Bein útsending: May boðar til kosninga Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 10:00 Theresa May við Downingstræti 10. Uppfært 10:05 Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé ekki síst vegna þess að bresk stjórnvöld þurfi að endurnýja umboð sitt enda sé fordæmalaus staða uppi í breskum stjórnmálum. Vísar hún þar til úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu og hatrammra átaka í Westminster en Brexit-ferlið hófst formlega fyrir um 2 vikum. „Það ætti að vera eining í Westminster, en svo er ekki. Verkamannaflokkurinn hefur hótað að kjósa gegn niðurstöðunum [þ.e. samningaviðræðnanna við ESB um úrsögn Breta], frjálslyndir hafa hótað því að lama störf þingsins, skoski þjóðarflokkurinn er mótfallinn stefnu ríkisstjórnarinnar og aðrir ætla sér að standa í vegi fyrir störfum hennar,“ sagði May. Kosningarnar í sumar væru hennar leið til að koma í veg fyrir að Brexit-ferlinu yrði stefnt í voða. „Ef það verður ekki kosið núna munu leikirnir halda áfram.“ Til þessa hefur May ítrekað haldið því fram að hún hafi viljað ganga til kosninga 2020, þegar ráðgert var að kjósa. May sagði á fundinum í dag að hún hefði nýlega skipt um skoðun en að hún væri sannfærð um að þetta væri rétta skrefið til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hún muni leggja tillögu um breytta tímasetningu kosninganna fyrir þingið á morgun. „Við skulum eyða óvissunni og óstöðugleikanum,“ eins og May orðaði það. Íhaldsflokkur Theresu May stendur vel að vígi fyrir kosningar en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun er hann nú um tvöfalt stærri Verkamannaflokkurinn. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.Fyrsta útgáfa fréttarinnar hér að neðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur blásið til óvænts blaðamannafundar fyrir utan Downingstræti 10. Slíkir fundir eru afar fátíðir og eru einungis haldnir „þegar um stórfregnir er að ræða“ eins og það er orðað í frétt BBC. Fundurinn hefst klukkan 10:05 að íslenskum tíma en ekkert hefur verið gefið upp um hvað hún hyggst tilkynna. Fundinn má sjá hér að ofan í útsendingu Sky News en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þannig hafa markaðir nötrað af spennu og féll pundið í morgun eftir að fregnir bárust af fundinum. Breska ríkisútvarpið viðrar þann möguleika að May kunni að nýta fundinn til að boða til kosninga. Netverjar telja það líklegt, eins og sjá má í tístum hér að neðan.The Guardian veltir upp þeim möguleika að hún sé að láta af störfum af heilsufarsástæðum og vísar þar til umfjöllunar Mail on Sunday. Aðrir telja að þetta kunni að tengjast málefnum Norður-Írlands, aðrir segja það ólíklegt og vísa til lítils áhuga Theresu May á málefnum ríkisins. Hvað sem það verður þá má sjá fundinn hér að ofan sem hefst sem fyrr segir klukkan 10:05.Hearing May will announce General Election for June 8th - one source not confirmed— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 18, 2017 The last time the lectern was used without a Govt insignia was when Cameron called the General election on 30 March 2015: pic.twitter.com/OT97jqLAEf— Jack Evans (@jackcevans) April 18, 2017 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Uppfært 10:05 Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé ekki síst vegna þess að bresk stjórnvöld þurfi að endurnýja umboð sitt enda sé fordæmalaus staða uppi í breskum stjórnmálum. Vísar hún þar til úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu og hatrammra átaka í Westminster en Brexit-ferlið hófst formlega fyrir um 2 vikum. „Það ætti að vera eining í Westminster, en svo er ekki. Verkamannaflokkurinn hefur hótað að kjósa gegn niðurstöðunum [þ.e. samningaviðræðnanna við ESB um úrsögn Breta], frjálslyndir hafa hótað því að lama störf þingsins, skoski þjóðarflokkurinn er mótfallinn stefnu ríkisstjórnarinnar og aðrir ætla sér að standa í vegi fyrir störfum hennar,“ sagði May. Kosningarnar í sumar væru hennar leið til að koma í veg fyrir að Brexit-ferlinu yrði stefnt í voða. „Ef það verður ekki kosið núna munu leikirnir halda áfram.“ Til þessa hefur May ítrekað haldið því fram að hún hafi viljað ganga til kosninga 2020, þegar ráðgert var að kjósa. May sagði á fundinum í dag að hún hefði nýlega skipt um skoðun en að hún væri sannfærð um að þetta væri rétta skrefið til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hún muni leggja tillögu um breytta tímasetningu kosninganna fyrir þingið á morgun. „Við skulum eyða óvissunni og óstöðugleikanum,“ eins og May orðaði það. Íhaldsflokkur Theresu May stendur vel að vígi fyrir kosningar en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun er hann nú um tvöfalt stærri Verkamannaflokkurinn. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.Fyrsta útgáfa fréttarinnar hér að neðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur blásið til óvænts blaðamannafundar fyrir utan Downingstræti 10. Slíkir fundir eru afar fátíðir og eru einungis haldnir „þegar um stórfregnir er að ræða“ eins og það er orðað í frétt BBC. Fundurinn hefst klukkan 10:05 að íslenskum tíma en ekkert hefur verið gefið upp um hvað hún hyggst tilkynna. Fundinn má sjá hér að ofan í útsendingu Sky News en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þannig hafa markaðir nötrað af spennu og féll pundið í morgun eftir að fregnir bárust af fundinum. Breska ríkisútvarpið viðrar þann möguleika að May kunni að nýta fundinn til að boða til kosninga. Netverjar telja það líklegt, eins og sjá má í tístum hér að neðan.The Guardian veltir upp þeim möguleika að hún sé að láta af störfum af heilsufarsástæðum og vísar þar til umfjöllunar Mail on Sunday. Aðrir telja að þetta kunni að tengjast málefnum Norður-Írlands, aðrir segja það ólíklegt og vísa til lítils áhuga Theresu May á málefnum ríkisins. Hvað sem það verður þá má sjá fundinn hér að ofan sem hefst sem fyrr segir klukkan 10:05.Hearing May will announce General Election for June 8th - one source not confirmed— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 18, 2017 The last time the lectern was used without a Govt insignia was when Cameron called the General election on 30 March 2015: pic.twitter.com/OT97jqLAEf— Jack Evans (@jackcevans) April 18, 2017
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira