Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 08:15 Lítill drengur tekur mynd af gosmekkinum. Indónesísk yfirvöld hafa fyrirskipað að fólk haldi sig í tryggilegri fjarlægð frá eldfjallinu Agung. Vísir/afp Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. Mikil virkni er í eldfjallinu um þessar mundir. Breska dagblaðið Guardian greinir frá því að fjallið hafi gosið í gærkvöldi og þá mældust þrjú gos snemma á sunnudagsmorgun. Flugfélög hafa þurft að aflýsa flugferðum vegna hættu á gosi og þá hefur svokölluð „rauð viðvörun“ tekið gildi. Viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Yfirvöld á Balí dreifa nú grímum á svæðum þar sem öskufalls gætir nú þegar, að því er fram kemur í frétt BBC.Mynd, sem tekin var að kvöldi til við eldfjallið Agung á Balí, sýnir rauðan gosmökkinn.Vísir/AFPEkki enn haft teljandi áhrif á ferðamannaparadís Gosmökkinn leggur í austurátt og yfir eyjuna Lombok en alþjóðaflugvellinum eyjunni hefur verið lokað vegna öskunnar. Gosið virðist ekki enn hafa áhrif á helstu ferðamannasvæði á Balí, heimaeyju Agung og vinsælan áfangastað ferðamanna, en svæðin standa enn opin að stærstum hluta. Yfirvöld hafa þó gert öllum í 7,5 kílómetra radíus frá eldfjallinu að yfirgefa svæðið hið snarasta. Um 140 þúsund manns var gert að flýja heimili sín í september síðastliðnum. Þá hafði eldvirkni í Agung aukist til muna en flestir sneru þó aftur til síns heima í lok mánaðarins. Síðan þá hafa einhverjar hreyfingar mælst í fjallinu, þó ekki eins miklar og nú. Eldfjallið Agung gaus síðast árið 1963. Yfir þúsund manns fórust í gosinu.Huge ash cloud over Mt Agung in Bali is stopping flights just as schoolies gets underway pic.twitter.com/UqE5dBUZfN— Michael Bachelard (@mbachelard) November 25, 2017 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. Mikil virkni er í eldfjallinu um þessar mundir. Breska dagblaðið Guardian greinir frá því að fjallið hafi gosið í gærkvöldi og þá mældust þrjú gos snemma á sunnudagsmorgun. Flugfélög hafa þurft að aflýsa flugferðum vegna hættu á gosi og þá hefur svokölluð „rauð viðvörun“ tekið gildi. Viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Yfirvöld á Balí dreifa nú grímum á svæðum þar sem öskufalls gætir nú þegar, að því er fram kemur í frétt BBC.Mynd, sem tekin var að kvöldi til við eldfjallið Agung á Balí, sýnir rauðan gosmökkinn.Vísir/AFPEkki enn haft teljandi áhrif á ferðamannaparadís Gosmökkinn leggur í austurátt og yfir eyjuna Lombok en alþjóðaflugvellinum eyjunni hefur verið lokað vegna öskunnar. Gosið virðist ekki enn hafa áhrif á helstu ferðamannasvæði á Balí, heimaeyju Agung og vinsælan áfangastað ferðamanna, en svæðin standa enn opin að stærstum hluta. Yfirvöld hafa þó gert öllum í 7,5 kílómetra radíus frá eldfjallinu að yfirgefa svæðið hið snarasta. Um 140 þúsund manns var gert að flýja heimili sín í september síðastliðnum. Þá hafði eldvirkni í Agung aukist til muna en flestir sneru þó aftur til síns heima í lok mánaðarins. Síðan þá hafa einhverjar hreyfingar mælst í fjallinu, þó ekki eins miklar og nú. Eldfjallið Agung gaus síðast árið 1963. Yfir þúsund manns fórust í gosinu.Huge ash cloud over Mt Agung in Bali is stopping flights just as schoolies gets underway pic.twitter.com/UqE5dBUZfN— Michael Bachelard (@mbachelard) November 25, 2017
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira