Lokuð inni á kaffihúsi við Oxford Street í rúman klukkutíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 19:11 Hermann og dætur hans, Marta Björg og Halldóra, voru alsæl að komast út af kaffihúsinu eftir að hafa verið lokuð þar inni í rúman klukkutíma. Hermann Einarsson var staddur á kaffihúsi skammt frá Oxford Street í London þegar mikil skelfing greip um sig á svæðinu upp úr klukkan 16:30 í dag þar sem fregnir bárust af því að skotum hefði verið hleypt af á verslunargötunni. Vísir náði tali af Hermanni um klukkutíma eftir að lögreglunni barst fyrst tilkynning um málið. Hann var þá læstur inni á kaffihúsinu ásamt dætrum sínum sem hann er með í London en kaffihúsið er í hliðargötu frá Oxford Street. Skömmu eftir að Vísir ræddi við hann var byrjað að hleypa fólki aftur út en þegar hann var beðinn um að lýsa andrúmsloftinu fyrst eftir að fregnir um skothvelli bárust sagði hann: „Það fór allt í panikk og öllum var hrúgað niður í kjallara. En núna eru allir bara rólegir og bíða eftir að komast út.“ Hann sagði panikk-ástandið hafa varað í um hálftíma en að starfsfólk kaffihússins hefði staðið sig frábærlega. Skömmu eftir að Vísir ræddi við Hermann voru hann og dætur hans komin út. Lögreglan í London var með mikinn viðbúnað á Oxford Street og þá aðallega við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus. Lögreglunni bárust fjöldi tilkynninga um skothvelli og miðaðist viðbúnaður lögreglunnar við það að um mögulega hryðjuverkaárás væri að ræða. Mikil skelfing greip um sig á svæðinu og fólk flúði í burt frá neðanjarðarlestarstöðinni og flúði inn í verslanir þar sem lögreglan sagði því að halda kyrru fyrir. Í dag er Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, þar sem verslanir bjóða ríflegan afslátt af hinum ýmsu vörum. Það var því mikið af fólki á Oxford Street síðdegis í dag enda aðalverslunargatan í London. Skömmu eftir klukkan 18, um einum og hálfum tíma eftir að fyrstu tilkynningar bárust um málið,var dregið úr viðbúnaði lögreglu. Engar sannanir eru fram komnar um það að skotum hafi verið hleypt af. Tengdar fréttir Lögreglan í London með viðbúnað við Oxford Circus Lögreglan í London (British Transport Police) er nú með viðbúnað við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus í miðborg London vegna ótilgreinds atviks. 24. nóvember 2017 17:18 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Hermann Einarsson var staddur á kaffihúsi skammt frá Oxford Street í London þegar mikil skelfing greip um sig á svæðinu upp úr klukkan 16:30 í dag þar sem fregnir bárust af því að skotum hefði verið hleypt af á verslunargötunni. Vísir náði tali af Hermanni um klukkutíma eftir að lögreglunni barst fyrst tilkynning um málið. Hann var þá læstur inni á kaffihúsinu ásamt dætrum sínum sem hann er með í London en kaffihúsið er í hliðargötu frá Oxford Street. Skömmu eftir að Vísir ræddi við hann var byrjað að hleypa fólki aftur út en þegar hann var beðinn um að lýsa andrúmsloftinu fyrst eftir að fregnir um skothvelli bárust sagði hann: „Það fór allt í panikk og öllum var hrúgað niður í kjallara. En núna eru allir bara rólegir og bíða eftir að komast út.“ Hann sagði panikk-ástandið hafa varað í um hálftíma en að starfsfólk kaffihússins hefði staðið sig frábærlega. Skömmu eftir að Vísir ræddi við Hermann voru hann og dætur hans komin út. Lögreglan í London var með mikinn viðbúnað á Oxford Street og þá aðallega við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus. Lögreglunni bárust fjöldi tilkynninga um skothvelli og miðaðist viðbúnaður lögreglunnar við það að um mögulega hryðjuverkaárás væri að ræða. Mikil skelfing greip um sig á svæðinu og fólk flúði í burt frá neðanjarðarlestarstöðinni og flúði inn í verslanir þar sem lögreglan sagði því að halda kyrru fyrir. Í dag er Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, þar sem verslanir bjóða ríflegan afslátt af hinum ýmsu vörum. Það var því mikið af fólki á Oxford Street síðdegis í dag enda aðalverslunargatan í London. Skömmu eftir klukkan 18, um einum og hálfum tíma eftir að fyrstu tilkynningar bárust um málið,var dregið úr viðbúnaði lögreglu. Engar sannanir eru fram komnar um það að skotum hafi verið hleypt af.
Tengdar fréttir Lögreglan í London með viðbúnað við Oxford Circus Lögreglan í London (British Transport Police) er nú með viðbúnað við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus í miðborg London vegna ótilgreinds atviks. 24. nóvember 2017 17:18 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Lögreglan í London með viðbúnað við Oxford Circus Lögreglan í London (British Transport Police) er nú með viðbúnað við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus í miðborg London vegna ótilgreinds atviks. 24. nóvember 2017 17:18