gerði Bandaríkin betri.“ sagði Obama ennfrekar um þennan fyrrum andstæðing sinn. Obama sagði viðstöddum frá fundum þeirra tveggja í Hvíta Húsinu og sagðist aldrei hafa efast um að þrátt fyrir mismunandi skoðanir væru þeir tveir alltaf í sama liði. Að lokum bað Obama guð að blessa John McCain sem og Bandaríkin sem McCain helgaði lífi sínu. Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag. Kistu McCain var ekið frá þinghúsinu til dómkirkjunnar í Washington þar sem athöfnin fór fram. Stutt stopp var gert við minnismerki um þá sem létu lífið í Víetnam stríðinu en McCain barðist í Víetnam og var stríðsfangi í fimm ár, frá 1968 til 1973. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með athöfninni.McCain minnst og skotið á Trump Meghan McCain, dóttir John McCain var fyrst í pontu hún minntist föður síns á sama tíma og hún skaut á Donald Trump. McCain sagði að þrátt fyrir alla titla og nafnbætur sem faðir hennar hafði hlotið hafi mikilvægasta verkefni hans alltaf verið föðurhlutverkið „Bandaríki John McCain þurftu ekki að verða frábært aftur, því Bandaríkin hafa alltaf verið frábær“ sagði Meghan McCain sem er þáttastjórnandi The View á sjónvarpsstöðinni ABC. Næstur tók vinur McCain, demókratinn og fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Joe Liebermann til máls. Liebermann talaði um virðinguna sem McCain sýndi fólki og minntist á atvik frá kosningabaráttunni 2008, þegar spyrjandi úr sal sagði Barack Obama vera araba og þarafleiðandi ekki góðann mann. Einnig talaði Liebermann um vilja McCain til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnam eftir stríðið milli þeirra og kallaði tilraunir McCain, ótrúlegt dæmi um fyrirgefningu. Fyrrverandi ráðherrann Henry Kissinger og forsetinn fyrrverandi George Bush yngri fluttu einnig tölu um McCain fyrir framan um 2500 boðsgesti.Obama minntist mótframbjóðanda síns. Síðustu ræðu athafnarinnar flutti fyrrverandi forsetinn Barack Obama sem sigraði McCain í kosningunum árið 2008. „Við erum hér til að minnast ótrúlegs manns, stríðsmanns, stjórnmálaskörungs, og föðurlandsvins“ sagði Obama. „Hann gerði mig að betri forseta, hann gerði þingið betra rétt eins og hann gerði Bandaríkin betri.“ sagði Obama ennfrekar um þennan fyrrum andstæðing sinn. Obama sagði viðstöddum frá fundum þeirra tveggja í Hvíta Húsinu og sagðist aldrei hafa efast um að þrátt fyrir mismunandi skoðanir væru þeir tveir alltaf í sama liði. Að lokum bað Obama guð að blessa John McCain sem og Bandaríkin sem McCain helgaði lífi sínu.
Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40
Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59