Tíu daga gömul stúlka brýtur blað í sögu öldungadeildarþingsins Þórdís Valsdóttir skrifar 19. apríl 2018 23:38 Duckworth kom með tíu daga gamla dóttur sína er hún greiddi atkvæði á þinginu. Hin tíu daga gamla Maile Pearl Bowlsbey braut blað í sögu öldungadeildar bandaríkjaþings í dag þegar hún var fyrsta barnið sem kemur inn í þingsal öldungadeildarinnar frá upphafi. BBC greinir frá. Móðir hennar, öldungadeildarþingmaðurinn Tammy Duckworth, lagði fram þingsályktunartillögu á miðvikudag sem var samþykkt einróma, um að leyfa börn í sal þingsins. Degi síðar kom hún með tíu daga gamla dóttur sína með sér þegar hún greiddi atkvæði á þinginu. Duckworth hefur lengi verið talsmaður aukinna réttinda kvenna á vinnumarkaði. Tillaga Duckworth kvað á um að þingmenn megi koma með börn yngri en eins árs með inn á þingið. Hún rökstuddi tillögu sína með því að fjölskylduvæn breyting sem þessi gæti sýnt gott fordæmi fyrir þjóðina. Með fæðingu Maile Pearl varð Duckworth fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn í sögu þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni. „Ég vil þakka samstarfsfélögum mínum, frá báðum hliðum, fyrir að hjálpa mér við að koma öldungadeildarþinginu á 21. öldina með því að taka til greina að nýbakaðir foreldrar geti stundum þurft að sinna starfsskyldum sínum,“ sagði Duckworth í yfirlýsingu. Duckworth deildi mynd af klæðnaði dóttur sinnar á Twitter og sló á létta strengi. „Ég gæti þurft að greiða atkvæði í dag svo klæðnaður Maile er tilbúinn. Ég passaði að hún væri í jakka svo hún brjóti ekki reglur þingsins um klæðaburð (sem gerir kröfu um jakka). Ég er ekki viss hvernig reglurnar eru varðandi heilgalla með öndum á, en ég held að við séum klárar,“ sagði Duckworth. Duckworth sem er 51 árs gömul á eina dóttur fyrir, en þegar hún fæddist árið 2014 varð Duckworth fyrsta þingkona fulltrúadeildar bandaríska þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni.I may have to vote today, so Maile's outfit is prepped. I made sure she has a jacket so she doesn't violate the Senate floor dress code (which requires blazers). I'm not sure what the policy is on duckling onesies, but I think we're ready pic.twitter.com/SsNHEuSVnY— Tammy Duckworth (@SenDuckworth) April 19, 2018 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Hin tíu daga gamla Maile Pearl Bowlsbey braut blað í sögu öldungadeildar bandaríkjaþings í dag þegar hún var fyrsta barnið sem kemur inn í þingsal öldungadeildarinnar frá upphafi. BBC greinir frá. Móðir hennar, öldungadeildarþingmaðurinn Tammy Duckworth, lagði fram þingsályktunartillögu á miðvikudag sem var samþykkt einróma, um að leyfa börn í sal þingsins. Degi síðar kom hún með tíu daga gamla dóttur sína með sér þegar hún greiddi atkvæði á þinginu. Duckworth hefur lengi verið talsmaður aukinna réttinda kvenna á vinnumarkaði. Tillaga Duckworth kvað á um að þingmenn megi koma með börn yngri en eins árs með inn á þingið. Hún rökstuddi tillögu sína með því að fjölskylduvæn breyting sem þessi gæti sýnt gott fordæmi fyrir þjóðina. Með fæðingu Maile Pearl varð Duckworth fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn í sögu þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni. „Ég vil þakka samstarfsfélögum mínum, frá báðum hliðum, fyrir að hjálpa mér við að koma öldungadeildarþinginu á 21. öldina með því að taka til greina að nýbakaðir foreldrar geti stundum þurft að sinna starfsskyldum sínum,“ sagði Duckworth í yfirlýsingu. Duckworth deildi mynd af klæðnaði dóttur sinnar á Twitter og sló á létta strengi. „Ég gæti þurft að greiða atkvæði í dag svo klæðnaður Maile er tilbúinn. Ég passaði að hún væri í jakka svo hún brjóti ekki reglur þingsins um klæðaburð (sem gerir kröfu um jakka). Ég er ekki viss hvernig reglurnar eru varðandi heilgalla með öndum á, en ég held að við séum klárar,“ sagði Duckworth. Duckworth sem er 51 árs gömul á eina dóttur fyrir, en þegar hún fæddist árið 2014 varð Duckworth fyrsta þingkona fulltrúadeildar bandaríska þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni.I may have to vote today, so Maile's outfit is prepped. I made sure she has a jacket so she doesn't violate the Senate floor dress code (which requires blazers). I'm not sure what the policy is on duckling onesies, but I think we're ready pic.twitter.com/SsNHEuSVnY— Tammy Duckworth (@SenDuckworth) April 19, 2018
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira