HIV-faraldur í Massachusetts vegna sprautunotkunar Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2018 19:06 Lyfið fentanyl er talið vera ástæða faraldursins, en neysla þess kallar á að notendur sprauti sig oftar. Vísir/Getty HIV-faraldur sem gengur yfir Massachusetts er talinn vera vegna sprautunotkunar, en yfir 129 tilfelli hafa greinst frá árinu 2015. Voru það að stórum hluta eiturlyfjanotendur sem notuðust við sprautur og deildu þeim sín á milli, en aukin notkun á lyfinu fentanyl er talið vera ein helsta ástæða þessa. Yfir sjö ný tilfelli hafa bæst við frá því að rannsóknarmenn í fylkinu greindu frá niðurstöðum sínum, en þeir rannsökuðu fjölda HIV-smita frá árinu 2015 til júnímánaðar 2018 í borgunum Lowell og Lawrence. Þá höfðu 122 tilfelli greinst á tímabilinu. Aukning í HIV-smitum hefur verið mikið áhyggjuefni á meðal eiturlyfjanotenda, en fram til ársins 2010 hafði þeim farið fækkandi í Bandaríkjunum. Nú virðist tíðnin fara hækkandi og þá einna helst í þeim hópi sem hafði ekki verið einblínt á áður, það eru hvítir eiturlyfjanotendur í dreifbýlum. Vísindamenn óttast að sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum fylkjum. Þetta er annar faraldurinn sem tengist sprautunotkun og neyslu ópíóða frá árinu 2015, en í Scott-sýslu í Indiana voru yfir 200 tilfelli tengd sprautunotkun. Þá hafði neysla lyfsins oxymorphone náð mikilli útbreiðslu í sýslunni. Í Massachusetts er áhyggjuefnið þó fentanyl, og virðist neysla þess vera að aukast til muna í fylkinu. Neysla á fentanyl virðist valda því að notendur sprauta sig oftar yfir daginn sem er talið valda því að fíklar deili sprautum sín á milli og auka þeir þannig líkurnar á smiti.Sjá frétt Buzzfeed News um málið. Tengdar fréttir Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Lýsti yfir hættuástandi í Bandaríkjunum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að faraldur útbreiddrar fíknar í sterk lyfseðilsskyld lyf væri þjóðarskömm Bandaríkjamanna. Forsetinn lýsti enn fremur yfir hættuástandi. 26. október 2017 23:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
HIV-faraldur sem gengur yfir Massachusetts er talinn vera vegna sprautunotkunar, en yfir 129 tilfelli hafa greinst frá árinu 2015. Voru það að stórum hluta eiturlyfjanotendur sem notuðust við sprautur og deildu þeim sín á milli, en aukin notkun á lyfinu fentanyl er talið vera ein helsta ástæða þessa. Yfir sjö ný tilfelli hafa bæst við frá því að rannsóknarmenn í fylkinu greindu frá niðurstöðum sínum, en þeir rannsökuðu fjölda HIV-smita frá árinu 2015 til júnímánaðar 2018 í borgunum Lowell og Lawrence. Þá höfðu 122 tilfelli greinst á tímabilinu. Aukning í HIV-smitum hefur verið mikið áhyggjuefni á meðal eiturlyfjanotenda, en fram til ársins 2010 hafði þeim farið fækkandi í Bandaríkjunum. Nú virðist tíðnin fara hækkandi og þá einna helst í þeim hópi sem hafði ekki verið einblínt á áður, það eru hvítir eiturlyfjanotendur í dreifbýlum. Vísindamenn óttast að sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum fylkjum. Þetta er annar faraldurinn sem tengist sprautunotkun og neyslu ópíóða frá árinu 2015, en í Scott-sýslu í Indiana voru yfir 200 tilfelli tengd sprautunotkun. Þá hafði neysla lyfsins oxymorphone náð mikilli útbreiðslu í sýslunni. Í Massachusetts er áhyggjuefnið þó fentanyl, og virðist neysla þess vera að aukast til muna í fylkinu. Neysla á fentanyl virðist valda því að notendur sprauta sig oftar yfir daginn sem er talið valda því að fíklar deili sprautum sín á milli og auka þeir þannig líkurnar á smiti.Sjá frétt Buzzfeed News um málið.
Tengdar fréttir Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Lýsti yfir hættuástandi í Bandaríkjunum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að faraldur útbreiddrar fíknar í sterk lyfseðilsskyld lyf væri þjóðarskömm Bandaríkjamanna. Forsetinn lýsti enn fremur yfir hættuástandi. 26. október 2017 23:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37
Lýsti yfir hættuástandi í Bandaríkjunum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að faraldur útbreiddrar fíknar í sterk lyfseðilsskyld lyf væri þjóðarskömm Bandaríkjamanna. Forsetinn lýsti enn fremur yfir hættuástandi. 26. október 2017 23:02