Bein útsending: May boðar til kosninga Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 10:00 Theresa May við Downingstræti 10. Uppfært 10:05 Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé ekki síst vegna þess að bresk stjórnvöld þurfi að endurnýja umboð sitt enda sé fordæmalaus staða uppi í breskum stjórnmálum. Vísar hún þar til úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu og hatrammra átaka í Westminster en Brexit-ferlið hófst formlega fyrir um 2 vikum. „Það ætti að vera eining í Westminster, en svo er ekki. Verkamannaflokkurinn hefur hótað að kjósa gegn niðurstöðunum [þ.e. samningaviðræðnanna við ESB um úrsögn Breta], frjálslyndir hafa hótað því að lama störf þingsins, skoski þjóðarflokkurinn er mótfallinn stefnu ríkisstjórnarinnar og aðrir ætla sér að standa í vegi fyrir störfum hennar,“ sagði May. Kosningarnar í sumar væru hennar leið til að koma í veg fyrir að Brexit-ferlinu yrði stefnt í voða. „Ef það verður ekki kosið núna munu leikirnir halda áfram.“ Til þessa hefur May ítrekað haldið því fram að hún hafi viljað ganga til kosninga 2020, þegar ráðgert var að kjósa. May sagði á fundinum í dag að hún hefði nýlega skipt um skoðun en að hún væri sannfærð um að þetta væri rétta skrefið til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hún muni leggja tillögu um breytta tímasetningu kosninganna fyrir þingið á morgun. „Við skulum eyða óvissunni og óstöðugleikanum,“ eins og May orðaði það. Íhaldsflokkur Theresu May stendur vel að vígi fyrir kosningar en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun er hann nú um tvöfalt stærri Verkamannaflokkurinn. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.Fyrsta útgáfa fréttarinnar hér að neðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur blásið til óvænts blaðamannafundar fyrir utan Downingstræti 10. Slíkir fundir eru afar fátíðir og eru einungis haldnir „þegar um stórfregnir er að ræða“ eins og það er orðað í frétt BBC. Fundurinn hefst klukkan 10:05 að íslenskum tíma en ekkert hefur verið gefið upp um hvað hún hyggst tilkynna. Fundinn má sjá hér að ofan í útsendingu Sky News en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þannig hafa markaðir nötrað af spennu og féll pundið í morgun eftir að fregnir bárust af fundinum. Breska ríkisútvarpið viðrar þann möguleika að May kunni að nýta fundinn til að boða til kosninga. Netverjar telja það líklegt, eins og sjá má í tístum hér að neðan.The Guardian veltir upp þeim möguleika að hún sé að láta af störfum af heilsufarsástæðum og vísar þar til umfjöllunar Mail on Sunday. Aðrir telja að þetta kunni að tengjast málefnum Norður-Írlands, aðrir segja það ólíklegt og vísa til lítils áhuga Theresu May á málefnum ríkisins. Hvað sem það verður þá má sjá fundinn hér að ofan sem hefst sem fyrr segir klukkan 10:05.Hearing May will announce General Election for June 8th - one source not confirmed— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 18, 2017 The last time the lectern was used without a Govt insignia was when Cameron called the General election on 30 March 2015: pic.twitter.com/OT97jqLAEf— Jack Evans (@jackcevans) April 18, 2017 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Uppfært 10:05 Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé ekki síst vegna þess að bresk stjórnvöld þurfi að endurnýja umboð sitt enda sé fordæmalaus staða uppi í breskum stjórnmálum. Vísar hún þar til úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu og hatrammra átaka í Westminster en Brexit-ferlið hófst formlega fyrir um 2 vikum. „Það ætti að vera eining í Westminster, en svo er ekki. Verkamannaflokkurinn hefur hótað að kjósa gegn niðurstöðunum [þ.e. samningaviðræðnanna við ESB um úrsögn Breta], frjálslyndir hafa hótað því að lama störf þingsins, skoski þjóðarflokkurinn er mótfallinn stefnu ríkisstjórnarinnar og aðrir ætla sér að standa í vegi fyrir störfum hennar,“ sagði May. Kosningarnar í sumar væru hennar leið til að koma í veg fyrir að Brexit-ferlinu yrði stefnt í voða. „Ef það verður ekki kosið núna munu leikirnir halda áfram.“ Til þessa hefur May ítrekað haldið því fram að hún hafi viljað ganga til kosninga 2020, þegar ráðgert var að kjósa. May sagði á fundinum í dag að hún hefði nýlega skipt um skoðun en að hún væri sannfærð um að þetta væri rétta skrefið til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hún muni leggja tillögu um breytta tímasetningu kosninganna fyrir þingið á morgun. „Við skulum eyða óvissunni og óstöðugleikanum,“ eins og May orðaði það. Íhaldsflokkur Theresu May stendur vel að vígi fyrir kosningar en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun er hann nú um tvöfalt stærri Verkamannaflokkurinn. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.Fyrsta útgáfa fréttarinnar hér að neðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur blásið til óvænts blaðamannafundar fyrir utan Downingstræti 10. Slíkir fundir eru afar fátíðir og eru einungis haldnir „þegar um stórfregnir er að ræða“ eins og það er orðað í frétt BBC. Fundurinn hefst klukkan 10:05 að íslenskum tíma en ekkert hefur verið gefið upp um hvað hún hyggst tilkynna. Fundinn má sjá hér að ofan í útsendingu Sky News en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þannig hafa markaðir nötrað af spennu og féll pundið í morgun eftir að fregnir bárust af fundinum. Breska ríkisútvarpið viðrar þann möguleika að May kunni að nýta fundinn til að boða til kosninga. Netverjar telja það líklegt, eins og sjá má í tístum hér að neðan.The Guardian veltir upp þeim möguleika að hún sé að láta af störfum af heilsufarsástæðum og vísar þar til umfjöllunar Mail on Sunday. Aðrir telja að þetta kunni að tengjast málefnum Norður-Írlands, aðrir segja það ólíklegt og vísa til lítils áhuga Theresu May á málefnum ríkisins. Hvað sem það verður þá má sjá fundinn hér að ofan sem hefst sem fyrr segir klukkan 10:05.Hearing May will announce General Election for June 8th - one source not confirmed— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 18, 2017 The last time the lectern was used without a Govt insignia was when Cameron called the General election on 30 March 2015: pic.twitter.com/OT97jqLAEf— Jack Evans (@jackcevans) April 18, 2017
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira